Mynd tvd2mvpj

Já Gísli hafði trú á framtíð þorpsins, þegar þetta er ritað þá kom sólin upp vstan við Ennishnjúkinn eins og svo oft áður, Villi Steingríms er genginn inn í Stuðlaberg, Árni Bjarka búinn að opna kaupfélagið, Hofsá rennur sama farveginn, Íslenzki fáninn er undir nálinni út á sandi, hjólhýsi geymd út í frystihúsi ásamt smáfiski og jurtum, krakkarnir farnir í skólann, Ingvar mættur á Pardus, ritari hofsosingur.is búinn með 5 könnur af kaffi meðan athyglisverðar auglýsingar og fyrirsagnir eru settar inn á síðuna, það er magnað hvað þorpið og þorpsbúar hafa oft komið í blöðin, þeim verða gerð góð skil á síðunni. Sundlaug komin og jurtir í frystihúsið það sá Gísli ekki fyrir en þorpið á sér framtíð eins og oddvitinn benti á.

Skráð 12 Feb 2025, 11 a.m.

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá