
Það var nú ekki bara það að Hofsósingar ættu flesta og bestu knattspyrnumennina í liði UMSS eins og sjá má á síðunni, við áttum líka flestar stelpurnar í sigurliði UMSS kvenna í handbolta á landmóti UMFÍ hérna má sjá okkar bestu, í aftari röðinni eru frá vinstri Fanney Friðbjörnsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Halldóra ?, Helga Friðbjörnsdóttir, Anna Steinunn Guðmundsdóttir, Kristín Ögmundsdóttir. fremri röð frá vinstri Dóra Þorsteinsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, og Sigurlína Björgvinsdóttir. Það má nú segja að við getum verið stoltir þorpsbúar bæði af handboltastelpunum og knattspyrnuliðinu okkar á landsmóti UMFÍ 1968
Skráð 5 Sep 2025, 9:37 a.m.
Bæta við ummælum
Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.
Innskrá