Fólkið

Þetta er hinn mikli meistari Pétur Jóhannsson frá Glæsibæ, fyrir ykkur sem ekki þekktuð til hanns þá var Pétur sparisjóððsstjóri ég man ekki hvað sparisjóðurinn hét vonandi kemur það fram í umræðu flipanum undir myndinni, kontorinn var á eftrihæð KASH. Kaupfélag Austur Skagfirðinga Hofsósi. Pétur var m.a. útgerðastjóri Nafar hf. á Hofsósi. Nöf hf. lét smíða Halldór Sigurðsson SK 3 sem var seldur og loðnuskipið Örn SK 50 var keyptur í hans stað. Mikið þarf ég að leggjast í sagnfræðina til þess að geta gert Pétri skil. Eftir framkvæmdastórn Nafar gerðist hann fjármála stjóri ÚS útgerðafélag Skagfirðinga og seinna meir framkvæmdastjóri Meitilssins í Þorlákshöfn. Ef dálkurinn fyrir ummæli væri stærri gæti ég sagt svo margar sögur af Pétri, Ég verð að skrifa sögur í ritað efni til þess að gera Pétri skil. Yndislegur karl.

Skráð 27 Jan 2022, 7:31 p.m. af

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá