Magnús

Maðurinn er Magnús (Einar) Jóhannsson, læknir, f 1874, fyrsti héraðslæknirinn með aðsetur í Hofsós. Um aldamótin 1900 voru sett ný lög um skiptingu Skagafjarðar í tvö læknisheröð og var Magnús skipaður læknir í Hofsóslæknishéraði. Magnús lét byggja sér hús á Hofsósbökkum 1901 og kallaði Bjarg. Húsið var hér áður kallað gamla læknishúsið og stóð nokkurn veginn á horni Túngötu og Suðurbrautar en það brann árið 1947 og hafði þá verið breytt í hótel. Nýja læknishúsið sem enn stendur var byggt 1946 og flutti Guðjón Klemenzson læknir í það nýbyggt með fjölskyldu sinni þegar þau komu í Hofsós. - Steini Pálu

Skráð 1 Aug 2023, 6:25 p.m. af

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá