Útgerðin á Hofsósi 4

Frosti II SK 5 þennan bát kaupir Gími 16. ágúst 1958 síðan er hann seldur til Dalvíkur en keyptur aftur 18. des 1965 þá eignast hann Þorgrímur, Jón Gíma og Uni Pétursson þá fær báturinn nafnið Berghildur SK 137 en 1966 er Þorgrímur einn skráður eigandi.

Skráð 23 Dec 2020, 12:48 p.m. af

Páll Þorsteinsson þann 9 Oct 2021, midnight

Eg var á þessum bát sumarið 1961.Við vorum á handfærum og aflinn var saltaður um borð og landað á Ólafsfirði. Skipshöfnin var, Gími, Uni, Nonni Gíma,Stebbi í Grænumýri, Ævar Ívars og undirritaður.

Finnur Sigurbjörnsson þann 10 Jan 2022, 8:33 p.m.

Takk fyrir þessa sögu Palli, það er ómetanlegt að fá viðbrögð og upplýsingar frá fólki sem þekkir söguna.

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá