
Kæru sveitungar það er erfitt að segja sögu þorpsins þegar þessi grein er ryfjuð upp, það eru svo mikið af ungu fólki sem eiga ættir að rekja hingað í gamla þorpið okkar, fólk sem ekki hefur heyrt af því hörmungar slysi sem gerðist í þorpinu haustið 1959 Blessuð sé minning þessara ungu manna.
Grein úr Sjómannablaðinu Víkingur - 11.-12. Tölublað (01.12.1959)
Við hin snöggu veðurbrigði er urðu fyrst í nóvember varð mikið efnahagstjón víða um land, en einnig hörmulegt manntjón, er menn á bezta aldri fórust af völdum ofveðurs við skyldustörf.
Mánudagsmorguninn 9. nóv. fórst v.b. Svanur frá Hofsós rétt framan við þorpið. Drukknuðu þar þrír menn, bræðurnir Hafsteinn og Jón Friðrikssynir og Gísli Gíslason, allir um og innan við þrítugt. Annar vélbátur Frosti með fjórum mönnum, andæfði á sama stað í ofviðrinu, en komust lífs af.
Bátarnir tveir, sem voru um 20 tonn að stærð, lágu við bryggjuna á Hofsósi þegar aftakaveður skall á á sunnudagsmorgun. Urðu þeir að leggja frá vegna brimsins og leggjast út á höfnina. Var norðaustan stórhríð og foráttubrim. Á mánudagsnóttina slitnuðu legufærin hjá Svaninum og. settu bátsverjar á Frosta þá ljós aftur á, svo að Svanurinn gæti andæft á það. Gekk þannig um hríð.
Um klukkan 9 á mánudagsmorgVÍKINGUR un sáu skipverjar á Frosta, að þei á Svaninum höfðu raðað belgjum á bakborðssíðu bátsins, og varð helzt skilið af því, að þeir hugsuðu sér að taka land, við hafnarbryggjuna. Rétt í því gerði svartabyl, svo ekki sást út fyrir borðstokkinn. Þegar aftur rofaði til var Svanurinn horfinn úr augsýn. Skömmu seinna rak Svan nokkru innar og brotnaði á flösum útaf syðstu húsunum í kauptúninu. Var ekki hægt að komast þar að bátnum, en hann var mölbrotinn.
Þeir bræðurnir Hafsteinn og Jón voru synir Friðriks Jónssonar sjómanns í Hofsós og konu hans Guðrúnar Sigurðardóttir. Þeir keyptu dekkbátinn Svan frá Vestmannaeyjum í vor og gerðu hann út í sumar. Hafsteinn hefur verið mikið við sjóinn að undanförnu, en Jón við háskólanám, var nýbúinn að taka BA-próf og hafði verið skólastjóri á Hólmavík þangað til í vor. Lík þeirra allra bar að landi daginn eftir. Hafsteinn lætur eftir sig konu, Ester Ingvarsdóttir frá Þrándarholti í Gnúpverjahreppi, og eitt barn. Jón yar einhleypur, lætur eftir sig tvö börn.
Gísli Gíslason var ættaður frá Akranesi, sonur Gísla Vilhjálmssonar, forstjóra. Hann fluttist norður fyrir tveimur árum, og lætur eftir sig unnustu í Hofsósi og tvö börn. Þeir Gísli og Hafsteinn keyptu sitt húsið hvor í Hofsósi í vor og bjuggu þar.
Á m.b. Frosta er komst að landi eftir að veðrinu slotaði voru 4 menn, skipstjórinn Þorgrímur Hermannsson, Uni fóstursonur hans, Hjalti Gíslason og Sigurbjörn Jónasson, allir frá Hofsósi. Voru þeir félagar matarlausir en höfðu eldsneyti.
Bátarnir Svanur og Frosti eru einu dekkbátarnir, sem gerðir hafa verið út frá Hofsósi að undanförnu, en auk þeirra eru gerðar þar út 15—20 trillur. Legan þar er góð, nema þegar hann er norðanstæður, en þá leiðir mikið brim inn í höfnina. Hefur lengi verið ætlunin að fá hafnargarðinn lengdan, en ekki tekizt að koma því í framkvæmd. Nú hefur fengizt loforð fyrir því að bryggjan verði lengd.
Skráð 19 Feb 2025, 9:39 a.m.
Bæta við ummælum
Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.
Innskrá