Mynd szezbnml

Þetta hafa verið skelfilegar fréttir sem bárust þorpsbúum þegar fjöldi báta fórust í aftakaveðri úti fyrir norðurlandi, ekki varð þorpið okkar undanskilið þar sem nokkrir kornungir skipverjar fórust með vb. Öldu 1922 Feðgarnir Jóhann Eiríksson og Einar Jóhannsson áttu stóran dekk bát sem þeir létu heita Haraldur Ólafsson og get ég mér það til að bátin hafi þeir nefnt eftir þessum Haraldi sem fórst með Öldunni, og að Alda Jóa hafi verið skírð í öfuðið á bátnum. Önnur tilgáta okkar er að Barði Steinþórsson hafi einnig verið skýrður í höfuðið á Barða Jónssyni frá Grafargerði sem einnig fórs í þessu hörmulega slysi.

Skráð 20 Mar 2025, 10:46 a.m.

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá