Það er efitt að bera kennsl á allan þennan hóp, þessi mynd er tekin í skólaferðalagi mig vantar ártal. Nonni á Sleitustöðum sagði mér að bílstjórinn sem er á þaki bílssins sé Elli Kristinns, ég hélt að bílstjórinn væri Jón á Sólbakka þar sem þetta er kaupfélagsbíllinn K 15 en á hann var sett boddý til fólksfluttninga. Hjalti Gísla er þarna í einum glugganum einnig þekki ég Gígju Odds á Brekkunni og Guðrúnu Árný úr Sunnuhvoli í hópnum. Fyrir nokkrum árum lagði ég í rannsóknarvinnu fyrir Gunna í Stóragerði til þess að finna hverjir eru á myndinni, vonandi er það til á safninu.
Skráð 11 Jan 2021, 7:09 p.m. af
Bæta við ummælum
Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.
Innskrá