
Þessi hjón Uni og Sylvía bjuggu í Hlíð, fyrir þá sem vita ekki hvar Hlíð stóð þá var það hús rétt ofna við Sæberg eða nær sneiðingnum, það má segja líka frá því að ein af mörgum verslunarstöðum í þorpinu var í norðurenda hússins og hét Jónubúð. Svo margt er hægt að skrifa um Una, sennilega var hann eini þorpsbúinn sem aldrei vann önnur störf en við sjómennsku ég get samt ekki fullirt það, eitt langar mig að nefna, með honum fór ritari síðunnar fyrist á sjó á samt Steina Stebbu þá 12 ára gamlir, það var á gömlu Berghildi SK 137 á grásleppu, þegar við vorum búnir að fara nokkrar ferðir spurði Uni hvort við guttarnir gætum ekki fengið einhversstaðar lánuð net sem við gætum verið með og fengjum að leggja inn í frystihúsið hrognin úr þeirri veiði sem í netin kæmu, eitt net fékk ég frá Einari frænda Hallssyni og Steini fékk eitt net hjá afa sínum, þetta var fyrstu launin sem við unnum fyrir og vorum rígmontnir með. Það væri hægt að gefa út æviminningar um Una, hann vildi kenna okkur svo margt td. sýndi hann okkur hvernig ætti að veiða í troll því að um borð var eitt slíkt og því kastað við Málmeynna enda var hann ófeiminn við Landhelgisgæsluna, það var farið í eggjatöku í óþökk Slétthlíðinga, einhverstaðar verð ég að hætta áður en allar æviminningarnar hans verða skrifaðar hérna.
Skráð 22 Feb 2025, 3:42 p.m.
Bæta við ummælum
Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.
Innskrá