
Margt hefur verið skrifað um heiðursmanninn Skafta Stefánsson frá Nöf, og alltaf verður maður jafn heillaður af sögum af honum. hérna er grein í tilefni fimmtugsafmælis hans, það er magnað hversu snemma hann fór að vinna fyrir nokkrum aurum á tímann. Ég tek ofan fyrir Nafarútgerðin sem stofnuð var 1969 að hafa neft togarann í höfuðið á Skafta frá Nöf sem kayptur var frá Noregi eftir að Örn SK var seldur, ég er sannfærður um að far og fengsæld togarans megi rekja til nafnsin, ef miðlar hafa séð framliðna og geti tengt fók við þá sem hofnir eru þá trúi ég að þetta getir raungerst, Skafti Stefánsson kom til mín á miðilsfundi, Skafta hef ég aldrei séð og kveiki þar að leiðandi ekki hver kom til mín fyrr en þessi gamli maður sagðist standa stundum hjá mér í brúnni á skipinu sem ég var á sem var Skafti SK 3, miðillinn vissi ekki hvert skipið var, þegar ég átta mig á þessu bið ég hann að spyrja hvort hann sé ánægður með skráninga númerið á togaranum svona til að reyna að fari í kringum þatta, svarið sem kom þrír sagði hann og segir trú von og kærleikur. SK 3 voru á togaranum, en lýsingarnar á gamla manninum þekkti ég ekki, miðillinn sagði að hér vari herðabreiður og hraustlegur maður í blárri duggarapeysu og bundið reypi um sig miðjan og raular alltaf rararræ og rær fram í gráðið eins og rithöfundar nútímans nota í lýsingum sínum, þegar heim var komið fór ég að grafast fyrir um hvort faðir minn kannist eitthvað við gamlan mann í blárri duggarapeysu með bundin kaðal um sig miðjan, svarið kom samstundis hjá Bubba Magg heyrðu drengur minn þetta er Skafti á Nöf sagði hann, ég réri með honum þegar ég var ungur drengur út í Sunnuhvoli og hann var alltaf í svona peysu með reypi um sig miðjan og oft var hann raulandi ræraræ. Fyrir mér er þetta eitthvað sem ég trú á og ánægður að hafa verið síðasti skipstjórinn á Skaft áður en hann var seldur.
Skráð 22 Mar 2025, 5:58 p.m.
Bæta við ummælum
Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.
Innskrá