
Upplýsingar eru fengnar úr niðjatali. Björn Björnsson, f. 17. jan. 1906 í Göngustaðakoti, Svarfaðardalshr., Eyf. Frystihússtjóri á Hofsósi. Björn gerðist nemi við Hólaskóla 1925 og útskrifaðist þaðan 1927, enn þar kveiknaði ást þeirra Steinunnar og Björns. Á sumrin voru þau Björn og Steinunn á ýmsum stöðum sem vinnufólk, til Hofsós komu þau um haustið 1928 og þar vinnur Björn sem verkamaður. Björn stofnar verkamannafélagið Ársæll um 1930 með Kristjáni Ágústssyni og Pétri frá Þangsstöðum, Björn var ritari félagsins. 1932 kaupa þeir Jón Ágústsson, mágur Björns trilluna Valbjörninn og róa á honum og salta fiskinn, þeir áttu líka árabát sem þei réru líka á. Ýmislegt vann Björn á með á vetrum við uppskipun og annað hjá Kaupfélagi Austur Skagfirðinga. 1940 seldu þeir Jón og Björn Valbjörninn. 12. júní 1940 réðist Björn sem frystihússtjóri hjá Kaupfélaginu. Björn var fyrsti frystihússtjóri hjá K.A.S.H., þá var farið að frysta fisk, Björn var líka alla tíð sláturhússtjóri. Björn sagaði fryst kjöt ofaní Hofsósingja og sveitina þar um kring, allt með handsög fyrstu árin. Björn var í þessum störfum í 31. ár, eftir það fór hann á skrifstofu hjá Frystihúsinu og sá um allt bókhald fyrir það í nokkur ár, þá var Björn orðin 75. ára og hætti þá d. 25.des.1998 á Sauárkróki.
Skráð 19 Feb 2021, 11:43 p.m.
Bæta við ummælum
Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.
Innskrá