
Lítið munum við eftir Helga við sem höldum utanum þetta, en mér var sagt í föðurhúsum að Helgi hafi verið indælis karl léttur á sér og lofthræðsla hafi aldrei plagað hann, eina sögu hef ég heyrt af Helga þá var hann í eggjatöku ásamt fjölda manna út í Drangey, á þessum tímum gengu konur bara í pilsum og það var einnig í þessari ferð, mjög erfitt og bratt er upp í Lambhöfða sem er hluti af eynni og varla kleyft, bjargið þar er nánast lóðrétt en það stóð aldrei í Helga að fara upp, búið var að koma keðju upp í höfðan sem menn klifruðu upp, sagan segir ein kona hafi verið verulega lofthrædd í ferðinni en lét sig hafa það að reyna uppferð nema hvað Helgi var alltaf fljótur á sér og taldi konuna ver komna upp þegar hann leggur í uppferð í höfðan nema hvað konan frýs efst í keðjunni og Helgi áttaði sig ekki á aðstæðum fyrr en höfuð hans er komið undir pils konunnar sem var lóðrétt fyrir ofan hann.
Skráð 14 Mar 2025, 11:08 a.m.
Bæta við ummælum
Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.
Innskrá