
Það snérist margt um slátrun og sláturhús í þorpunu, kaupfélagið framkvæmdi mikið er snéri að frysti og sláturhúsi sínu, það er gaman að ryfja upp þessa tíma þegar maður var sendur niður í frystihús til þess að sækja mat í frystigeymslurnar sem voru eins og segir í greininni 200 talssins öll númeruð og hvert hús hafði sitt númer, maður setti húfu á hausinn og vettlinga á hendurnar og hljóp inn að því hólfi sem sækja átti í þar sem mikið frost var í geymslunni, þetta voru merkilegar geymslur það var mjór langur gangur á efrihæð frystihússins með ca. 80 cm. breiðum hólfum sem voru með hurðum klæddum hænsnanetum þannig að hver sem inn fór sá allt sem þorpsbúar geymdu þar inni, hengilás var á hverju hólfi og í verkstjórakompunni var stærðarinnar spjald númerað hverju húsi og lykillinn af hólfunum geymdur þar, Björn Björnsson og síðan Þórður Kristjánsson verkstjórar afhentu okkur krökkunum lykla af hólfunum.
Skráð 6 Mar 2025, 8:53 p.m.
Bæta við ummælum
Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.
Innskrá