bátar

Þessi mynd á fullan rétt á að vera í þessum flokki, hér sjáum við flóabátinn Drang sem kom reglulega með vörur hingað til Hofsóss, sérstaklega á veturna þegar mikil ófærð var. Sá er þetta skrifar man vel eftir því þegar Gunnsi Balda var að ferja vörur frá skipinu á dráttarvél sem hann átti, vélina hafði hann á beltum og var með stóran sleða aftaní henni, það er greipt í minninguna þegar Gunnsi var að brjótast í ófærðinni frá brúnni og út á sand til þess að komast út á bryggju.

Skráð 27 Nov 2021, 8:37 p.m. af

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá