Pálmi Þóroddsson

Séra Pálmi Þóroddsson sem einnig var fyrsti símstjórinn í Hofsósi. Árið 1891 voru Fells- og Hofsprestaköll sameinuð og flutti séra Pálmi þá frá Felli að Höfða þar sem var útkirkja frá Felli. Síðan var prestssetrið flutt frá Höfða til Hofsóss formlega 1906 en séra Pálmi flutti ekki fyrr en 1908 þegar húsið Sólheimar var keypt og varð pressetur. Þar bjó séra Pálmi með fjölskyldu sinni til 1934 þegar hann lét af prestskap og séra Guðbrandur tók við. Guðbrandur fór í nýja prestbústaðinn fyrir sunnan kirkju sem þá var nýbyggður. Árið 1910 var opnuð símstöð í Hofsós og var hún í viðbyggingu norðan við prestbústaðinn og var presturinn ráðinn símstjóri. - Steini Pálu

Skráð 1 Aug 2023, 6:27 p.m. af

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá