Bryggjan

Þetta er mögnuð mynd en gaman væri að vita hvenær hún er tekin. Einnig væri gaman ef einhver gæti frætt okkur um þá sem standa við fiskihrúuna á bryggjunni þar sem gamla planið var.

Skráð 27 Jan 2022, 10:36 a.m. af

Helga Og Þorsteinn þann 19 Jun 2022, 3:21 p.m.

Myndin er tekin á bilinu 1945-1948. Búið er að fullbyggja Hlíð, en Ívar byggði við 1945. Gamla skólahúsið sést á bakkanum en það brann 1950. Einnig má sjá að enn er ris og kvistur á Hvassafelli , en hann er horfinn á mynd í Byggðasögunni sem er sennilega frá árinu 1948.

Rafn Sveinsson þann 5 Nov 2023, 3:36 p.m.

Brekkumenn lönduðu gjarnan sínum fiski þarna í kverkinni, skúrinn sem er lengst til vinstri á myndinni var í byggingu 1946 og ætlaður sem aðstaða fyrir útgerð Sveins Jóhanns,seinna þegar hann og Klara hófu sambúð fluttu þau í skúrinn og aftur úr honum um 1959, bátarnir sem eru uppi á kambinum við gömlu bryggjuna eru Sæfugl og Frosti og sjást þarna á fleiri myndum frá þessum tíma, sem er líklega 48 til 50, þarna vantar aðstöðuna sem hafnarverkamenn settu upp þegar bryggjan var lengd og skúrinn sem seinna var í krikanum var færður og settur út á hornið á planinu sem aðstaða fyrir bátana auk þess sem byggður var annar skúr við hliðina þegar kamarinn var færður, Sveinn hafði síðar skipti við Gíma á þeim skúr og miðju bili í skúrum á fjörunni þegar Frosta útgerðin stækkaði, það gekk mikið á í veðurfari á þessum árum.

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá