
Frásögn úr bókinni Húnavaka þar sem báturinn Frosti II kemur við sögu. Sem sé, Sverrir Markússon var að fara í ferðalag. Bíllinn nam staðar úti á bryggju, en þar var þá samankominn all stæðilegur hópur virtra borgara úr þorpinu. Samkvæmt öllum sólarmerkjum, sem þá voru að vísu engin vegna ríkjandi veðurlags, hefði nú átt að liggja sjóskip eitt mikið af skagfirzkum ættum við festar á Blönduósi. Svo var þó eigi og var þar um að kenna iðrakvefi skæðu, sem herjaði á áhöfn skipsins. Við munum þó halda fyrri áætlun og helja ferðasöguna frá og með kl. 24.00, en þá hófst ferð okkar á hálfs annars tíma bið. Þar sem við vorum saman komin á bryggjunni, fór ekki hjá því, að manni yrði hugsað til þess hvernig hverjum og einum væri innan kviðar að leggja í slíka sjóferð allsendis óöruggur um sjóhreysti sína, og að þurfa svo að bíða í ofvæni um óákveðinn tíma eftir farinu. Bryggjan okkar líktist mikið biðstofu tannlæknis á þessari stundu. Kiddi Andrésar gat engan veginn fengið húfu sína til að sitja rétt á höfðinu, var sífellt að laga hana með fálmkendum hreyfingum og lagði svo að lokum upp með hana úthverfa. Skarphéðinn Ragnars leitaði stöðugt að myndavélinni sinni, sem síðan að lokum fann um hálsinn á sjálfum sér. Helgi þurfti að pissa tvisvar á hálftímanum, sem þó ágerðist undir lokin. Sjálfum held ég, að mér hafi liðið líkt og eiginmanni, sem nýbúinn er að aka konu sinni á fæðingardeildina í fyrsta sinni. Prestsfrúin ein virtist standa af sér ofvænið, enda er sagt um konur í hennar starfi, að þær séu vanar að sitja við gatið og bíða. Um kl. 02.00 heyrðnst vélardrnnur nokkrar, enda var þá Héðinn búinn að finna myndavélina og komið tómahljóð í Helga. Pestin, sem þjakað hafði áhöfn Frosta, virtist ekki hafa verið smitandi, a. m. k. leyfði Gnðmnndur fararstjóri sér þann munað að hósta sterklega, er hann sté á bryggjuna án sýnilegra merkja, og er það í algjörri mótsögn við manninn, sem hitti apótekarann og bað hann um eitthvað við hósta. Snaraði apótekarinn í hann laxerolíu, en fékk síðan eftirþanka nokkra um það, að laxerolía hefði e. t. v. ekki verið rétt meðal. En þegar hann sá manninn hinum megin götunnar, þar sem hann stóð og þorði ekki að hósta, skildist honum, að hægt væri að stemma stigu við hósta með laxerolíu. Tekið var nú til óspilltra málanna við að ferma skipið þeim farangri, sem borizt hafði og Heiðmar mátti aka lífkeyrslu til Skagastrandar eftir veiðistöng lóðsins. Með þeim síðustu, sem mættu á bryggjunni voru ektakvinna fararstjórans og systir liennar, ráðsett frú úr Reykjavík. Það kann að hafa verið arfur frá þeini tímum, er kvennaskólanemendur birtast Blönduósingum á haustin, sem gerði vart við sig meðal yngissveina hópsins, er þeir litu augum hina síðarnefndu. Nýtt kvenfólk er jú alltaf nýtt kvenfólk og ég er ekki grunlaus um, að sumir hinna giftu hafi einnig gert sér það ljóst. Svana var nú farin að dansa við prestinn og mátti ekki á milli sjá hvort fyrr myndi liggja. Klukkan var nærri 03.00, er Frosti leysti landfestar og hafði þá skömmu áður álpast upp úr einhverjum hvar matvælin væru. Var nú rokið upp til handa og fóta, og þar sem fararstjórinn hafði töluverð lyklavöld að frystihúsinu, þótti hann tilvalinn til að afla matfanga úr þeim hillum, er næstar væru dyrum.
Skráð 13 Feb 2025, 6:22 p.m.
Bæta við ummælum
Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.
Innskrá