
Ekki vitum við hvort þetta sé eina eintakið sem til er af þessari mynd, ef svo er er nauðsinlegt að við varðveitum hana hér, þetta er mögnuð mynd, við hornið á pakkhúsinu sést í Vilhelmsbúðina og pósthúsið sem var í sama húsinu, núna er þetta hús komið upp í þorpið og það srendur fyrir ofan slökkvistöðina. það væra gaman ef einhver getur sagt okkur frá ártalinu á myndinni, það má sjá bíl á henni við Svalbarða mér finnst myndin það gömul að þetta getur varla verið Moskvitch bíllinn Villa Geirmundar. Baldurhagi er þarna í allri sinni dýrð kannski á þeim tíma er hótelrekstur var þarna. Annarstaðar inn á sýðunni er mynd sem tekin er fyrir utan shéll shjoppuna og á henni eru nokkrir ungir menn, Bjössi Bjarna, Óli Láru, Lilli Jóa og Palli Pálu kannski eru þetta þeir sem standa við hornið á hótelinu. Svarti báturinn sem er í forgrunni var uppskipunarbátur sem bar nafnið Stalín, en trillan og prammarnir eru nú með smíðalaginu hans Gíma.
Skráð 12 May 2025, 6:39 a.m.
Bæta við ummælum
Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.
Innskrá