Bryggjan

Oftast er sw áttin skæð við höfnina, ekki hefur verðið vanþörf á hafnarframkvæmdur

Skráð 31 Jan 2022, 10:07 a.m.

Rafn Sveinsson þann 5 Nov 2023, 3:12 p.m.

Þessar tvær myndir fann ég í litlu myndasafni Sveins Jóhanssonar, þessar myndir voru á stökum plastfilmum sem virtust við fyrstu sín vera orðnar glærar, en við framköllun komu þessar óveðurs myndir í ljós, við þessar aðstæður gerði Sveinn út frá Hofsósi megnið af árinu og við þessar aðstæður misti hann einn báta sinna (Sæfuglinn) sem slitnaði frá bryggju í svona óveðri og rek upp undir planið og brotnaði í spón, Sveinn var með legufæri þar sem nú er svonefndur fingur út úr suðurgarðinum og kom gamla akkerið hans upp þegar verið var að vinna við suðurgarðinn, bátarnir á þessum árum þurftu oft að forða sér frá bryggju og fara til annarra hafna en það kom fyrir að menn höfðu ekki tíma til þess þegar veður breittist snögglega, menn höfðu einnig legufæri inni á svonefndu Rifi og þurftu bátar stundum að liggja þar dögum saman í slæmum veðrum.

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá