
Það eru allmiklar tengingar í þorpið við þessa blaðafrétt, fyrir það fyrsta væri sennilega síðan hofsosingur.is ekki til nema það að litli ungi maðurinn sem situr í fjörunni fryrir framan bát sem er í smíðum vestur á Ísafirði er Marsellíus skipasmiður afi og langafi okkar feðga sem höldum þessari síðu út, þarna má sjá fullkomnasta vélskip sem smíðað hefur verið á Íslandi þegar þessi frétt verður til, smíðaður af þeim gamla og körlunum hans sem á myndinni eru, svo má ekki gleyma því að Hofsósingurinn Eyþór Hallsson var skipstjóri á þessum bár og hann fer fögrum orðum í greininni um smíði og farsæld þessa báts, Eyþór sigldi öll stríðsárin áfallalaust með fisk til Bretlands.
Skráð 18 Apr 2025, 12:49 p.m.
Bæta við ummælum
Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.
Innskrá