Höfnin

Á þessar mynd má sjá einhvern krana eða mastur upp í krikanum við Norðurgarðinn vonandi veit einhver deila á þessu. Einnig er það sem er í forgrunni á myndinni magnað, sjá t.d. fiskhjallinn við Bröttuhlíð.

Skráð 22 Apr 2021, 5:16 p.m. af

Rafn Sveinsson þann 5 Nov 2023, 3:55 p.m.

Þetta er ein að tveimur myndum sem sína Bræðsluna sem Sveinn Jóhanns byggði á klöppunum fremst á Nöfinni, þarna virðist hún vera í byggingu en hana tók af í einu óveðrinu um vetur og skolaðist á haf út og að hluta inn í höfnina en á þeim árum var algengt að sjórinn gengi yfir Nöfina og inn í Höfnina, kraninn á planinu er vafalaust þarna vegna lengingar bryggjunar enda sjást staurar sem reknir hafa verið niður framan við bryggju endann, þarna er komin upp aðstaða hafnarverkamanna, skúrinn í krikanum og kamarinn á planhorninu, sem varð upphafið að skúra myndun á plan endanum, það stóð til að fjölskyldan í skúrnum myndi búa á efstu hæðinni í bræðslunni og átti að flytja þar inn um vorið en eftir að bræðslan fór í hafið var farið að huga að byggingu uppi á bakkanum. mynd líklega frá um 1948 til 1950.

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá