Þetta er hinn mikli meistari Pétur Jóhannsson frá Glæsibæ, fyrir ykkur sem ekki þekktuð til hanns þá var Pétur sparisjóððsstjóri ég man ekki hvað sparisjóðurinn hét vonandi kemur það fram í umræðu flipanum undir myndinni, kontorinn var á eftrihæð KASH. Kaupfélag Austur Skagfirðinga Hofsósi. Pétur var m.a. útgerðastjóri Nafar hf. á Hofsósi. Nöf hf. lét smíða Halldór Sigurðsson SK 3 sem var seldur og loðnuskipið Örn SK 50 var keyptur í hans stað. Mikið þarf ég að leggjast í sagnfræðina til þess að geta gert Pétri skil. Eftir framkvæmdastórn Nafar gerðist hann fjármála stjóri ÚS útgerðafélag Skagfirðinga og seinna meir framkvæmdastjóri Meitilssins í Þorlákshöfn. Ef dálkurinn fyrir ummæli væri stærri gæti ég sagt svo margar sögur af Pétri, Ég verð að skrifa sögur í ritað efni til þess að gera Pétri skil. Yndislegur karl.
Skráð 27 Jan 2022, 7:31 p.m. af
Bæta við ummælum
Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.
Innskrá