Mynd tbxpcbpt

Hanna Kristín Pétursdóttir sendi inn sögu. Áður en kennarabústaðirnir voru byggðir kom svell þarna flesta vetur. Ekki alltaf það slétt að gaman væri að renna sér, - á sleðum, hjólum eða skautim.Margir áttu skauta og það var skipst á. Og leikið sér fram í svarta myrkur. Rafn Sveinsson sendi inn sögu. Það gerðist oft undir vorið að það kæmu hlákur svo það myndaðist vatn sem síðan fraus og urðu þá til góð skautasvell, á þessu svæði voru bestu svæðin á túninu sem kennt var við Jóa Páls sem var þar sem fótboltavöllurinn kom síðar, ég reyndi mig nokkuð á skautum á því svæði en varð aldrei mikill listdandari enda mín skautasaga stutt, Lilli hafði eignast ótennta skauta sem voru fastir við skautaskó sem voru of litlir á hann og naut ég góðs af því, Pabbi gaf mér síðan tennta skauta sem fengust í kaupfélaginu en kaupfélagið seldi ekki skó fyrir skautana svo ég reyndi að binda þá duglega á gúmýstígvélin sem dugði aldrei til að halda þeim föstum og dalaði þar með skauta áhuginn, síðan þegar voraði meira og hlákan hafði brætt snjóinn með blásandi sunnan átt og velgju þá breittist svæðið í stór stöðuvötn sér í lagi svæðið á móts við Höfðaborg þar sem var grasvöllur, allt affallsvatn þurfti að komast út um ræsið ofan við Lindarbrekku, til að geta viðhaldið góðum tjörnum til að sigla bátunum okkar á þá var brugðið á það ráð að loka fyrir ræsið, fylltist þá allt af vatni svo það rann yfir veginn við Austurgötu og fór þá vatn inn í kjellarann hjá Pétri Tavsen, þá varð eitthvert uppistand og ræsið opnað aftur, held að flestir hafi lært af þessarri tilraun til að stjórna náttúrunni í stað þess að njóta, þessar myndir eru líklega teknar snemma vors nálægt 1965.

Skráð 28 Jan 2025, 8:31 p.m.

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá