Bátar

Þessi mynd segir talsverða sögu við sjósetningu báta, eins og sjá má þá er aftasti maðurinn sem er að setja sliskana undir kjöl bátsins oftast í bússum, bússir fyrir ungviðið sem sér þetta eftir okkar dag þá eru eru það stígvél með gúmmí upphækkun uppí klof, í dag væri þetta kallað vöðlur. Það er dásamlegt fyrir mína kynslóð að sjá að sá sem er í bússunum er Bragi Vilhjálmsson frá Háaskála. Eins og sjá má þá flýtur sennilega báturinn ekki fyrr en bússurnar og Bragi eru komnir uppundir hendur í sjó. Í mynningunni ef Bragi var ekki í þessu hlutverki að vaða dýpst þá var það Hermann bróðir hans, Hemmi var aldrei í bússum enda jafnblautur hvort sem er.

Skráð 14 Feb 2022, 5:14 p.m. af

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá