Fólkið

Kevin heitir þessi hann bjó með Kæju Fjelsteð m.a. bjuggu þau um tíma í Sæbergi. Það er til fín saga þegar hann vann í girðingarvinnu með Jóni á Sólbakka. Kevin var breskur og bara enskumælandi en Jón á Sólbakka kunni ekkert í því tungumáli og talaði bara við piltinn á hreinni Íslensku, sagan: þeir eru að reka niður girðingastaur Jón hélt við staurinn en Kevin barði ofaná staurinn með stórri sleggju, þegar Jóni þótti staurin komin í passlega hæð setur hann hendina ofaná staurinn og segir þetta er nóg, orð sem bretinn skildi ekki, og líka of seit, bretinn var búinn að hefja sleggjuna á loft og á handabakinu á Jóni lenti sleggjan og hendin að sjálfsögu mölbrotnaði.

Skráð 8 Jan 2022, 2:09 p.m. af

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá