Mynd etlx5w3k

Þessi prúðbúna kona er Lilja Haraldsdóttir (1882-1944). Hún var gift Ólafi Helga Jenssyni, en þau fluttu af Króknum í Hofsós þegar Óafur gerðist verslunarstjóri hjá Poppsverslun í Hofsós 1904. "Hún var sögð nettfríð kona, djarfleg í framgöngu, sem lýsti góðu uppeldi og sjálfstrausti. Hún var allvel greind og vel gerð á allan hátt, dugmikil og stjórnsöm. Á Siglufirði hafði Lilja matsölu í allstórum stíl og hafði gott orð á sér fyrir myndarskap og góða þjónustu." segir Hjalti í Byggðasögunni. Af Ólafi eiginmanni hennar er það að segja að hann hætti hjá Popp 1910 og stofnaði fyrirtæki með Jóni Björnssyni smið frá Ljótsstöðum um verslun og útgerð. Það ár byggðu þeir myndarlegt hús sem kallað var í Hvammi eða Nafarhvammi en var síðar kallað á Sandi. (hver man ekki eftir Gunnu á Sandi?). Fór félagið vel af stað í fyrstu en fór þó svo að það fór í þrot 1922 og keypti Tómas Jónasson kaupfélagsstjóri húsið fyrir hönd Kaupfélags Fellshrepps sem síðar varð KASH. Fluttu Lilja og Ólafur þá til Siglufjarðar. Fyrir mér og minni kynslóð er þetta hús gamla kaupfélagið en þau sem yngri eru þekkja það sem Vesturfarasetrið, sem bjargað var svo giftusamlega af framsýnum Hofsósingum. - Steini Pálu

Skráð 1 Aug 2023, 6:32 p.m. af

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá