Bryggjan

Mikið var karlinn ánægður að finna þessa mynd sem fannst á Ísafirði og mér var send til þess að bera kennsl á, viti menn það var ekki erfitt fyrir fjörulalla eins og mig að sjá hvaðan hún er, ég vona innilega að þið sem fylgist með þessari síðu skrifi um myndina í ummræðunni hér að neðan hvað ber fyrir augum eins og t.d. húsið Sveins og Klöru þar sem Lilli og Rabbi voru aldnir upp. Sjáið t.d. trillufjöldan á sandinum. Sveinn Einarson talaði mikið um kamarinn á planinu, ég sjálfur man bara eftir honum svartklæddum með tjörupappa,þarna er hann hvítur með tveim hurðum, ég man bara eftir kamri með einni hurð, hvað segið þið sem eldri eruð eða muna meira en ég sem man ekki neitt.

Skráð 21 Mar 2022, 5:14 p.m. af

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá