Bæjarbúar

Hér er safn minninga úr gamla þorpinu: andlit sem við þekkjum, augnablik sem við munum og stemning sem hverfur ekki. Myndirnar fanga daglegt líf og hátíðir, vinnu og leik, ungdóm og elli — og minna okkur á tímann þegar Hofsós var heimur út af fyrir sig, þar sem allir þekktu alla og samheldnin var sjálfsögð. Þetta eru ekki bara myndir; þetta eru þau sem gerðu þorpið.

Skruna
Mynd v2veh7zk
01

Þessi mynd er áminning um að það sé í góðu lagi að senda okkur myndir af afkomendum fólks sem nú þegar er á síðunni til þess að við getum gert ættartré skilvirkara hjá okkur.

Mynd v2veh7zk
02

Feðginin Hólmgeir og Drífa, það er í góðu lagi að síðunn verði sendar myndir af fólkið þótt það sé ekki fætt fyrir 1950 allt efni er vel þegið. Ég nappaði þessri mynd hjá æskuvini mínum og fermingabróður.

Mynd lgnf1ib5
05

Það er ekki annað hægt en að setja inn þessa mynd í tilefni dagsins í dag 18. des. 2025 hefði hún orðið 90 ára

Mynd 9wkci09c
06

Yndislegar konur á þessari mynd þær eiga ættir sínar að rekja útí Hvammkot, fyrir þá sem ekki vita hvar bærinn Hvammkot er þá er það jörðin norðan við Hofsá rétt neðan við þar sem áin beygir vestur eftir norðan við íþróttasvæði Neista, tvær þeirra kvöddu okkur núna í haust eftir mikil veikindi.

Mynd i68kxzjd
07

Það er bara ekki hægt annað en að taka svona flotta mynd af Möggu og Gunnsa sem sást á facbook og setja inn á þessa síðu.

Mynd yjn5p7tk
08

Það er gaman að geta sett inn myndir af gömlum þorpsbúum, ekki síst þegar fólk heldur upp á 93 ára afmæli, þetta er nýjast myndin af Möggu sem síðan komst yfir á afmælisdegi hennar, til hamingju með daginn.

Mynd prlwqqtr
09

Þessa mynd rak á fjörur mínar á netinu fyrr í haust, á myndinni eru frædsystkini sonur Kjartans Ívars og dætur Bassa Ívars.

Mynd oen22imp
10

21. okt. settum við þessa mynd inn á síðuna, myndin er mjög illa farin brotin og rispuð eins og sjá má á þeirri mynd, það er undravert að nýta sér tæknina við lagfæringu á gömlum myndum, á þessari mynd er eflaust 1. býlaaðdáandinn úr þorpinu. Beggi Stebbu.

Mynd 7056cpkk
11

Æskuvinkonur sem ólust upp fyrir utan á.

Mynd 7056cpkk
12

Mikið var lagt upp með að börn væru fín og vel klædd þegar farið var í ljósmyndun.

Mynd 7056cpkk
13

Altaf var Stína Björns glæsileg, hún hvaddi okkur alltof ung

Mynd 7056cpkk
14

Hér má sjá Önnu Steinu þegar hún vann og bjó á Blönduósi

Mynd js36s8ba
15

Flott mynd af okkar eðal dreng utanbæingnum og Birkibeinanum Simma og Amý.

Mynd fs00s4b6
16

Það má eflaust fullyrða að Beggi Stebbu hafi verið fyrstur til þess að tileinka sér bítla klippinguna.

Mynd mqkemcxx
17

Það er við hæfi að bæta inn á síðuna mynd af Hjalta Gíslasyni en núna í haust er ljóðabók eftir Hjalta komin í prentun, vonandi getum við fegið það meistaraverk fyrir jólin.

Mynd cj27rx65
18

Elvis Presley okkar utanbæinga Nonni Stebbu

Mynd cj27rx65
19

Skemmtileg mynd af Hófý og Bjössa nágrannar utan við á

Mynd jz8ntbq4
21

Það hefur verið mikið uppúr því lagt að eiga fallegar myndir á þessum árum þegar þessi mynd var tekin, okkur þykir enstaklega gaman að varðveita gamlar fjölskyldumyndir eins og þessi er ásamt mörgum svona á síðunni okkar, hérna eru Mundi og Stebba í Birkihlíð með tvö elstu börnin sín Simma og Önnu Steinu.

Mynd jz8ntbq4
22

Hér er ægifögur Hofsós snót, það má sjá aðra mynd af Önnu Steinu í sama kjól á annari mynd á síðunni ásamt Lillu frá Lyngholti bræðrunum frá Bræðraborg, en á þeirri mynd er líka smá pjakkur úr Ásbyrgi en Lilla og Anna Steina voru mikið að passa þann gutta.

Mynd jz8ntbq4
23

Það má sjá mikla feimni á litlu stelpunni á miðri myndinni, augljóslega ekki mikið fyrir myndatökur, þarna eru hjónin úr Birkihlíð Mundi og Stebba, Hófý og Simmi elsti strákurinn þeirra stendur þarna með litla þorpara æskuvinina og fermingabræðurna Steina Stebbu og Finn. Stebba og Bettý hafa spanderað á drengina eins peysum

Mynd jz8ntbq4
24

Þessi mynd er augljóslega tekin í kjallaranum í félagsheimilinu, meðan félagsheimilið var í byggingu var kjallarinn tekinn fyrst í notkun fyrir samkomuhald, dansleiki sem og aðrar skemmtanir, hérna má sjá æsku og nágranna vinkonur á dansgólfinu þær Stínu Björns og Önnu Steinu, það væri gaman ef einhver gæti borið kennsl á strákana á myndinni sem horfa dolfallnir á stelpurnar. Getgáta okkar er að strákarnir séu Kiddi á Grund, Bjössi á Sælandi og einhver sonur Gunna Stef. og Rósu Sveins. textanum verður breitt þegar og ef réttar upplýsingar fást.

Mynd emaeuedo
25

Tveir grallarar úr þorpinu

Mynd ji17xf28
26

Afmælisboð í Birkihlíð, Hófý, Baddi, Hanna Stína, Bjössi Diddu og tvíbura systurnar í Lyngholti Hulda og Hildur

Mynd r5ndgv6t
27

Hérna sjáum við eina mynd sem er algjör gullmoli sem Villi Geirmundar tók, sagan segir að stelpurnar Helga og Anna Steina hafi verið að vinna á frystihúsinu og hafi notað kaffitímann til að skreppa á bryggjuna til að kíkja á sætu sjóarana á einhverjum bátnum. Það fylgdi sögunni að þær hafi verið nokkuð skotnar í strákunum.

Mynd ee6nh0ta
28

Það var nú ekki bara það að Hofsósingar ættu flesta og bestu knattspyrnumennina í liði UMSS eins og sjá má á síðunni, við áttum líka flestar stelpurnar í sigurliði UMSS kvenna í handbolta á landmóti UMFÍ hérna má sjá okkar bestu, í aftari röðinni eru frá vinstri Fanney Friðbjörnsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Halldóra ?, Helga Friðbjörnsdóttir, Anna Steinunn Guðmundsdóttir, Kristín Ögmundsdóttir. fremri röð frá vinstri Dóra Þorsteinsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, og Sigurlína Björgvinsdóttir. Það má nú segja að við getum verið stoltir þorpsbúar bæði af handboltastelpunum og knattspyrnuliðinu okkar á landsmóti UMFÍ 1968

Mynd ee6nh0ta
29
Mynd d6s62txw
30

Hérna má sjá 5 Hofsósinga í sigurliði UMSS 1968 3 í aftari röð og tvo í fremriröð en því miður sést Fúsi ekki allur þarna til vinstri í fremri röðinni.

Mynd w4jqya08
31
Mynd 32rqsy3k
32

Gulldrengirnir í knattspyrnu á landsmótinu á Eiðum 1968 þarna má sjá að við Hofsósingar áttum flesta leikmennina í liði UMSS. Aðrir í liðinu voru Pálmi Sighvatsson, Erlingur Örn Pétursson, Elli Farsi en viðurnefnið fékk hann þar sem hann vann í kjötvinnsli KS. Ólafur Jóhannsson, Óli var tæknifræðingur og vann hjá Sauðárkróksbæ Óli þess er faðir Bergþórs Ólafssonar þingmanns Miðflokkssins. Vésteinn Vésteinsson Hofstaðaseli, Gylfi Geiraldsson, Árni Ragnarsson, Leyfur Ragnarsson.

Mynd 32rqsy3k
33

Það er gaman að varðveita þessa minningu, knattspyrnulið UMSS vann landsmót UMFÍ austur á Eiðum 1968. Við Hofsósingar getum verið stolltir af þessu afreki en knattspyrnulið Ungmannasambands Skagafjarðar UMSS var að stóru leyti skipað af okkar bestu drengjum úr þorpinu sem komu heim með gullið að móti loknu.

Mynd yt2vgfzj
34

Þegar þessi mynd og þær sem komu inn á síðuna í dag þá veltir maður fyrir sér hvað veldur því að stúlurnar sem fæddar eru hérna í þorpinu eru allar svo fallegar, ætli það sé eitthvað í vatninu sem valdi því?

Mynd yt2vgfzj
35

Þegar þessi mynd og þær sem komu inn á síðuna í dag þá veltir maður fyrir sér hvað veldur því að stúlurnar sem fæddar eru hérna í þorpinu eru allar svo fallegar, ætli það sé eitthvað í vatninu sem valdi því?

Mynd yt2vgfzj
36

Þegar þessi mynd og þær sem komu inn á síðuna í dag þá veltir maður fyrir sér hvað veldur því að stúlurnar sem fæddar eru hérna í þorpinu eru allar svo fallegar, ætli það sé eitthvað í vatninu sem valdi því?

Mynd yt2vgfzj
37

Þegar þessi mynd og þær sem komu inn á síðuna í dag þá veltir maður fyrir sér hvað veldur því að stúlurnar sem fæddar eru hérna í þorpinu eru allar svo fallegar, ætli það sé eitthvað í vatninu sem valdi því?

Mynd yt2vgfzj
38

Þegar þessi mynd og þær sem komu inn á síðuna í dag þá veltir maður fyrir sér hvað veldur því að stúlurnar sem fæddar eru hérna í þorpinu eru allar svo fallegar, ætli það sé eitthvað í vatninu sem valdi því?

Mynd dlw09jn3
39

Þeim fjölgar alltaf hjá okkur fólkinu á síðunni sem við vissum ekki hverjir eru, þetta er ein af þeim myndum, stúlkan sem er nær á myndinni var kölluð Bogga og er systir Bjössa þórhalls. Ekki vitum við hver hin stúlkan er.

Mynd x0hif3xy
40

Þetta er merkileg mynd, fyrir það fyrsta er að aldrei höfum heyrt af þessari stúlku allavegana ekki við sem gerum þorpsíðuna út. Takk fyrir þessa sendingu Þórdís Friðbjörnsdóttir. Þessi unga snót var Björg Eiríksen frá Naustum sem flest okkar vitum að er bærinn við Naustavíkina rétt norður af þorpinu.

Mynd gvptqnwl
41

Þetta er mynd sem þarf að rína í, þetta er eins og felumynd þar sem unga fólkið er nánast falið í trjánum, ekki vitum við hvar myndin er tekin né í hvaða ferð, Vaglaskógur gæti það verið. Kannski getur einhver sagt okkur hvar Gunnsi, Gógó, Dúdda og Ebba eru stödd.

Mynd gvptqnwl
42

Tvær æskuvinkonur önnur úr þorpinu en hin frá Bæ þetta eru þær Dúdda og Gógó

Mynd 06vl0xh1
43

Hjónin á Staðarbjörgum Þórhallur og Helga, yndislegt fólk.

Mynd 06vl0xh1
44

Alveg stórglæsileg mynd af kátum og hressum kerlingum, það hefur verið margt skrafa og hlegið í þessum saumaklúbb

Mynd 80sntbdh
45

Hérna eru þrír merkismenn og sveitungar, Þórður Kristjáns verkstjóri í frystirhúsinu, Valdi bóndi á Þrastastöðum og Egill frá Ósi en Egill þessi var giftur Veigu frá Mannskaðahóli sem var systir Dóra á Hóli.

Mynd 80sntbdh
46

Hérna má sjá þrjá unga Hólasveina, þessi mynd af þessum félögum er tekin þegar þeir voru nemendur við bændaskólann á Hólum í Hjaltadal. Flest okkar munum við og þekktum Bjössa Þórhalls. Friðrik bjó á Hofi og Erlendur er sonur Páls Erlendssonar frá Þrastastöðum sem var kórstjóri hér í sveit, ef rétt er munað hét kórinn Þrestir, Erlendur er einnig bróðir Ragnars sem var lengi bankastjóri Búnaðarbankanns

Mynd m6sa2t0q
47

Falleg mynd af Önnu Sigmundar og Effu sem kvaddi okkur alltof fljótt

Mynd m6sa2t0q
48

Það er svo gaman að fá svona mynd af minningum þegar við og okkar unga fólk gerði sér glaðan dag og farið var í sætaferðir á böll, þetta skemmdi engan af okkar góðu ungmönnum.

Mynd m6sa2t0q
49

Það getur hlaupið á snærið hjá þorpsíðunni hofsosingur.is þessi mynd er dásamleg eins og svo margar sem okkur er sendar, börnin þarna eru afkomendur kenndir við Staðarbjörg og myndin tekin þar á lóðinni, hérna er krakkarnir úr Bröttuhlíð börnin Mumma Stjána og Birnu Þórhalls. krakkarnir innanvið girðinguna í bakgrunni eru Snorri Pálu og Rósa Þorsteins. sum börnin í þorpinu voru svo kennd við móður en önnur við föður.

Mynd 44l52u1k
50

Þetta er miljón dollara mynd af þeim félögum handleika ull, við áttum okkur ekki á við hvaða hús myndin er tekin, nema skildi vera fyrir framan vesturhluta gamla kaupfélagssins á sandinum, það var allavegana bárujárn á efrihlutanum. Þessi mynd var áður komin inn en skift út þar sem þessi er í meiri gæðum, fyrir þá sem átti sig ekki á hverjir mennirnir eru þá er sá til vinstri afi Þórdísar Friðbjörns. Faðir Bjössa Þórhalls. En hinn var maðurinn Jobbu í Veðramóti utan við á.

Mynd 51tm5kc5
51

Baggarnir í höndum Bjarna eins og hrísla í höndum Jóns Páls lyftingamanns eins og frægu orðin Gísla á Uppsölum.

Mynd 51tm5kc5
52

Bjarni sýndi tilþrif í rallýinu

Mynd 51tm5kc5
53

vinnigshafar í dráttavéla rallý 1. 2. og 3. sæti, Hlíðarenda bóndinn í því 1.

Mynd qh796a2u
54

Dráttavélarall á bæjarhátíð.

Mynd qh796a2u
55

Palli að mæta með dráttavél í dráttavélasýningu á bæjarhátíð.

Mynd qh796a2u
56

Grillarar frá Lion á bæjarhátíð.

Mynd qh796a2u
57

Sennilega er þessi tekin í skólaferðalagi, eflaust árgangur 1965 - 66

Mynd qh796a2u
58

Djöfuls töffari og sjarmör vinur okkar Geiri á Ósland

Mynd 45zt5thf
59

Góð mynd af gömlum þorpurum og æskufélögum.

Mynd 45zt5thf
60

Ætli Jói Páls sé að veita Magga á Hrauni föðurlegt tiltal, eða leggja honum til góð ráð með sveitastörfin enda jói vel sjóaður síðan hann var vinnumaður í Bæ.

Mynd 02o2n5ch
61

Með Palla er Aðalsteinn umdæmistjóri Lionshreyfinga á Íslandi svæði B

Mynd 02o2n5ch
62

Palli að taka við viðurkenningu fyrir 50 ára starf í Lionsklúbbnum Höfða.

Mynd xybvn63f
63

Það er við hæfi að taka mynd af Ómari á safninu sem hann er búinn að koma upp á Ytri Húsabakka, þegar vel er að gáð þá stendur hann við gala muni frá Gíma, Þorgrími Hermannssyni. Það þurfa ekki allar myndir að vera frá árinu 1920 til þess að þær eigi heima á síðunni.

Mynd 5x6y0k6t
64

Þessi drengur, það er margur þorpsbúinn búinn að nema hjá Guðna þegar hann kendi hérna, því miður náðu ekki allir hans nemendur að festa rætur í þorpinu.

Mynd x94um6qy
65

Alda við Shéll sjoppuna sem faðir hennar Jói Eiríks átti, auðvita þurftum við að hafa 2 bensínstöðvar í svona stóru þorpi, Esso shjoppan sést líka þarna í bakgrunni blá og falleg.

2006 65 / 1079 Athugasemdir (1)
Mynd ad7dpa34
66

Þessi hjón Uni og Sylvía bjuggu í Hlíð, fyrir þá sem vita ekki hvar Hlíð stóð þá var það hús rétt ofna við Sæberg eða nær sneiðingnum, það má segja líka frá því að ein af mörgum verslunarstöðum í þorpinu var í norðurenda hússins og hét Jónubúð. Svo margt er hægt að skrifa um Una, sennilega var hann eini þorpsbúinn sem aldrei vann önnur störf en við sjómennsku ég get samt ekki fullirt það, eitt langar mig að nefna, með honum fór ritari síðunnar fyrist á sjó á samt Steina Stebbu þá 12 ára gamlir, það var á gömlu Berghildi SK 137 á grásleppu, þegar við vorum búnir að fara nokkrar ferðir spurði Uni hvort við guttarnir gætum ekki fengið einhversstaðar lánuð net sem við gætum verið með og fengjum að leggja inn í frystihúsið hrognin úr þeirri veiði sem í netin kæmu, eitt net fékk ég frá Einari frænda Hallssyni og Steini fékk eitt net hjá afa sínum, þetta var fyrstu launin sem við unnum fyrir og vorum rígmontnir með. Það væri hægt að gefa út æviminningar um Una, hann vildi kenna okkur svo margt td. sýndi hann okkur hvernig ætti að veiða í troll því að um borð var eitt slíkt og því kastað við Málmeynna enda var hann ófeiminn við Landhelgisgæsluna, það var farið í eggjatöku í óþökk Slétthlíðinga, einhverstaðar verð ég að hætta áður en allar æviminningarnar hans verða skrifaðar hérna.

Mynd im2wkoa5
67

Mikið hefur Rúnar Tavsen verið líkur móður sinni henni Báru

Mynd im2wkoa5
68

Þegar þessi mynd af Tavsen er skoðuð má einnig sjá að Rúnar Tavsen hefur líkst báðum foreldrunum.

Mynd ylvjc0y6
69

Í dag 20. febrúar kvaddi Rúnar Tavsen okkur eftir mikil veikindi, Rúnar stendur á milli þeirra bræðra á myndinni.

Mynd cufhv84e
70

Hér sjáum við Heiðu, hún var um tíma kennari í Barna og unnglingaskóla Hofsóss, hérna er hún eflaust að hlíða Hönnu Stínu yfir með heimanámið.

Mynd cufhv84e
71

Þessi ungi maður hefur lengst af unnið sem fjármálastjóri við sjávarútvegsfyrirtæki eftir sitt nám, nokkur ár var hann fjármálastjóri hjá Skildi h/f á Suðárkróki sat þar við hlið Árna Guðmundssonar forstjóra sem átti miklar tengingu í þorpið, kona Árna var Gýgja Þóroddsdóttir frá Jóngrund út á brekku. Unnar er búinn að vera í fjármálastjóri hjá Ramma á Siglufirði nú Ísfélag Vestmannaeyja síðan hann hætti hjá Skildi

Mynd ahx8eaoo
72

Þótt dagurinn hafi farið í gamlar fréttir, fyrirsagnir og auglýsingar á síðunni verum við að setja þessa mynd inn í dag á 99 ára afmælisdegi elsta núlifandi þorpsbúans. Ef farið er inn á listan af fólki þá kom einnig mynd af Svönu þennan dag 2024

Mynd fbxl2x95
75

Þarna er Magga sennilega með sýn tvö elstu. Vonandi eru börnin rétt nafngreind hjá ritsjóra.

Mynd fbxl2x95
76

Hérna er sjómenn að keppa um að hringa niður færi.

Mynd fbxl2x95
77

Ekki man ritari hvort þetta fólk sé að keppa í sprettgöngu á sjómannadegi árið 19.oo og eitthvað.

Mynd fbxl2x95
78

Sennilega stendur Beggi Stebbu á þaki frystihússins þó ekki víst, en myndin er tekin 1967 þá 13 ára gamall. Ef Björgvin man eftir þessu þá væri gaman að vita á hvaða þaki er hann. Beggi það er áletrun aftan á myndinni sem þú þarft að sjá.

Mynd fbxl2x95
79

Við skjótum á það að þessi mynd sé tekin á einhvern sjómannadag, þau voru ætíð skemmtileg tunnu kapphlaupin, allir tóku þátt.

Mynd mvgwgifm
82

Það er bara í lagi að þetta sé þúsndasta myndin sem fer inn á síðuna í flokknum Bæjarbúar, Bubbi Magg setti nú svip sinn á þorpið á sínum yngri árum, já og alla hans tíð, hann lagði nánast allt rafmagn í flest öll húsin í þorpinu og nánast í allar sveitir hér í kring, allt frá Egisá fremst í Skagafirð og nánast út í Fljót.

Mynd 79cbf9wi
85

Leiksýning í Höfðaborg, hérna vantar okkur nöfn á tveim leikurum.

Mynd yuayqv0r
86

Leikfélag Hofsóss hefur æði oft sett á fjalirnar hin ýmsu verk, hérna vantar nafn á leikritinu ef einhver man það. og tvö nöfn leikara. Það er vest að allar myndir sem teknar eru af leiksæyningunum er svo óskírar og hreyfðar

Mynd d6996rbf
87

Hérna er verið að flytja einhvern pistil eða kynna skemmtiatriðin á árshátíð Ársæls.

Mynd uu4fs5zo
88

Hvað er eiginlega þarna um að vera? Biggi og Geir með prjóna, Tóta þungt hugsi yfir því hverju Jóa er eignlega að reyna að koma frá sér, það heyrast hljóðin í gegnum myndina, kannski man Geiri á Brúarlandi hvaða rullu hann flutti hann er allavegana ekki með prjóna.

Mynd uu4fs5zo
89

Og nikkarinn Snorri í Ártúni spilaði undir fjöldasöng, Það var virkilega flott handrið fremst á sviðinu á því voru listilega smíðuð hljóðfæri og sjá má Þórðarhöfðan á verkinu.

Mynd uu4fs5zo
90

Og fókið skemmti sér konnglega á Árshátíðum Ársæls

Mynd uu4fs5zo
91

Ég held að veisluborðin hafi ekki verið svona glæsileg hvorki þegar Vigdíf Finnbogadóttir né þegar Ólafur og Dorrit komu, Vigdæis kom þegar Vesturfarasetrið var víkt og Ólafur kom þegar 1. skóflustungan af sundlauginni var tekin.

Mynd uu4fs5zo
93

Það vantaði ekki hugguleg heitin á veisluborðið, Unnur Ragnarsdóttir hafði yfirumsjón með undirbúningnum, þetta var svakalega flott og vel gert hjá þeim.

Mynd uu4fs5zo
94

Ég held að þessar ungu konur hafi kallað sig Sóldísir en þær sáu um söngatriðin á þessari árshátíð.

Mynd ypcdk2nd
96

Eygló var indæl dagmamma, þetta er skemmtileg minning fyrir þá sem þekkja sig á myndinni, hér má sjá Eygló með nokkurn hóp af börnum sem gaman væri að fá nöfnin á ef þið getið hjálpað til við það. Kuldagallar voru ekki komnir á þessum árum en börnin eru samt vel klædd.

Mynd 00i2v75w
97

Þessi mynd er ein af mörgum gullmolum sem síðunni hafa borist. Þetta voru allt hraustir og yndislegir menn, Sigmar faðir þeirra var mikið hraustmenni. Drengirnir bjuggu víðsvegar um landið t.d. hérna í Hólkoti, Stekkjarbóli, einnig Ólafsvík, Hafnarfirði og víðar. Til gamans má geta þess þá bjó Sigmar faðir þeirra m.a. í Gisbakka sem er hús eitt í þorpinu utan við á en þá orðinn fullorðin þegar sá er ritar þetta man eftir honum og hann kom oft í heimsókn í Ásbyrgi.

Mynd 3xiq80jy
98

Magga bjó fyrst utan við á í Skjaldbreið á meðan hún og Barði voru að byggja húsið við Túngötu 6 en Heiða og Bollu bjuggu í Suðurbraut 17

Mynd 3xiq80jy
99

Hvað getið þið sagt um þessa mynd, hver er á henni? Það er svo gott að fá upplýsingar um efnið á síðunni þetta er að eflaust æskuvinur minn Snorri Páli eins og Steini er að geta sér um, einnig bítegundin í ummælum hér að neðan.

Mynd tbxpcbpt
100

Pétur tók mikið af myndum, þó ekki þessa.

Mynd tbxpcbpt
101

Hanna Kristín Pétursdóttir sendi inn sögu. Áður en kennarabústaðirnir voru byggðir kom svell þarna flesta vetur. Ekki alltaf það slétt að gaman væri að renna sér, - á sleðum, hjólum eða skautim.Margir áttu skauta og það var skipst á. Og leikið sér fram í svarta myrkur. Rafn Sveinsson sendi inn sögu. Það gerðist oft undir vorið að það kæmu hlákur svo það myndaðist vatn sem síðan fraus og urðu þá til góð skautasvell, á þessu svæði voru bestu svæðin á túninu sem kennt var við Jóa Páls sem var þar sem fótboltavöllurinn kom síðar, ég reyndi mig nokkuð á skautum á því svæði en varð aldrei mikill listdandari enda mín skautasaga stutt, Lilli hafði eignast ótennta skauta sem voru fastir við skautaskó sem voru of litlir á hann og naut ég góðs af því, Pabbi gaf mér síðan tennta skauta sem fengust í kaupfélaginu en kaupfélagið seldi ekki skó fyrir skautana svo ég reyndi að binda þá duglega á gúmýstígvélin sem dugði aldrei til að halda þeim föstum og dalaði þar með skauta áhuginn, síðan þegar voraði meira og hlákan hafði brætt snjóinn með blásandi sunnan átt og velgju þá breittist svæðið í stór stöðuvötn sér í lagi svæðið á móts við Höfðaborg þar sem var grasvöllur, allt affallsvatn þurfti að komast út um ræsið ofan við Lindarbrekku, til að geta viðhaldið góðum tjörnum til að sigla bátunum okkar á þá var brugðið á það ráð að loka fyrir ræsið, fylltist þá allt af vatni svo það rann yfir veginn við Austurgötu og fór þá vatn inn í kjellarann hjá Pétri Tavsen, þá varð eitthvert uppistand og ræsið opnað aftur, held að flestir hafi lært af þessarri tilraun til að stjórna náttúrunni í stað þess að njóta, þessar myndir eru líklega teknar snemma vors nálægt 1965.

Mynd 0yhbgikd
104

Þetta er sennilega tekið á einni af bæjarhátíðunum þarna eru 4 af systrunum frá Ártúni ásamt Hall sem leikur undir með þeim. Blessuð sé minning hans.

36327421_10216566131535567_3278619970379972608_n.jpg
105

Þessi mynd er af fólki frá Sólbakka. Kjartan Vilhjálmsson, kona hans Sigríður Guðjónsdóttir, Guðný Kjartansdóttir dóttir þeirra og systir Kristrúnar, Didda á Sólbakka (Sigríður Kjördís Jónsdóttir)

Mynd 50k0kmph
106

Eins og sjá má á þessari mynd hafa þorrablótin í þorpinu verið vel sótt.

BB1CF205DE6EEDC949DFD58C48CC3233EFD482FA563FF59F394F7F2730BC1464_713x0.jpg
107

Þá hefur þessi þorpsbúi gert það gott með landsliði Íslendinga í handbolta, það er við hæfi að setja þessa mynd inn eftir leikinn við Egiftana.

IMG_9385.JPG
108

Ein af mörgum myndum þar sem Kristján í Ártúni kemur að í hljómsveitabransanum, þarna er tittur í túni eins og hann var oft kallaður að leika á hljómborð.

350355418_785198416667881_7927128911558629350_n.jpg
109

Hér vantar nafn á þessa konu. Takk fyrir upplýsingarnar Steini núna er búið að skrá nafnið á þessari konu.

Mynd q6b9vrsy
110

Hérna sjáið þið ömmu allra Birkibeinana þetta er móðir Guðmundar Steinssonar / Munda Steins

Mynd k2qyw1b8
111

Til þess að halda uppi sögu þorpssins þurfa ekki allar myndir eða sögur vera svart hvítar síðan 1927 nei alls ekki, það eru fullt af fólki ættað eða uppalið í þorpinu okkar og er eða var að gera það gott, endilega sendið okkur svona sögur eða dæmi af okkar fólki.

Mynd k2qyw1b8
112

Til þess að halda uppi sögu þorpssins þurfa ekki allar myndir eða sögur vera svart hvítar síðan 1927 nei alls ekki, það eru fullt af fólki ættað eða uppalið í þorpinu okkar og er eða var að gera það gott, endilega sendið okkur svona sögur eða dæmi af okkar fólki. Sælkeri vikunnar í Tígli er Pétur Steingrímsson. Með honum vinstra megin á myndinni er Gunni kótilettukokkur eins og Pétur kallaði hann.

Mynd htik3iaf
113

Það þótti að sjálfsögðu tilfallandi að fá Dodda í Stóragerði í verkið með gamla hertrukkinn.

Mynd htik3iaf
114

Græmi herinn mætti í þorpið, hann gerði átak í umgengismálum víða um land og fékk heimafólk til þess að taka þátt í verkefninu.

Mynd htik3iaf
115

Græmi herinn mætti í þorpið, hann gerði átak í umgengismálum víða um land og fékk heimafólk til þess að taka þátt í verkefninu.

Mynd htik3iaf
116

Græmi herinn mætti í þorpið, hann gerði átak í umgengismálum víða um land og fékk heimafólk til þess að taka þátt í verkefninu. Hljómsveitin Stuðmenn stóðu að baki verkefnissins og sennilega er þetta Jakob Frímann þarna í mynd með Dedda.

Mynd 8q1m65ww
123

Þessi var líka sveitarstjóri hjá okkur

Mynd 1iokhdfi
124

Einn af sveitastjórunum sem var hérna í gamla þorpinu.

Mynd 1iokhdfi
125

Sveitastjór á Hofsós um árabil.

Mynd j4t4ytxe
126

Skrúðganga á 17. júní hófst neðan við Bjarkalund, gengið framhjá Ásbyrgi yfir Hofsá og endað við grunnskólann.

Mynd j4t4ytxe
127

Sigurpáll hélt hugvekju og barnakór sá um sönginn.

Mynd aqza72id
130

Þessi mynd er tekin á símstöðinni.

Mynd k9almt83
132

Skólastjórinn Guðni messar yfir nemendum.

Mynd k9almt83
133

Hátíðarhöld á 17. júní ártal vantar, ef einhver veit það þá er ummæla gluggi neðan við myndina. gaman væri líka ef einhverjir geta borið kennsl á einhverja af þorpsbúunum á myndinni.

Mynd k9almt83
134

Myndin af þessum heiðursmanni er tekin af Guðna skólastjóra 17. júní ártal væri vel þegið.

Mynd 9onfx9mz
135

Þessi mynd af Gunnsa Balda er eflaust tekin þegar olíuflutninga skip er að dæla upp í byrgðartank útá Nöf þar sem Esso hafði byrgðarstöð.

Mynd 9onfx9mz
136

Steinar syngur með mikilli innlifun fyrir stelpurnar, eflaust tekið á æfingu fyrir árshátíð.

Mynd 9onfx9mz
137

Það hefur ekkert verið leiðinlegt í þessum bekk, allir brosmildir og kátir og engir símar þarna.

Mynd 9onfx9mz
138

Hversu dýrmæt þessi mynd er, allir brosmildir og kátir í grunnskólanum í þorpinu gamla. Allavegana á þessari mynd.

Mynd qurwqqdw
139

Þessi mynd af Alfreð er fengin frá rafveitu Akranes þar sem hann vann m.a.

Mynd qurwqqdw
140

Þessi mynd er fundin á internetinu eins og svo margar aðrar. Þarna er Sólberg eflaust við störf hjá Þorgeir og Ellert á Akranesi

File 28.12.2024, 22 20 41.jpeg
142

Ekki er vitað á hvaða ferð þessir unglingar voru, sennilega á leið í útilegu um verslunarmannahelgi.

IMG_9353.JPG
143

Þessi bíll var mjög vinsæll ball bíll hjá okkur unglingunum uppúr árunum 1975 ca. Bílinn átti Gummi í Vogum og var 8 cylinder Dodge 340. Sennilega er þessi mynd tekin í einni Siglufjarðar ferðinni sem oft var farin á þessum árum.

File 28.12.2024, 22 21 17.jpeg
144

Eflaust er þessi mynd tekin um borð í Reykjabor í Norðursjónum.

File 26.12.2024, 19 52 06.jpeg
145

Það eru ekki margir sem vita eða muna eftir því að þessi Birkibeini var kokkur eða leysti af sem kokkur á Íslensku síldveiðiskipi í Norðursjónum fyrir margt lögngu, myndin er tekin um borð í Reykjaborg RE sem seinna fékk nafnið Stapavík SI

Skjámynd 2024-12-26 154250.png
146

Það er ekki leiðinlegt fyrir þann sem skrifar við þessa mynd að hafa eflt áhuga þessa unga drengs í sjóvinnu ég leiðbeindi honum og fleyrum í 10. bekk grunnskóla Hofsóss. það yljar mitt hjarta að sjá að hann hélt áfram áhuga sínum og fór í stýrimannanám, fréttin á mbl segir það sem segja þarf.

Mynd 58fqur2u
147

Það er ýmislegt sem Hofsósingur.is rekst á á internetinu, þessi frétt frá 1960 fannst þar, þetta segir frá því er fangi sem strauk af Litlahrauni og tók Willisinn af bænum Miðfelli fjálsri hendi. Í þessari frétt má segja að hún tegir anga sína í gamla þorpið okkar þar sem föðursystir þess er ritstýrir síðunni er í fréttinni.

Mynd ay10zo20
148

Það er gaman að geta varðveitt söguna af þorpsbúum eins og t.d. þessa þar sem ung stúlka úr þorpinu okkar er að gera það gott með námi. Það væri gott ef velunnar síðunar gætu bent á efni sem segir söguna og minnir okkur seinna meir á að okkar fólk getur gert það gott og láti að sér hveða víða.

Mynd kxzhljdy
149

Tvær af yndislegum stelpum sem komu í þorpið til lengri og skemmri tíma.

Mynd kxzhljdy
151

Þessi systkinamynd er svo dásamleg.

Mynd mb350ax5
154

Þessu þarf að breita ef ekki er rétt farið með, sennilega er hér mynd af 4 ættliðum, ábending væri vel þegin.

Mynd mb350ax5
155

Bæjarhátíð 2024 Hofsós Heim, Þetta er eitt af því góða við bæjarhátíðir það er þegar gamlir frændur hittast 60 árum frá því þeir sáust og voru við leiki utan við á.

2024 155 / 1079 Athugasemdir (0)
Mynd mb350ax5
156

Bæjarhátíð Hofsós Heim

2024 156 / 1079 Athugasemdir (0)
Mynd mb350ax5
157
Mynd bl25xz6d
161

Þessi er alveg dásamleg, það voru aldrei leiðindi þegar Geiri á Bakka var annarsvegar.

Mynd sk4v0oqb
163

Þessi mynd er tekin í Giljareitum á ferð til Akureyrar að kaupa og sækja Brøyt gröfu.

Mynd v408itf6
168

Þessi mynd er tekin 2005 / 2006, stúlkurnar á myndinni eru þorpinu okkar til sóma 2024 hver annari betri.

Mynd nojpk4iz
169

Þessi gamli þorpsbúi hefur á góða hittara, góð lög og texta eins og t.d. Hafið eða Fjöllin sem er að verða þjóðsöngur vestfirðinga. M.a. má sjá myndband með kappanum syngja þetta lag í flokknum myndbönd á síðunni.

Mynd nojpk4iz
170

Hafið eða fjöllin lag og texti eftir Ólaf Ragnarsson oft kallaður Óli popp vestur á Flateyri, hann fæddist og ólst upp hérna í þorpinu og þá kallaður Óli í Lyngholti, þess má geta fyrir sögu þorpsins að stúlkan sem vann söngkeppni framhaldsskólana 2024 er stórskild Óla, Raggnar faðir Óla og Góa Odds. amma sigurvegara sögkeppninnar eru systkini, smá fróðleiksmoli fyrir ykkur.

Mynd gf80lslt
171

Mikill fögnuður að vinna söngkeppni framhaldskólanna 2024

Mynd gf80lslt
172

Stúlkan söng sig inn í hjörtu dómnefndar og Íslendinga allra, óaðfinnanlegur söngur 06.04.2024

Mynd gf80lslt
173

Mikill fögnuður að vinna söngkeppni framhaldskólanna, hér er tekið við hljóðnemanum 1. verðlaun 2024

Mynd gf80lslt
174

Það þurfa ekki bara að vera myndir frá 18.19. og 20. áratugnum til þess að eiga erindi inn á síðuna, þessi stúlka sækir uppruna sinn í gamla þorpið og það útfyrir á. Afi hennar og amma eru Eysteinn og Svandís Sunnuhvoli, langafi og langamma eru Þóroddur og Ólöf Jóngrund.

Mynd isogggah
175

Snorri Verslunarmaður á Skagaströnd og Hofsósi. Verslunarstjóri á Siglufirði frá 1864 til æviloka. Var brautryðjandi um síldveiðar í nót og niðursuðu matvæla ásamt Einari B. Guðmundssyni mági sínum. Alþingismaður Eyfirðinga 1874–1880.

Mynd xdv21ien
176

Það hafa margir mektar menn komið frá þorpinu okkar. Pétur Havsteen Þingseta Konungkjörinn alþingismaður 1853. Æviágrip fæddur á Hofsósi 17. febrúar 1812, dáinn 24. júní 1875. Foreldrar: Jakob Havsteen (fæddur 8. mars 1774, dáinn 2. mars 1829) kaupmaður þar og kona hans Maren Jóhannsdóttir Havsteen, fædd Birch (fædd 26. febrúar 1776, dáin 3. ágúst 1843) húsmóðir. Faðir Hannesar Hafsteins alþingismanns og ráðherra.

Mynd 9s9i1vsu
177

Ritstjórn síðunnar verðu vonandi leiðrétt ef þetta er ekki Geirmundur Jónsson frá Grafargerði.

Mynd 6z10dii2
178

Það gafst ekki alltaf tími til að fara í kaffi í Árveri. Því miður var erfitt birtustig inni í Árveri til myndatöku, allar inni myndirnar eru alls ekki góðar.

Mynd 6z10dii2
179

Stæðusöltu á fiski

Mynd 6z10dii2
181

Umsöltun á fiski.

Mynd 6z10dii2
182

Pækilsöltun

Mynd knrfj8im
186

Hjá Rarik. eldhússkúr línumanna.

Mynd knrfj8im
187

Þessi var ráðskona hjá Rarik í nokkur ár í línuflokk Gísla Hermannssonar.

Mynd knrfj8im
188

Hjá Rarik c.a. 1978

Mynd knrfj8im
189

Línumenn þurftu mikla mjólk eftir langann vinnudag, svona voru 10 ltr. mjólkurkassarnir.

Mynd knrfj8im
190

Þessi mynd er tekinn í vinnuskúrum línumanna Gísla Hermannssonar þegar byggðarlínan var reist

Mynd qewu6hw9
191

Þetta er skýrt dæmi um að geyma ekki myndir í lokuðum myndaalbúmum í 50 ár. myndin er illa farin.

Mynd qewu6hw9
192

Æsku félagar og vinir, vonandi er hægt að endurvinna myndina. eins og sjá má er verið að reyna að laga hana.

Mynd ha8kich6
196

3 vinkonur á leið í útilegu ásamt myndatöku manninum Titt í túni, hvert farið var er ?

Mynd crcampur
198

Þessi er tekin í Essoskálanum í þorpinu, þarna var mikill samastaður unglynga þótt allir krakkar og ungmenni hafi mótmælt staðsetningunni, það þótti þrengja að fót og handboltavöllum staðarins þess tíma.

Mynd crcampur
199

Hjónin á Helgarfelli við Stykkishólmi Kristrún ólst upp í Veðramóti utan við á.

Mynd 7yxzeqf7
200

Þessi mynd er frá brúðkaupsdegi Gurrýjar og Steina.

Mynd 5jovj3vp
202

Austurgata 10 þetta hús var byggt ásamt 3 öðrum íbúðum svo kölluðum verkamannaíbúðum. Það er gaman að sýna söguna og segja, húsin voru 2 með 2 íbúðum hvert, á þessari mynd eru 2 olíutankar einn fyrir hverja íbúð, á þessum tímum voru öll hús í þorpinu kynnt með olíu.

Mynd 4w04ieem
209

Sjaldan hefur Palli Magg verið barmegin við borðið, ekki svo vitað sé.

Mynd 4by5zjpb
224

Á kennarastofunni í grunnskólanum

Mynd 4by5zjpb
225

Mússíkkalskir nemendur grunnskólans, ef einhver er að skoða myndina þá vantar nafn á trommuleikarann, sennilega eða ágiskun einhver frá Melstað.

Mynd 37zcnfne
226

Af hverju ekki að setja inn mynd af eldriborgurum okkar á afmælisdegi þess, Svana 98 ára 12.02.2024

Mynd 57y7ave7
227

Vígslu félagsheimilissins Skjaldar

Mynd 57y7ave7
228
Mynd tzhoubke
232
Mynd o52vamg5
233
Mynd lsxb3h2b
234
Mynd qj7c7liz
235
Mynd 1rjwunlu
238

Heiða í ræðupúltinu og Simmi smiður hjá Byggingafélaginu Hlyn á Sauðárkróki

Mynd 1rjwunlu
240

Myndasmiðurinn Gunnlaugur telur en man þó ekki með vissu hvort Sigurmon hafi verið talsmaður ungmannafélagsins Neista í Óslandhlíð sem kom við sögu á byggingu félagsheimilisins.

Mynd 1rjwunlu
242
Mynd 5fmn9m2f
243

Byggingameistarinn skilar af sér góðu verki og segir byggingasöguna.

Mynd 5fmn9m2f
244

Margar fallegar ræður voru haldnar á vígslukvöldi félagsheimilisins en hérna er Pála að flytja ræðu Þorsteins Hjálmarssonar símstöðvarstjóra en Þorsteinn kom mikið við sögu varðandi bygginguna, Þorsteinn lá veikur og gat ekki verið við vígsluna.

Mynd dwhnc55q
245

Hljómsveitin Gautar frá Siglufirði léku á 1. dansleiknum í félagsheimilinu Skildi.

Mynd dwhnc55q
246

Hér eru nokkur kunnugleg andlit, t.d. Runni og Halla frá Brúarlandi. Kannist þið við fleyri?

Mynd dwhnc55q
247

Mig langar að vita hver ungi maðurinn er, hann stendur einn og sér, gaman að sjá Dedda á Melum með skegg og sítt að aftan, ritstjórn vantar fullt af nöfnum.

Mynd t2oq6q1a
248

Fyrstu danssporin í nývígðu félagsheimilinu voru tekin af byggingameistaranum Birni og frú, ásamt yfirsmiðnum Gunna Stef. og frú.

Mynd t2oq6q1a
249

Það er vest að blómavöndurinn frá Fjólmundi skyggir á vinnigshafa um samkeppni á nafni nýja félagsheimilissin, Marteinn Sigmundsson bar sigur með nafnið Skjöldur , snnilega hefur Matti verið að skírskota í nafnið á gamla samkomuhúsinu Skjaldborg, það voru ekki allir þorpsbúar sáttir með nafnið, en merkilegt nokkuð þá átti Matti líka nafnið Höfðaborg sem húsið fékk síðar. Ég veit ekki hvort Fjólmundur var formaður bygginganefndar, mér finnst það líklegt en vonandi verð ég leiðréttur ef svo er ekki.

Mynd 38kvz4er
250

Það var engu til sparað á 1. veisluborðinu sem haldið var í félagsheimilinu

Mynd 38kvz4er
252

Það var haldin stór veisla þegar félagsheimilið Skjöldur var vígt.

Mynd v9m7goqx
253

Margar ræður voru fluttar þegar félagsheimilið Skjöldur var vígt.

Mynd scugsg31
255

Söngfélagið Harpa á stóra sviðinu á vígsludegi Skjaldar.

Mynd scugsg31
256
Mynd s31cz749
260

Á fermingardaginn

Mynd s31cz749
261

Þessi er tekin á tröppunum á Kárastíg 5 Sóley með barnabörnin Barða og Möggu

Mynd jdmkxzf9
264

Starfsmenn Stuðlabergs í berjaferð, hvað er Bjargmundur að drekka?

Mynd jdmkxzf9
265

Gaman væri að vita hvað hér er verið að gera

Mynd 9r7xzope
267

Ferming árg. 1958 Það væri ekki leiðinlegt ef síðan gæti fengið myndir af fermingahópum þorpsbúa hvern árgang fyrir sig ef einhverjir vildarvinir síðunnar eiga slíkt. Þarna eru menn með sítt að aftan.

Mynd cqy9c9id
268

Þrettánda skemmtun í gamla þorpinu árið ? sr. Sigurpáll er allavegana orðin prestur og mættur á þrettánabrennu, Óttar og Hugljúf Kóngur og Drottning. Bubbi Magg er þarna að leika ljósálf ásamt Pétri Tavsen og fl.

Mynd gd6k1na5
269

Þessi mynd verður að koma inn á síðuna vegna þess að á henni eru bæði læknir bóndi og áfengisvarnaráðunautur flott starfsheiti, myndin tengist þorpinu vegna læknissins og bóndans í Bæ.

Mynd uga5fk3v
271

Þarna eru pjakkarnir frá Bræðraborg, frændur ritstjóra Hofsósingur.is

Mynd uga5fk3v
272

Svakalega hafa verið margir kaupmenn í gamla þorpinu okkar, hér er einn af mörgum

Mynd hac6b8gw
273

Ritaðar heimildir segja að Agnar hafi verið læknir (Hofsósi) og verslunarmaður í Reykjavík frá 1907 - 1970

Mynd 5uh3rj7i
274

Bræðurnir frá Steini á Reykjarströnd, þarna er einn gamall þorpsbúi sem bjó mörg ár í Árbakka.

Mynd 5uh3rj7i
275

Þessi mynd er eflaust teki á einhverri leiksýningu í Höfðaborg, það fer Rósu nokkuð vel að leika gamla konu.

Mynd aym2sk07
276

Gamli póstmeistarinn í gamla þorpinu

Mynd rbof92q4
279

Á myndinni er allavegana einn gamall þorpsbúi frá Bjarkalundi, sjá síðari tengingu hér að neðan eins og Steini ritar, ég mundi ekki tenginguna við Sigurgeir Angantýsson sem var maðurinn Dóru Þorsteins og Pálu Páls. og pabbi Vöndu Sig. sem við erum afar stolt af, fv. þjálfari Breiðabliks og seinna form. KSÍ.

Mynd 8ho1dud6
281

Kona þessi var ljósmóðir og bjó í Ártúni

Mynd er9o29gy
282

Það rekur ýmislegt á fjörurnar hjá Hofsósing.is þegar vafrað er um netið, á þessari mynd eru m.a. kunnir Hofsósingar.

Mynd 4yvs1zvh
283

Ekki er vitað tilefni þessara myndar en eitthvað stóð til þar sem sveitastjórinn er á myndinni með Valgeiri

Mynd 4yvs1zvh
284

Hér er einn af Kárastígnum sonur Rúnu og Frigga, lengst af var hann framkvæmdarstjóri Fiskiðjunnar á Sauðárkróki

Mynd 4yvs1zvh
285

Guðmundur bjó í Veðramóti utan við á, Kristrún dóttir Guðmundar og Jobbu giftist vestur að Helgafelli við Stykkishólm.

Mynd gzfj1bll
288

þrjár fermingarsystur, myndin er tekin á hlöðuballi úti á Hrauni í Sléttuhlið

Mynd gzfj1bll
289

Myndin er tekin í Deildardalsrétt, fyrir þá sem þekktu eða muna eftir Begga Balda. þá var réttardagur og göngur eins og árshátíð hjá honum, það alltaf lét yfir honum á gangnadegi, hér er hann með góðum félaga frá Siglufirði.

Mynd cibrsqm9
292

Þessi mynd er tekin í Vestmannaeyjum þegar línuflokkur Gísla Hermanns var að taka niður raflínu í eyjum.

Mynd cibrsqm9
293

Hérna er hvorki meira né minna en háf Upplyfting á bæjarhátíð.

Mynd cibrsqm9
294

1. bítillinn í þorpinu

Fólk
302

Falleg mynd af Jóa Páls. blessuð sé minning hans

Fólk
303

Hjónin á Kárastíg 3 Rúna og Friggi

2021 303 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólki
305

Höfðaborg, dansleikur eða þorrablót?

Einar
306

Bartarnir hafa komið sterkir inn á þessum tíma, einnig Vodka wibrowa og líka má sjá td. Gulla í Felli og fl.

Fólki
308

Tekin í kóraferð með Hörpunni eða Lionsferð með Höfða

Fólki
310

Síðu Sveinn

Fólkið
312

Þessi mynd gæti verið í öllum gömlu hreppsflokkunum, mig vantar nafn á einni stelpunni.

Fólki
313

Þessi eðal drengur stundaði sjósók á Erninum og bjó í Gilsbakka, það æri einnig hægt að setja þessa mynd í flokkinn Óslandshlíð þar sem hann var nú alltaf kenndur við Miklabæ

Fólki
314

Nokkrir Birkibeinar, vantar Simma og systurnar Önnu Steinu og Hófý

Fólki
315

Alltaf sól og blíða í Hofsós

Fólki
316

Nú vantar þekkingu eru þetta Anna Jóna Kristín og Helga? Stjáni og Guðný eru skráð.

Fólki
317

Það er gott fyrir síðuna að hafa konu eins og Elsu í Lyngholti þegar upplýsingar vantar, hérna er verið að bera kensli á nokkrar persónur.

Fólki
318

Gamall töffari sem alin var upp í Túngötu 4

Fólki
319

Tvö yngstu systkininin í Birkihlíð Stebbu og Munda

Fólki
323

Sennilega er þessi mynd tekin í skólaferðalagi

Fólkið
334

Falleg mynd af Ellu, blessuð sé minning hennar

Mynd myh8xsb5
335

Tveir utanbæingar, annar úr Ásbyrgi hinn úr Bræðraborg

Mynd myh8xsb5
336

Kátir frændur frá Bræðraborg

Bæjarbúar
338

Æskuvinkonurnar Kristín ( Diddý ) og Inga Jóna, myndin er tekin 1970 af þeim stöllum, Inga Jóna var í vist hjá Addý og Villa Geirmunds við að passa Huldu dóttir þeirra.

339
340
Mynd etlx5w3k
341

Þessi prúðbúna kona er Lilja Haraldsdóttir (1882-1944). Hún var gift Ólafi Helga Jenssyni, en þau fluttu af Króknum í Hofsós þegar Óafur gerðist verslunarstjóri hjá Poppsverslun í Hofsós 1904. "Hún var sögð nettfríð kona, djarfleg í framgöngu, sem lýsti góðu uppeldi og sjálfstrausti. Hún var allvel greind og vel gerð á allan hátt, dugmikil og stjórnsöm. Á Siglufirði hafði Lilja matsölu í allstórum stíl og hafði gott orð á sér fyrir myndarskap og góða þjónustu." segir Hjalti í Byggðasögunni. Af Ólafi eiginmanni hennar er það að segja að hann hætti hjá Popp 1910 og stofnaði fyrirtæki með Jóni Björnssyni smið frá Ljótsstöðum um verslun og útgerð. Það ár byggðu þeir myndarlegt hús sem kallað var í Hvammi eða Nafarhvammi en var síðar kallað á Sandi. (hver man ekki eftir Gunnu á Sandi?). Fór félagið vel af stað í fyrstu en fór þó svo að það fór í þrot 1922 og keypti Tómas Jónasson kaupfélagsstjóri húsið fyrir hönd Kaupfélags Fellshrepps sem síðar varð KASH. Fluttu Lilja og Ólafur þá til Siglufjarðar. Fyrir mér og minni kynslóð er þetta hús gamla kaupfélagið en þau sem yngri eru þekkja það sem Vesturfarasetrið, sem bjargað var svo giftusamlega af framsýnum Hofsósingum. - Steini Pálu

Pálmi Þóroddsson
342

Séra Pálmi Þóroddsson sem einnig var fyrsti símstjórinn í Hofsósi. Árið 1891 voru Fells- og Hofsprestaköll sameinuð og flutti séra Pálmi þá frá Felli að Höfða þar sem var útkirkja frá Felli. Síðan var prestssetrið flutt frá Höfða til Hofsóss formlega 1906 en séra Pálmi flutti ekki fyrr en 1908 þegar húsið Sólheimar var keypt og varð pressetur. Þar bjó séra Pálmi með fjölskyldu sinni til 1934 þegar hann lét af prestskap og séra Guðbrandur tók við. Guðbrandur fór í nýja prestbústaðinn fyrir sunnan kirkju sem þá var nýbyggður. Árið 1910 var opnuð símstöð í Hofsós og var hún í viðbyggingu norðan við prestbústaðinn og var presturinn ráðinn símstjóri. - Steini Pálu

Magnús
343

Maðurinn er Magnús (Einar) Jóhannsson, læknir, f 1874, fyrsti héraðslæknirinn með aðsetur í Hofsós. Um aldamótin 1900 voru sett ný lög um skiptingu Skagafjarðar í tvö læknisheröð og var Magnús skipaður læknir í Hofsóslæknishéraði. Magnús lét byggja sér hús á Hofsósbökkum 1901 og kallaði Bjarg. Húsið var hér áður kallað gamla læknishúsið og stóð nokkurn veginn á horni Túngötu og Suðurbrautar en það brann árið 1947 og hafði þá verið breytt í hótel. Nýja læknishúsið sem enn stendur var byggt 1946 og flutti Guðjón Klemenzson læknir í það nýbyggt með fjölskyldu sinni þegar þau komu í Hofsós. - Steini Pálu

Fólkið
344

Ártúnar systur á stóra sviðinu í gamla barnaskólanum

Fólkið
345
Fólkið
346

Erum við ekki að tala um að þetta séu Jón í Lindarbrekku og Matti málari eins og hann var oftast kallaður.

Mynd bqnovdxn
350

Söngfélagið Harpan

Mynd bqnovdxn
351
Fólkið
353

Margrét Guðmundsdóttir (Magga á Brekku) og Pétur á Þangstöðum

Mynd bqnovdxn
354

Harpan

Mynd zpui55ga
358
Mynd zpui55ga
361

Ef það ætti að kjósa um mesta snilling allra tíma hérna í þorpinu á fengi Óli Láru mitt athvæði

Fólkið
362

Krakkarnir Ragga og Svönu í Lyngholti Hanni, Óli, Björgvin, Oddidóri og tvíburarnir Hulda og Hildur.

Fólkið
364

Skólaferðalag

Fólkið
368

Uppáklæddir flottar konur á sjó, gaman væri ef einhver gæti vitað um þessa mynd og eða hverjar konurnar eru og þessi eini karlmaður sem situr þarna með þeim, einnig sá er við stýrið stendur. Sjá ný ummæli hér að neðan.

Mynd gh93z3vg
369

(Þórey) Halldóra Jóhannsdóttir þessi mynd er tekin 1937

Fólkið
372

Hér má sjá póst og símstöðvarstjórann Þorstein Hjálmarsson með börnunum frá vinstri eru Páll, Gestur, Dóra, Maja Þorsteins og Pálubörn. Þarna er líka Magga Jóna dóttir Guðjóns sem hér var læknir.

Fólkið
373

Tilhugalífið í Flugumýri, HFH verbúð

Fólkið
374

Þessi mynd er tekin uppá Hofi á Höfðaströnd, þarna er Lauga Hallsdóttir með börnunum Garðari og Ásdísi Sveinsbörnum frá Vestmannaeyjum, myndin er tekin 1937

Fólkið
375

Ein lítil og brosmild á Kárastígnum

Fólkið
376

Þessi á ættir að rekja hingað í þorpið, myndin er tekin í einu togararallinu á Múlabergi, hún er starfsmaður hjá Hafró, Guðný og Sigursteinn í Skjaldbreið eru amma og afi hennar.

2022 376 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
377

Þessa mynd tók fermingarsystir mín Rósa Þorsteinsdóttir þegar hún var að vinna á símstöðinni þetta gæti verið 1976

1. maí
378

Það er gaman þegar fólk geymir til varðveislu allt sem á sögu með tengingu við gamla þorpinu, hér er eitt dæmi um slíkt. Þess má geta að Svanhildur Guðjónsdóttir á að hafa saumað í þennan fána.

Fólkið
379

Hér má sjá einn starfsmann Stuðlabergs

Fólkið
380

Upplyfting

Fólkið
381

Upplyfting Á þessari mynd má sjá mennina á bakvið raddirnar í þektum lögum Upplyftingar svo sem lögin Rabbabara Rúna og Traustur vinur.

Fólkið
384

Upplýfting

Fólkið
385

Það er ekki að ástæðulausu að jeppinn Bubba Magg er merktur á myndinni, Bubbi lánaði ungum drengju í þorpinu bílinn og svona leit hann út þegar honum var skilað, Valdimar Björnsson Valli í Bjarkalundi var listrænn og góður málari, þetta er sem sagt málað á bílinn af Valla, (Sigurbjörn Hofsós)

Fólki
386

Guðný Snorradóttir bekkjarsystir takk fyrir þessa frábæru mynd, það er vel til fundið að setja hana inn í dag þar sem 50 ár eru liðin síðan hún var tekin við Suðurbraut 19 eftir að Pála Pálsdóttir bauð þessum unglingabekk heim til þess að sjá beina útsendingu í sjónvarpi frá Vestmannaeyja gosinu 23. janúar 1973

Fólkið
389

Eitthver saga hlýtur að vera á bakvið þessa gjöf.

Fólkið
390

Baudi á góðri stund

Fólkið
392

Þorsteinn Þorsteinsson til gaman má geta þess að þetta er mynd nr. 701 í flokknum bæjarbúa.

Fólkið
393

Fisksalinn. Það er við hæfi að fermingar og skólabróðir minn sé á mynd nr. 700 í flokknum Bæjarbúar.

Fólkið
394

Gísli Einars ungi kaupfélagsstjórinn hjá KS

Fólkið
395

Björn á Grund og Bubba á Grund

Fólkið
396

Björn Þorgrímsson

Fólkið
397

Anna Jónsdóttir

Fólkið
398

Fanney Björk Björnsdóttir og Sigfús Stefánsson, Gísli Sveinsson bróursonur Siffa stendur fyrir aftan.

Fólkið
399

Guðrún og Þorgrímur í Hjarðarholti

Fólkið
400

Kristján Snorrason

Fólkið
402
Fólkið
403

Fisksalinn.

Fólkið
405

Alda Jóhannsdóttir

Fólkið
406

Börn Einars og Hermínu á Brekku, Jónas, Bjargey,Hermann, Berglind, Einar og Viðar.

Fólkið
408

Jóhanna Sigmundsdóttir / Jobba í Veðramóti með tvíbura Kristrúnar dóttur hennar á Helgafelli

Fólkið
409

Jóhannes Pálsson.

Fólkið
410

Óttar í Enni, Óli Láru, Jónas Tobbu, Mummi Stjána, Björn Björnsson Steini Stefáns og Grímsi í Hjarparholti.

Fólkið
412

Lára Árnadóttir og Guðrún Sigurðardóttir

Fólkið
413

Steinþór Jónsson / Steini í Grafargerði og Kristján Ágústsson

Fólkið
415

Lúðvík Bjarnason með dóttur sinni og dóttursyni

Fólkið
416

Lúðvík Bjarnason með dætrum sínum þeim Efu, Eydísi og Jenný

Fólkið
419

Einar Jóa, Hörður og Haraldur Þór við greftrun á Jóhanni Eiríkssyni.

Fólkið
420

Alda og Gísli Gíslason

Fólkið
422

þetta er tekið þegar leikskólinn var á Kárastíg 9

Fólkið
423

Alda Jóhannsdóttir

Fólkið
424

Einar Jóhannsson

Fólkið
427

Alda Jóhannsdóttir með soninn Harald sem nú býr í Enni

Fólkið
429

Matti málari eins og hann var ætíð kallaður Marteinn Sigmundsson.

Fólkið
430

Freyja og Villi Geirmunds.

Fólkið
431

Jóhann Eiríksson og Sigurlaug Einars þessi mynd er tekin á 70 ára afmælisdegi hann.

Fólkið
432
Fólkið
433
Fólkið
437

Ritara vantar gleggri upplýsingar um hverjir eru á myndinni. Kannski Birna Dýrfjörð, kannski ekki Þóranna Óskarsdóttir

Fólkið
440

Erna Geirmunsdóttir ásamt fjölda barna úr þorpinu.

Fólki
441

Vilhjálmur Sigurpálsson

442
Fólkið
443

Gamaldags heyskapur

Fólkið
444

Níels Björnsson, Elín og Einar Örn

Fólkið
445

Einar Jóhannssson og Snorri Friðriksson

Fólkið
446
Fólkið
447

Einar Jóhannsson með sennilega Hörpu systurdóttir sína

Fólkið
448

Fjölskyldan á Kárastíg 9 Sveinn, Sigurlaug, Erna, Hólmgeir, Einar og Orri

Fólkið
449

Frá sýningu á Jörundi hundadagakonungi í Höfðaborg.

Fólkið
450

Erna Geirmundsdóttir og Sigurlaug á Miklabæ

Fólkið
452

Þessi mynd er tekin áður en pósthúsið var lagt af, Einar Jóhannsson póstmeistari og Ásdís Garðarsdóttir.

Fólkið
453

Sistkynin Alda og Einar Jóhanns.

Fólkið
454

Fermingarbræðurnir Hólmgeir Einarsson og Steinn Guðmundsson

Fólkið
455
Fólkið
456

Gaua og Geirmundur Jónsson kaupfélagsstjóri með eitthvart barnabarnið

Fólkið
457

Erna Geirmundsdóttir, Hólmgeir og Einar Jóhannsson ? mep barnið

Fólkið
459

Erna sennilega með Orra eða Sigurlaugu

Fólkið
460

Alda og Lilli eða Bjössi Jóa, hvað haldið þið?

Fólkið
461

Fljótt á litið gætu þetta veriðKristín Björnsdóttir, Hulda Vilhjálmsdóttir Einar Einarsson og Bjarney Björnsdóttir.

Fólkið
462

Ragnheiður Erlendsdóttir og Erna Geirmundsdóttir ? með barnið.

Fólkið
463

Sveinn, Hólmgeir og Einar Örn Einarssynir

Mynd swtissv3
468
Mynd swtissv3
470

Skólaferðalag, hér eru tvö af 1958 árgangnum.

fólkið
471

Að sjálfsögðu er þessi tekin á tímum verbúðarinnar.

fólkið
473

Þessi er tekin á tímum verbúðarinnar Hólmfríður Guðmundsdóttir

Fólkið
475
fólkið
476

( Bíbí í Berlín ) Bjargey Kristjánsdóttir.

fólkið
477

Anna Sigmundsdóttir og Svanhildur Guðjónsdóttir

Fólkið
478

Matti málari Marteinn Sigmundsson og Jón Steinþórsson vinsamlega skrifið við ath. ef þetta er ekki Nonni Steinþórs.

Fólkið
479

Steinunn Ingavadóttir

Fólkið
480

Steina Ingva fær eld frá ?

Fólkið
483

Erna Geirmundsdóttir og Sigurlaug Ólafsdóttir frá Mikl

Fólkið
484

Húsfreyjan á Nýlendi

Fólkið
487

Herdís Fjelsteð, Ólöf Jónsdóttir,Hólmfríður Þórðardóttir, Agnes Gamalíusdóttir, Eygló, Dóra í Bræðraborg Márusdóttir, Pála Pálsdóttir, og Stefanía Jónsdóttir.

Fólkið
488

Friðbjörn Þórhallsson og Svanhildur Guðjónsdóttir, Svana er einnig á myndbandi hérna á síðunni.

Fólkið
489

Það er ekki úr vegi að þetta sé mynd sexhundraðasta myndin í flokknum Bæjarbúar, þarna er Einar Jóhannsson við fánastöngina. Þess má geta að afkomendur Jóa Eiríks og Sigurlaugar gáfu Hofsóskirkju hana til minningar um þau heiðurshjón.

Fólkið
491

Einar Örn Einarsson, Vilhjálmur Sigurpálsson og Þröstur Gunnarsson Geira á bakka.

Fólkið
492

Bræðurnir Björn og Þorvaldur Þórhallsynir

Fólkið
493

Hér er skíðagarpurinn Björn Þórhallsson.

Fólkið
494

Bjössi á Sælandi og Kútur á Berglandi, þetta eru þau nöfn sem þessir heiðursmenn voru alltaf kallaðir.

Fólkið
495

Þessi mynd er ein af svo mörgum gullmolum á þessari síðu, Alda innanvið afgreiðsluborðið í Shéll sjoppunni, Alda er að afgreiða einn pjakkinn frá Sælandi, þetta er vangasvipurinn á Bjössa, ef ekki verð ég vonandi leiðréttur í ummælum, sá sem er á bak við hann er sennilega Beii í Lyngholti, þessi sem er með derhúfuna er Óli Láru, einn af svo mörgum snillingum sem settu svip sinn á þorpið.

2022 495 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
496

Hversu dýrmætt er það fyrir okkur bæjarbúa að Hofsósingur.is haldi utan um myndir eins og þessa, það skrifar kannski einhver velunari síðunnar nöfnin á þessum pjökkum í ummælaum hér að neðan.

Fólkið
497

Með tilkomu þessara myndar tel ég að við höfum fangað myndir af öllum eða flestöllum þorpsbúum, fólki sem hér fæddist eða ólst upp. Ef þú njótandi síðunnar sérð að einhvern þorpsbúa vanti í safnið endilega látið vita hérna í umræðuna um síðuna. Þessi herramaður á myndinni er Sveinn Anton Stefánsson skipstjóri og útgerðarmaður frá Grænumýri Hofsósi.

Fólkið
498

Á þessari mynd er fjölskyldan úr Ásbyrgi á ferðalagi með sýslumanninum í Suður Múlasýslu eins og sjá má á bílnúmerunum K 130 jeppinn Bubba Magg og drossíunni sýslumannssins N1 ég held að síðueigandinn sé á þessari mynd fyrir miðju fyrir framan sýslumannsfrúna. Á myndinni eru Bubbi Magg og Bettý og flest ef ekki öll börn þeirra á samt Axeli Tuleníus sýslumanni og konu hans Áslaugu Kristjánsdóttir móður systir minni og tveggja dætra þeirra.

2022 498 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
499

Grænumýra frændur, Gísli Sveinsson með Brynjar afastrák og Sigfús Stefánsson vélstjóri.

Fólkið
500

Rarik. Nokkrir ofurhugar úr gamla þorpinu unnu við línubyggingar hjá Rarik í mörg ár, þessir þrír voru þar með taldir en þarna eru, Finnur, Sigurmon og Hólmgeir.

Fólkið
501

Ritari heldur að þetta séu tvö elstu börn Góu og Eysteins. Þórdís og Gunnar.

Fólkið
502

Svandís Þóroddsdóttir frá Jóngrund kölluð Góa á brekkunni eða Góa í Sunnuhvoli barnið er sennilega Þórsdís frumburður þeirra Góu og Eysteins Jónssonar

Fólkið
503

Hér má sjá Gígju Odds og fjölskylda hennar Gígja ólst upp úti á brekku húsið hét Jóngrund, börnin eru Ólöf vantar millinafn en hún var alltaf kölluð Olla Dís strákurinn er Guðmundur Árnason alltaf kallaður Muggur síðan er Kristín Dröfn og Árni Guðmundsson.

Fólkið
504

Þessar hetjur eru mættar í afmæli Hofsóshrepps eða sameinaðann Hofshrepp, allir hafa þeir fengið viðurkenningu eins og sjá má, fána með hreppsmerkinu fyrirmyndin af merki fánans er sótt í pakkhúsið. En strákarnir í þessu liði eru aftari röð frá vinstri: Þorsteinn Ólason, Pálmi Rögnvaldsson, Sigfús Ólafsson, Einar Einarsson, Jóhannes Sigmundsson og Sigmundur Guðmundsson. Fremri röð frá vinstri: Rúnar Gíslason, Gestur Þorsteinsson, Páll Þorsteinsson, Hólmgeir Einarsson, Björgvin Guðmundsson og Stefán Gunnarsson. Ártal væri vel þegið ef einhver á það í huga sér. einnig vona ég að rétt nöfn séu hjá mér á strákunum.

2022 504 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
505

Ég veit ekki hvort þessi stækkun hjálpi til við að bera kennsl á þetta fólk sem var í Barnastúkunni Sóley

Fólkið
506

Á Hofsósi var starfrækt barnastúka sem hét Barnastúkan Sóley nr. 93

Fólkið
507

Þegar ég stal þessari mynd af facbook síðu systrana frá Helgarfelli þá fór eins og eldur í sinu myndbirtingar frá tímabili verbúðarinnar, þetta eru svo sannarlegir Hofsósingar eða þær eru svo tengdar gamla þorpinu, mamma þeirra Kristrún dóttir Jobbu og Guðmundar í Veðramóti. Þau eru mörg barnabörn Jobbu og Guðmundar og gaman væri að fá myndir af þeim öllum og setja inn á þessa síðu. Þetta eru þær Ásta og Jóhanna Hjartar og Kristrúnardætur frá Helgarfelli.

Fólkið
508

Hafsteinn Lárusson Háleggsstöðum og Þórður Kristjánssson.

Fólkið
509

Hér er skálað fyrir nýju fyrirtæki.

Fólkið
510

Frá vígslu Skagaskeljar Villi vélstjóri Geirmundsson, Ófeigur Gestsson sveitarstjóri, Grétar Jakobsson og Steini Stebbu.

Fólkið
511

Sigurbjörg í Brekkukoti í bagrunna eru þeir Hafsteinn á Háleggsstöðum og Þórður Kristjánsson

Fólkið
512

Lúlli Bjarna, Gísli Kristjáns, Jói og Maggi frá Brekkukoti

Fólkið
513

Þessi mynd ætti kannski frekar að vera á síðunni Skín við sólu, annar þessara pilta er nú gamall bæjarbúi hérna úr þorpinu Þangstaðabóndinn Lárus Fjelsteð hann er hérna ungur að árum í sjómann við Tryggva frá Sauðá, saman voru þeir félagar á sjó saman á þessum árum.

Fólkið
515

Bryndís Óladóttir og þjónninn við vígslu Skagaskeljar Gústi / Jón Ágúst Björnsson

Fólkið
516

Gísli Kristjánsson framkvæmdarstjóri Hraðfrystihússin og Maggi í Brekkukoti. Myndin tekin við vígslun Skagaskeljar.

Fólki
517

Pálmi Rögg og Bjssi Nílla

Fólkið
518

Frá opnun / vígslun á Skagaskel hér eru mættar þær Hrefna Skagfjörð, Dagmar Þorvaldsdóttir og Unnur Ragnarsdóttir

Fólkið
520

Hér er 2 úr Óslandshlíðinni frá Brekkukoti og Marbæli, á svipnum á Palla Magg mætti halda að hann væri að tékka hvort nágranni hans myndi svelgjast á bollu drykknum þegar Skagaskel var opnað.

Fólkið
521

Björn Þórhallsson og Halldór Jónsson.

Fólkið
522

Vígsla Skagaskeljar Silla Páls. Uni Pétursson fyrrverandi skipstjóri á skelbátum Hafborgu SK 50 og framkvæmdarstjórinn Björn Níelsson.

Fólkið
523

Hér er Fljótamaður Egill frá Minnireykjum og Gísli dýralæknir sem var starfandi hérna á svæðinu bjó í Kirkjugötu 13 hérna í þorpinu.

Fólkið
524

Þorvaldur Óskarson á Sleitustöðum, Snorri Jóns mjólkurbílstjóri úr Ártúni og Jón Björn Sigurðsson skólabílstjóri frá Bræðraá.

Fólkið
525

Það væri gaman ef einhver bæri kennsl á þessa konu, þetta er alvöru barþónninn hellir bara uppá.

Fólkið
526

Unnur Ragnars, Steinunn Ingva, Þórdís Eysteins og Gurrý Gunnsa, þessi mynd er tekin þegar Skagaskel hóf starfsemi.

Fólkið
527

Núna fer Hofsósingur.is að yngja upp, svarhvítar myndir að víkja fyrir litmyndum og fólkið á myndunum ögn yngra en forfeður og formæður okkar.

Fólkið
528

Þessi mynd er tekin í skólaferðalagi, Skallagrímsgarður í Borgarnesi held ég. Á myndinni eru Edda í Gröf, Þórdís Friðbjörns og Anna Guðbrands, vonandi verður þetta leiðrétt ef ekki satt reynist.

Fólkið
529

Húskveðja Stefaníu á Melum. síðuritarinn kannast við Venna, Díu, Dedda, Helga á Melum Bjarna og Bjössa Bjarna í Hólakoti, endilega ef þið þekkið fólkið eða einhverja á myndinni. Umræðan hér að neðan.

2022 529 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
530

Gími var ekki bara bátasmiður hann var líka farsæll sjómaður af guðsnáð hér er hann í laxveið en ekki fylgdi sögunni hvar þetta er tekið.

Fólkið
532

Jón Steinþórsson að taka bensín hjá Shéll shjoppunni Jóhann Eiríksson stendur við bílinn ( so / þetta var alltaf orðatiltæki hjá Jóa )

Fólkið
533

Jóna á Bakka / Jóna Ebbu

2022 533 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
534

Steinunn Ingvadóttir

2022 534 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
535
Fólkið
536

Konan á myndinni er Jóna sem átti Jónubúð, búðin sem var í norður endanum á húsinu Hlíð þarna er hún ásamt Birni Jónssyni útgm. á milli þeirra er Ívar sonur þeirra. Í Jónubúð fékk maður fyrsta sælgætið sitt t.a.m. stóru Freyju karamellurnar. Jóna hét fullu nafni Jónína Ólöf Hermannsdóttir.

Fólkið
537

Hér er Ævar Ívarsson ungur en æfar drukknaði í Hornafjarðarósi þegar hann var að koma úr róðri en Ævar fluttist ungur austur á Höfn og stundaði þar sjósókn, það eru nokkrar myndir af Ævari í flokknum Bryggjan.

Fólkið
538

Það eru til svo margar skondnar sögur af þessum manni sem vert væri að ryfja upp og skrásetja þær á síðunni undir ritaðmál / sögur. Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé mynd af honum og mikið er ég búinn að leita, þetta er skóarinn Ívar Björnsson

Fólkið
539

Jón Guðmundsson / Nonni Gíma

Fólkið
540

Klara Konráðsdóttir er þessi gítarleikar, Klara bjó fyrstu búskaparárin úti á sandi en seinn byggðu þau hjón hún og Sveinn Jóhannsson Suðurbraut 5

Fólkið
541

Guðrún Vilhjálmsdóttir með tvo syni sína þá Baldvin og Hjört Sigurpálssyni.

Fólkið
542

Hér sjáum við Guðrúnu Vilhjálmsdóttir Prestfrú með 1. barnabarn þeirra hjóna, barnið er Þosteinn Páll Vilhjálmsson myndin er teki 1980

Fólkið
543

Þorgrímur Hermannsson / Gími

Fólkið
544

Ingibjörg Ívarsdóttir

Fólkið
545

Hermína Soffía Pétursdóttir / Tavsen

Fólkið
546

Jón, Toni, Gími, og Ingólfur.

2022 546 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
547

Ingólfur Sigmarsson Bræðraborg, Toni Jónsson Sólbakka, Þorgrímur Hermannsson / Gími og Jón Guðjónsson, til fróðleiks þá er þessi Jón bróðir Svönu Guðjóns.

2022 547 / 1079 Athugasemdir (2)
Fólkið
548

Vilhjálmur Guðmundsson í Háaskála

Fólkið
549

Jóhanna Sigmundsdóttir / Jobba

Fólkið
550

Hérna sést aðeins í Jobbu í Veðramóti hún er héna með dóttur sinni Kristrúnu og barnabörnum

Fólkið
551

Þetta eru meistararnir Jón Steinþórs, Björn Einarsson, Bragi Vilhjlmsson og Einar Jóa

2022 551 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
552

Rósa Sveins. móðir hennar frá Grundarlandi sem situr með barn sem Geirlaug á það vantar upplýsingar um hvað gamla konan heitir, en Gunna Lauga eins og hún var alltaf kölluð er þarna til hægri.

Fólkið
553

Er mín kynslóð tilbúin að sjá svona mynd, ég veit ekki hvort þið eru móttækileg fyrir fleyri svona minningum í myndum? vonandi viljið þið fleyri myndir eins og þessa. Á þessari mynd er Elín Hermannsdóttir Ella í Háaskála með tvö yngstu börn sín Braga og Ingibjörgu Vilhjálmsbörn.

Fólkið
554

Eftir ábendingu frá Gesti Þorsteinssyni í ummælum hér að neðan þá er þetta alls ekki Níels Hermannsson. Heldur er þetta Níels Níelsson og kallaður Brói Nílla. Svona til þess að halda minningum á lofti þá átti pabbi hans t.d. shjoppu sem var staðsett beint á móti kaupfélaginu norðan við símstöðina gömlu. Mikið væri gaman ef einhver á mynd af Nílla shjoppu til þess að setja ínn á síðuna.

Fólkið
555

Axel bóndi í Litlu-Brekku og Jónas Hálfdánarson frá Melum, orðatiltæki hjá Jónasi var oft og mikið notað / þú veir þú skilur svo nuddaði hann saman höndunum.

Fólkið
556

Svana Guðjóns og Friðbjörn Þórhallsson eflaust er þessi mynd tekin í eldriborgara ferð.

Fólkið
557

Ég veit ekki hvað fólk kom ekki í kvöldkaffi í Ásbyrgi hér eru Einar Jóa og Erna Geirmunds mætt í kaffispjall

Fólkið
558

Skáldið á Kárastígnum Hjalti Gíslason

Fólkið
559

Steini Stebbu Það eru örugglega til fjárgleggri menn en Steinn Guðmundsson

Fólkið
560

Fjölskyldan á Kárastíg 3 vonandi er ég ekki að klikka á þessu en þá fæ ég leiðréttingu í umræðudálknum hér að neðan. Börnin aftan við hjónin Rúnu og Frigga eru Margrét, ( Dúdda ) Marteinn, Snorri, Jón og Hafsteinn. Ég er að reyna með tilurð þessara síðu að gera sögu fólksins úr þorpinu skil með sögum og myndum fyrir þær kynslóðirnar sem á eftir okkur koma. Eitt er víst það hefur engin fjölskylda í þessu þorpi orðið fyrir öðrum eins harmleik en þá fórust bræðurnir Jón og Hafsteinn með Svaninum SK haustið 1959

2022 560 / 1079 Athugasemdir (1)
Fólkið
561

Rúna og Friggi á Kárastígnum.

2022 561 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
562

Þetta eru miklir og merkilegir félagar þeir Jói Kobba og Friggi Jóns

2021 562 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
563

Friðrik Jónsson hann bjó á Kárastíg 3 ég veit ekki hvort á að titla hann sem trillukarl eða útgerðamann, ég ritari síðunnar man vel eftir trillunni hans og einnig náði ég að vinna með Frigga í löndun upp úr Halldóri Sigurðssyni SK 3 ég held að ég hafi meira þvælst fyrir honum en hitt.

2021 563 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
564

Enn eitt kaffispjallið í Ásbyrgi hér eru þær Gurra á Höfða og Erna Geirmunds.

Fólkið
565

Allavegana er þessi tekin í Höfðaborg, gæti verið Kristín Snorradóttir.

Fólkið
567

Eldriborgaraferð Lilja á Hóli, Dóra í Bræðraborg, Guðný í Skjaldborg og Birna Dýrfjörð Vogum.

Fólkið
568

Falleg mynd af Dóru í Bræðraborg

Fólkið
569

Kaffispjall í Ásbyrgi hérna eru Ebba og Geiri mætt í kaffi, fyrir mér í minningunni voru flest kvöld svona í Ásbyrgi alltaf kvöldkaffi.

Fólkið
570

Kaffispjall í Ásbyrgi Einar Jóa og Friggi á Höfða mættir í kaffi.

Fólkið
571

Þessi og mamma áttu oft kaffispjall, hér er Sylvía Valgarðsdótti.

Fólkið
572

Hallsson frændi kátur.

Fólkið
573

Hér er Einar Hallsson kominn á dvalarheimili aldraða.

Fólkið
574

Þessi mynd er tekin í eldriborgaraferð. sr. Sigurpáll í forgrunni

Fólkið
575

Monsi kemur alltaf vel fyrir, það vantar bara að sjá hendurnar líka hann er örugglega í ullarvettlingum með tveim þumlum.

Fólkið
576

Dóra í Brðraborg og Svana Guðjóns

Fólkið
578

Kaffispjall við eldhúsborðið í Ásbyrgi Bettý, Bubba og Bjössi á Grund.

Fólkið
579

Þessi mynd er tekin á opnunardegi KASH. Kaupfélag Austur Skagfirðinga Hofsósi. Barnið sem horfir í myndavélina er Hanna Nílla, stúlkan sem er aftan við hana sá oft um að passa Hönnu þetta er Dísa Gunnar Sef. og Rósu Sveins. Sú sem er þarna að afgreiða inan við borðið er Margrét Friðriksdóttir alltaf kölluð Dúdda.

Fólkið
580

Pæjurnar í skólaferðalagi, (en ekki gulu tjöldin) þetta eru Þórdís Friðbjörns, Edda Ólafsdóttir og Anna Guðbrandsdóttir

Fólkið
581

Hérna er vinirnir Níels Hermannsson og Bússi í Bæ, lengst af bjó Bússi á Hellulandi

Fólkið
582

Hérna er verið að leggja í skólaferðalag, ég kem ekki fyrir mér hverjir eru að lesta rútuna Einar frá Veðramóti var bílstjóri hjá Búdda á Sleitustöðum þetta gæti verið hann og einn nemandi Pálmi Þórðar

Fólkið
583

Þessi mynd er tekin í skólaferðalagi 1900 og eitthvað nú bið ég þær Eddu í Gröf og Valbjörgu á Berglandi að sýna okkur myndirnar sem þær tóku í þessu skólaferðalagi á þessar myndavélar sem þær eru með.

2022 583 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
584

Vonandi fæ ég fleiri svona myndir þar sem æskan blómstrar. Þessi mynd er þvílík gersemi. Handboltalið okkar, árið er ? Umræðuglugginn undir myndunum skilar því vonandi, en þá var ekki spilað á dúk eða parketi, í liðinu eru; haldið ykkur nú í efri röð Guðrún Björnsdóttir, Valbjörg Fjólmundsdóttir,Hanna Níelsdóttir fyrir framan þær eru Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Steinunn sennilega barnabarn Nunnu og Björns í Bjarkalundi hún á að verið alin upp í Keflavík vonandi reddið þið mér, svo er einhver Margét kannski Magga Hönnu hver veit nema þið stelpurnar?

2022 584 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
585

Gaman að sjá Suðurbraut 3 hér er það í byggingu eða nýbyggt. á myndinni sést eigandinn Níels Hermannsson með Hönnu dóttur sína á handleggnum.

Bílar
586

Hér er einn gamall Willis þennan jeppa átti Níels Hermannsson. Þekkir einhver farþegan sem sést í glugga bílsins?

Fólkið
587

Ég held að það sé við hæfi að mynd nr. 500 í flokknum bæjarbúar sé af mömmu minni, hér er hún með Stebbu Jóns sennilega eru þær að fara eða koma úr eldriborgaraferð eða kannski eru þær að fara á djammið. Myndin verður ekki alltaf nr. 500 Þar sem allar myndir róterast og færast til í flokknum, þess vegna er gott að renna yfir flokkana annað slagið og sjá hvort þið hafið misst af einhverju, Dæmi er í Óslandshlíðar flokknum þar sem t.d. mynd af Óskari í Tumabrekku með hrút er mjög ofarlega.

Fólkið
588

Hversu dýrmætt er fyrir okkur að eiga svona minningar eins og þessa mynd, á myndinni eru Edda í Gröf, Sveinn Geirmundsson, Valbjörg Fjólmundsdóttir, Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Steini Óla og Pálmi Þórðar. Myndin er tekin á skólaballi 1965 Þegar síðu eigandinn fær sendar svona myndir leiðist honum ekki neitt.

2022 588 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
589

Eins og þið sjáið þá er alveg óborganlegt að hofsosingur.is fái senda svona mynd, þær segja svo mikla sögu bæði af fólki og umhverfinu hér er ein ættuð úr þorpinu, Auður Valdimarsdóttir, dóttir Valla Björns í Bjarkalundi. Esso shjoppan sést betur í flokknum Byggingar.

2022 589 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
590

Nunna og Björn í Bjarkalundi, Steinunn Ágústsdóttir og Björn Björnsson Björn var lengst af verkstjóri í Hraðfrystihúsinu, Hverjir eru með þeim á myndinni?

Fólkið
591

Jóhann ( Jobba í Veðramóti )

Fólkið
592

Þetta eru Staðarbjargar hjónin þau Helga Friðbjarnadóttir og Þórhallur Ástvaldsson

2022 592 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
593

Það er aldeilis hópur afkomendur Guðna og Jóhönnu í Nýjabæ

Fólkið
594

Sigmar Þorleifsson Gilsbakka. Sigmar var nágranni minn enda Gilsbakki ekki langt frá Ásbyrgi, eina minnig mín er að þegar við pjakkarnir vorum að heimsækja karlinn þá átti hann handsnúinn gramafón (plötuspilara) með stóru horni, ekki hátölurum það brakaði heilan helling enda þær fáu plötur sem hann átti rispaðar mjög.

2022 594 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
595

Kristjana Guðmundsson ung að árum Kristjana var eiginkona Sigmars í Gilsbakka, ég man ekki hvort hún átti dóttir en synirnir voru margir td. Bobbi, Ingólfur og Hjálmar Sigmarssynir.

2022 595 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
596

Sigurjón Óli Barðdal fóstri Heiðu Bolla og mamma hennar, amma Hönnu Kristínar, Sigurjóns Óla og Unnars Más, Sesselja Engilráð Guðnadóttir. Engilráð er svo fallegt nafn.

Fólkið
597

Hér er mynd af Ragnheiði Erlendsdóttur 5 ára. Heiða kenndi ensku þegar ég var í unglingaskóla Heiða var fínn kennari en síðueigandi lélegur nemandi. Heiða bjó lengst af á Suðurgötu 17 með Pétri Bolla bifreiðastjóra frá Felli.

Fólkið
598

Guðni í Nýjabæ, hér ar karlinn ungur að árum.

2022 598 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
599

Jóhanna í Nýjabæ.

2022 599 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
600

Þessi fallegu hjón bjuggu í Nýjabæ, Jóhanna og Guðni.

Fólkið
601

Hér eru afkomendur Guðna og Jóhönnu í Nýjabæ. Síðueigandi þekki Kidda á Grund ég man eftir Eddu kannski stendur hún næst honum, ef ekki væri gaman að fá ummæli með þessari mynd einnig nöfn allra á myndinni.

Fólkið
602

Hérna eru miklir vinir og félagar þeur Gulli í Tumabrekku og Gunni Geira.

2021 602 / 1079 Athugasemdir (0)
Fókið
603

Það er óhætt að hafa þessa líka í bæjarbúa flokkum eins og Sleitustaðar þar sem við eigum Begga Balda. þarna er hann keyrði rúturnar hjá Búdda á Sleitustöðum, gaman væri ef einhver þekkir konuna sem situr inn í rútunni og setja það í ummæli.

2019 603 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
604

Guðmundur nágranni minn í Veðramóti þegar ég átti heima í Ásbyrgi Guðmundur var maðurinn hennar Jobbu og áttu þau eitt barn Kristrúnu sem fluttist vestur að Helgafelli / Helgarfellssveit, Kristrún og maður hennar Hjörtur eignuðust mörg börn þannig að afkomendur Guðmundar og Jobbu eru ornir margir. Guðmundur er ættaður frá Tegi í Óslandshlíð.

Fólkið
605

Þórunn Snorradóttir.

Fólkið
606
Fólkið
607

Tekin í skólaferðalagi, Gunnar Heiðar og Jón Ingi.

Fólkið
608

Þórunn Snorradóttir og Eydís Lúðvíksdóttir, vonandi koma ummæli frá þeim sem þekkja til hvar myndin er tekin hvert er tilefnið fyrir þessum gítarleik.

Fólkið
609

Jón Inga á Miklabæ, Jónas Einars og Jökull í Glæsibæ.

Fólkið
610

Ferming aftari reð frá hægri Jónas Einarsson, Unnar Már Pétursson, Þorgrímur Ómar Unason, Anna Kristín Jónsdóttir. neðri frá hægri Jón Ágúst Björnsson, Gunnar Heiðar Gunnarsson og Guðbjörg Særún Björnsdóttir. Svo að sjálfsögðu sr.Sigurpáll Óskarson

Fólkið
611

Þetta á að vera Eyrún litla systir síðu eigandans.

Fólkið
612

Einar og Einar, Jóhannsson og Einarsson hérna eru þeir með Grettir að hífa Stuðlabergssteina sem fallið hafa í sjó.

Fólkið
613

Sígnabandið með söng og grín á sjómannadags skemmtun Finnur, Steinþór og Einar.

Fólkið
614

Best að fara varlega þegar nákvæmnin er í fyrirrúmi

Fólkið
615

Maggi Sig og Palli svifta hulunni af Lappanum

Fólkið
616

Þetta tókst fullkomlega að koma Lappanum í liti Svfí, enda fagmenn á bakvið verkið.

Fólkið
617

Bíddu átti þetta ekki að fara í lakkið? Einar og Palli flottir þarna.

Fólkið
618

Einar formaður tékkar á blöndunni á lakkinu sem fara skal á Lappann hjá Palla og Magga Sig.

Fólkið
619

Formaður Grettis kíkir í heimsókn á Pardur til að tékka á hvernig gangi.

Fólkið
620

Mikið lakk mengun var þannig að lýsa þurfti sprautaranum vel.

Fólkið
621

Palli Magg sprautar Lappann fyrir Grettir

Fólkið
622

Undirbúningur fyrir sprautun á Lappa bíl bjsv. Grettis

Fólki
623

Formaður björgunarsv. Grettis í stjórnstöð

Fólkið
624

Hvað nú Hedda, ætli hún hafi stigið ofaná hendina á sér ;)

Fólkið
625

Það vesta er að myndin er svolítið hreifð, (aðsend mynd) Það var líka mikill heiður að fá að taka þátt í að heiðra Friðvin Jónsson vélstjóra heiðurskrossi sjómanna, hann átti það svo sannarlega skilið.

Fólkið
626

Það var mikill heiður að fá að taka þátt í því að heiðra þennan mikla meistara Þorgrím Hermannsson sjómann og bátasmið með heiðurskrossi sjómanna.

Fólkið
627

Ómar Palla.

Fólkið
628

Mágkonurnar Dóra í Brekkukoti og Hedda.

Fólkið
629

Menn eru ekki neitt að fara undan stýri meðan blandað er, hér er Ómar Pálsson að blanda, kannski fyrir farþegana, kannski fyrir sig. Þetta hefur hann lært á Melstað :)

Fólkið
630

Hott hott á hesti gæti Silla verið að segja þegar Ómar er hafður fyrir hest.

Fólkið
631

Hér er stigin dans, Áshildur Öfjörð og Pétur Tavsen

Fólkið
632

Þessi mynd er tekin á sláturhúsi KS 1973 sú sem er að stála hnífinn er Salmína Tavsen sú sem er með henni er sennilega frá Hvalnesi á Skaga Búadóttir.

Fólkið
633

Það væri gaman ef einhver gæti sagt hvaða piltur er hérna á myndinni.

Fólkið
634

Jóna með afastrákinn sinn Trausta Gunnarsson

Fólkið
635

Jóna mamma Gunnars og Bergs Baldvinssona, þar kemur millinafnið á Gurrý Jónu afabarn þessara konu.

Fólkið
636

Baldi Gústa. þetta var mikill meistari. Og fyrir þá sem yngri eru þá er þetta pabbi Gunnsa og Begga Balda. Afi Gurrýar, Trausta og Gunnars Heiðars og svo frv. t.d. langafi Vignirs á Klaustri, Gunnars Freyrs og Bergnýar ásamt fleyri barnabörnum sem síðu eigandi veit ekki nöfn á, þannig tínist tíminn.

Fólkið
637

Kæja var yndislega og flott stelpa sem hvaddi okkur alltof fljótt.

Fólkið
638

Kæja Fjelsteð á jólum.

Fólkið
639

Annar töffari á sláturhúsi KS 1973 Halli Öldu

Fólkið
640

Mér sýnist að starfsmenn kaupfélagssins hafi verið áreittir í vinnunni, hér sækir einn kúnninn á manninn í kjötborðinu, fermingabróðir minn Hólmgeir Einarsson og Steini frændi minn Ólason eru þarna að gantast.

2022 640 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
641

Það er engin örtröð við kassann hjá Guðnýju í kaupfélaginu.

Fólkið
642

Kaupfélagið var með á boðstólunum bæði niðursagaðann frosinn fisk og frosið kjöt, Einar á Brekku vann lengi vel í kaupfélaginu og sá um að saga niður herlegheitin, bartatískan var inni á þessum árum eins og sjá má.

Fólkið
643

Það er margt merkilegt við þessa mynd, vöruúrval er mikið m.a. málverk uppstillt á einni súlunni, fólkið á myndinni eru starfsfólkið Steini Óla og Guðný Snorradóttir, kúnninn er Guðni Óskarson sennilega nýkominn í þorpið, nú vantar ártal, eitt annað merkilegt við myndin er þegar hún er stækkuð má sjá sambandsmerkið á innkaupapokanum sem Guðný heldur á.

Fólkið
644

Það er augljóst hver er á þessari mynd, kaupfélagsstjórinn Óli Lyng Óli Þorsteinsson er hér í eftirlitsferð um búðina. Svona fyrir unga fólkið sem á ættir hingað að rekja og sér þessa mynd má geta þess að Óli rak búð í Sigtúni búðin kallaðist Ólabúð.

2022 644 / 1079 Athugasemdir (1)
Fólkið
645

Því miður er þetta óskýrt, kannski er þetta Binna óla?

Fólkið
646

Það er vest að myndirnar sem teknar voru í þessari syrpu í kaupfélaginu komu ekki nógu vel eftir skönnun, gaman væri ef einhver gæti sagt til um á hvaða ári eða árum þessi mynd ásamt hinum sem fylgja þessara syrpu eru teknar. Það er allavegana mörg ár síðan Magga Hönnu flutti úr þorpinu, Magga Hönnu er elst barna Jóa Páls og Hönnu.

Fólkið
647

Einn af Pálu og Þorsteinskyninu, Broddi Þorsteinsson.

Fólkið
648

Aftur, afhverju Fljótamenn í þessum flokki, jú þessir voru í Lionsklúbbnum Höfða, hér er Siggi á Mói að dansa við dragdrottninguna Benna frá Stórureykjum á árshátíð Lionsmanna.

Fólkið
649

Hér er Kristján Björn Snorrason (tittur í túni eins og hann kallaði sig) að spila fyrir Lionsmenn á árshátíð þeirra.

Fólkið
650

Ein úr Höfðaborg. Fremst er Anna Jóna Snorradóttir sú sem er nánast í hvarfi við hana átta ég mig ekki á, síðan er bræðurnir Biggi og Steini Óla og Hólmfríður Guðmundsdóttir.

Fólkið
651

Hér eru þau ung og ástfangin Halla og Svanur.

Fólkið
652

Þessar skvísur unnu saman í kaupfélaginu og sennilega frystirhúsinu og víðar mér sýnist að þær hafi líka drukkið saman þær Guðný og Berta.

Fólkið
653

Stjáni í Túni við steikarapönnuna í Höfðaborg, þess utan held ég að Kristján hafi aldrei getað soðið vatn ;)

Fólkið
654

Fólk spyr sig afhverju mynd af fólki úr fljótum, jú þau Heiðrún og Símon frá Barði keypu hús í Austurgötunni en því miður fóru þau alltof snemma yfir móðuna miklu og dvöl þeirra stutt í Austurgötunni.

Fólkið
655

Tekið í Höfðaborg það segja gluggatjöldin, Palli Magg, Bjössi Jóa og Agnes Gamalíusardóttir (Agga)

Fólkið
656

Vonandi er ekki á neinn hallað þótt ég skrifi þennan texta, en þarna er vinur minn Óli Láru í flottu formi og kátur mjög, Það voru rosalega margir flottir og kynlegir kvistir hérna í þorpinu en í minni tíð var Óli flottastur svo flottur og í miklu uppáhaldi að hann átti herbergi hjá mér þegar ég bjó í Sætúni 11 + það að þegar Fiskiðjan kaupir bátinn Víking III frá Ísafirði fékk ég að ráða nafninu á hann auðvita fékk báturinn nafnið Ólafur Þorsteinsson SK 77 Það er mynd af þeim bát í flokknum útgerðin. Einnig er Magga í Ártúni þarna á myndinni.

Fólkið
657

Silla Páls. hér er hún með tveimur stúlkum sem ég á eftir að átta mig á hverjar eru, kannski er þessi í grænu peysunni frænka mín Rakel Pálmadóttir?

Fólkið
658

Skagaskel. Grétar Jakobsson Fjelsteð og Palli Magg. mig mynnir að Grétar hafi komið með þekkingu á því að vinna hörpudisk úr Stykkishóli.

Fólkið
659

Skagaskel. Björn Níelsson og Knútur sennilega er þetta byggingameistarinn sem byggði Skagaskel, Knútur hjá KTak á Sauðárkróki.

Fólkið
660

Skagaskel. Gísli Kristjánsson

Fólkið
661

Skagaskel. Steini Stebbu, Hafsteinn á Háleggstöðum og Steinun Ingvadóttir.

Fólkið
662

Skagaskel. Hedda, ?einhver óþekkt, Hrefna Skagfjörð og Unnur.

Fólkið
663

Skagaskel. Þarna eru Sigurmon Þórðarson og Herdís Fjelsteð (Moni og Hedda)

Fólkið
664

Skagaskel. Unnur Ragnarsdóttir og Guðrún Jóna Gunnarsdóttir (Gurrý Gunnsa)

Fólkið
665

Skagaskel. Jón Ágúst, Bjössi Nílla og Palli Magg.

Fólkið
666

Skagaskel. Það koma nokkrar myndir sem merktar eru Skagaskel í upphafi texta. Fyrir söguna úr gamla þorpinu er nauðsynlegt að gera henni skil. Myndirnar eru 9 stk. frá vígslu eða opnun Skagaskeljar hörpudiskvinnslu. Á þessari mynd eru mæðginin Unnur Ragnarsdóttir og Jón Ágúst Björnsson.

Fólkið
667

Æ hvað þetta er sætt, þó aldurinn sé ekki hár, þá er þetta enn sætara.

Fólkið
668

Kæja Fjelsteð og Kevin.

Fólkið
669

Mikið væri gott að vita hverjar eru á þessari mynd, ég hélt að þetta væri Didda frænka mín úr Bjarkalundi, kannski er þetta Anna Sigmunds, hvað heitir barnið?

Fólkið
670

Kevin heitir þessi hann bjó með Kæju Fjelsteð m.a. bjuggu þau um tíma í Sæbergi. Það er til fín saga þegar hann vann í girðingarvinnu með Jóni á Sólbakka. Kevin var breskur og bara enskumælandi en Jón á Sólbakka kunni ekkert í því tungumáli og talaði bara við piltinn á hreinni Íslensku, sagan: þeir eru að reka niður girðingastaur Jón hélt við staurinn en Kevin barði ofaná staurinn með stórri sleggju, þegar Jóni þótti staurin komin í passlega hæð setur hann hendina ofaná staurinn og segir þetta er nóg, orð sem bretinn skildi ekki, og líka of seit, bretinn var búinn að hefja sleggjuna á loft og á handabakinu á Jóni lenti sleggjan og hendin að sjálfsögu mölbrotnaði.

Mynd 8mpm0a78
671

Ég fer nærri um að þetta séu dætur Bjössa Jóa og Fjólmundar ( Kúts) á Berglandi, Bjarney og Íris.

Fólkið
672

Flott mynd af Bræðraborgar hjónunum Dóru og Ingólfi.

Mynd 8mpm0a78
673

Þessi mynd er tekin þegar þeir feðgar Konni og Lalli Fjelsteð bjuggu á Þangstöðum hér hleypir Kobbi einum fáknum. Gaman fyrir okkur eldri að sjá braggana, það er stækkun á þeim á Byggingar en er óskýr.

Fólkið
674

Jakop ( Sillu Kobbi ) eins og hann var alltaf kallaður, í bakgrunni má sjá ómúruð eða óklædd húsin Grund 1 og 2 á þessum tíma var Einar á Brekku sjúkrabílstjóri og sjúkrabíllinn hafður bara heima á hlaði ef vel er að gáð.

Fólkið
675

Lárus Fjelsteð á Jörp sinni þessi meri var í uppáhaldi hjá honum þegar hann bjó á Þangstöðum.

Fólkið
676

Rúna í Brekku, Hedda, Silla og Dóra í Brekkukoti.

Fólkið
677

Þessi hjón Hedda og Palli eru eins og Hollywood stjörnur.

Fólkið
678

Riddari götunnar Palli Magg með Kæju sem farþega.

Fólkið
679

Þórður á Stafshóli er heldur brosmildari með Palla Magg. en Sillu á annari mynd sem er hér í safninu. þessi mynd er úr afmæli Lofts á Melstað.

Fólkið
680

Þessir drengir unnu mikið saman í vegavinnunni í gamla daga, Gísli í Þúfum á vegheflinum og Geiri á Bakka vörubílstjóri.04.09.1927-20.06.2016 Gunnar Geir Gunnarsson fæddist 4. september 1927 að Enni í Unadal í Skagafirði. Foreldrar hans voru Gunnar Gunnarsson og Pálína Þorleifsdóttir. ,,Geiri, eins og hann var oftast kallaður, ólst upp á Hofsósi. Eiginkona Gunnars Geirs var Arnbjörg Jónsdóttir, Ebba ljósmóðir, fædd á Nesi í Flókadal. Árið 1952 byggðu þau sér hús að Kárastíg 15 á Hofsósi. Geiri var vörubílstjóri alla sína tíð og vann við vegagerð þ. á m. Siglufjarðarskarð, í Fljótum og þjónustaði bændur í Skagafirði með fjárflutninga, áburðardreifingu, malardreifingu og fleira. Þá vann hann einnig við efnisvinnslu og vegagerð víða um land. Árið 1985 fluttu Geiri og Ebba til Reykjavíkur, þar vann hann hjá verktakafyrirtækinu Veli og Skeljungi. Þá vann hann hjá sonum sínum við keyrslu til áttræðisaldurs." Gunnar og Ebba eignuðust þrjú börn.

Fólkið
681

Það er ekki spurning að þessi mynd lendi í flokknum Bæjarbúar þar sem lengst til hægri er Geiri á Bakka, með honum á myndinni eru Óttar í Enni og Gísli í Þúfum.

Fólkið
682

Palli Skugg, Steini Stebbu og Silla Páls öll komin í gírinn í a60 ára afmæli Lofts.

Mynd g4uputnz
683

Silla og stórbóndinn á Stafshóli þarna er hann nýrakaður og fínn, þessi mynd er tekin í 60 ára afmæli Lofts á Melstað.

Fólkið
684

Þessi mynd er tekin á tröppunum við Túngötu 4

Fólkið
685

Sigurmon Þórðarson / Monsó hefur haft sig til fyrir myndatökuna ;)

Fólkið
686

Ef vel er skoðað þá er þessi mynd tekin þegar HFH var á lífi, það sér á fluttningabílnum hann er merktur HFH þetta er bíll sem frystihúsið kaupir af Pétri Bolla móðurbróðir Bjössa í Felli sem er þarna all vígalegur í forgrunn með strákana sína Snæbjörn Hólm og Halldór. Ætli þetta sé ekki tekið þegar Bjössi og Didda bjuggu í Austurgötu 26 hér í bæ.

2019 686 / 1079 Athugasemdir (2)
Fólkið
687

Anton Þorleifsson / Þessi heiðursmaður bjó m.a. í Hvassafelli. Þar sem gamli kirjubekkurinn er í sneiðingnu sem liggur niður í Stað, þar var stigi kenntur við þennan karl, stiginn gekk undir nafninu Tonastiginn.

Fólkið
691

Hér er Palli Magg að veita forsetanum föðurlegt tiltal.

Fólkið
692

Forsetaheimsókn Dorrit og Ólafur, Palli, Hedda og Doddi

Fólkið
693

Þessi mynd kom á facbook, auðvita á að varðveita hana á þessari síðu.

Fólkið
694

Tunnuhlaup, Stóri Steinn sat fastur í tunnunni en Fúsi í Grænumýri / Sigfús Stefánsson kom honum til hjálpar og tróð honum í gegnum tunnuna.

2021 694 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
695

Hedda og Palli, mikið svakalega er Hedda góð í þessari íþrótt enda á heimavelli.

2021 695 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
696

Hér má vart sjá hvort Matti eða Diddý sé betri í tunnhlaupi, reynið að stækka myndina, gæti verið að Diddý sé að hlæja?

2021 696 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
697

Vigdís er sennilega með valkvíða á tertunum.

698

Veiluborðið í heimsókn Vigdísar

Fólkið
699

Bænahúsið í Gröf hefur verið heimsótt

Fólkið
701

Svaðaleg reið Svaðakvenna.

Fólkið
702

Við Höfðaborg, Stebbi á Arnarstöðum er eins og lífvörður Vigdísar.

Fólkið
706

Það hefði mátt mála Svalbarða fyrir þessa heimsókn.

Fólkið
707

Halldór sýslumaður fylgdi forsetanum, á myndinni eru hreppstjórahjónin Þóra og Jón einnig gamall fréttaritari frá ruv María Björk.

Fólkið
710

Forsetaheimsókn fr. Vigdís Finnboga tekur við blómum frá hreppsnefndinni barnið er eflaust einhver Sigurmonsdóttir

Fólkið
711

Jófríður Hauksdóttir, Erla Bjargmundsdóttir og Anna Jóna Snorradóttir

Fólkið
712

Anna Jóna Snorradóttir, Stefanía Jónsdóttir og Hólmfríður Guðmundsdóttir

Fólkið
713

K 15 flutningabíll KASH bifreiðastjóri Jón Kjartansson frá Sólbakka

Fólkið
715

Hanna Nílla. Básarnir voru vinsælir til leikja.

2021 715 / 1079 Athugasemdir (0)
Fílkið
716

Textinn á tjaldinu segir allt um þessa mynd.

Fólkið
717

Hér eru Lionsmenn sennilega að færa Heylsugæslunni eitthvað að gjöf, þarna eru þeir á samt Siggu hjúkku

Fólkið
718

Lion

Fólkið
719

Jón á Óslandi stjórnar sínum mönnum á einhverri upp á komu hjá Lion

Fólkið
720

Þetta er eflaust mynd frá Laion, Monsi og Tobbi á Krossi

Fólkið
722

Ein frá Jakob.

Fólkið
724

Ein af Brekkuni, Jakop var duglegur að mynda smáfólkið

skólaferðalag
725

Þessi mynd rifjar upp hversu leiðinlegt var að ganga frá á náttstað.

2012 725 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólki
726

Hanna ég fæ að geyma þessa hérna á síðunni, gaman væri að fá ártal.

skólaferð
727

Hér er Garðar skólastjóri í eftirlitsferð, sennilega að tákka á hvort strákarnir séu ekki í sínum tjöldum. Myndin er tekin á Þingvöllum.

2012 727 / 1079 Athugasemdir (0)
skólaferð
728

Alltaf mikill sjarmi af gömlu gulu tjöldunum, þetta er tekið í skólaferðalagi.

2012 728 / 1079 Athugasemdir (0)
skólaferð
729

Hér eru nemendur að taka saman tjöldin í skólaferðalagi

2012 729 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
730

Þarna eru þeir Palli Magg og Halli Öldu á heimavelli, sennilega er þetta göróttur drykkur

Fólkið
731
Fólkið
732
Fólkið
733

Gamli sveitastjórinn okkar Jón Guðmundsson og Halli Öldu klæðast sokkabuxum verandi í ullarvettlingum

Fólkið
734
Fólkið
735

Norræna skíðagöngumótið 1965 Mundi Stein og Sveinn á Grundarlandi í brautinni, Sveinn er hér með tunnustaf í annari hendinni, sennilega hefur hann ekki átt 2 skíðastafi

Fólkið
736

Hér er Margrét Guðmundsdóttir / Magga á Brekku á norræna skíðagöngumóti 1965

Æskan
737

Þessi mynd er frá árinu 1968 á myndinni eru Heba Stínu Björns, Sóley Barðadóttir og mig vantar nafnið á 3. barninu nafnið byrjar á El svo get ég ekki lesið skriftina aftan á myndinni, og hver á barnið?

Fólkið
739

3 af 4 Birkibeinum Björgvin, Nonni og Guðumundur Örn Guðmundsynir, það vantar þann elsta og yngsta, Simma og Steina. Ég tala nú ekki um systurnar Önnu Steinu og Hófý.

2021 739 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
740

Ég á oft í vandræðundum með að velja í hvaða flokk hver mynd á að vera, það er fólk á þessari mynd sem á fullt erindi í alla flokkana. Byrjum að setja hana í flokk bæjarbúa, jú eflaust á allt þetta fólk tengingu við þorpið. Þarna er fólk úr öllu nærumhverfinu Deildardal, Óslandshlíð, Höfðaströndinni, Fellshreppi, Sleitustöðum og svo Þorpararnir.

Fólkið
741

Þetta er svolítið merkileg mynd, eflaust eina myndin sem til er af öllum fermingargestum í einni og sömu veislunni. Myndin er tekin fyrir utan Suðurbraut 3 hús sem Níels Hermannsson byggði

2021 741 / 1079 Athugasemdir (2)
Fólkið
742

Frá vígslu kirjunnar 1960 það er gaman fyrir eigendur síðunnar að konan legst til vinstri er mamma og amma okkar feðga. Einnig sýnist okkr að bifreiðin á myndinni sé Fíatinn Jóns Ágústsonar

2021 742 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
743

Árgangur 1954 fermdur frá vinstri Salmína Tavsen, Hanna Níelsdóttir, Sr.Sigurpáll Óskarsson Björgvin Guðmundsson og Magnús Sigurbjörnssson. Mikið væri gaman að setja inn myndir af hverjum árgangi. Því miður þá vantar okkur slíkar myndir.

2021 743 / 1079 Athugasemdir (1)
Fólkið
744

Sennilega eru þetta Edda Ólafsdóttir frá Gröf, Þórdís Friðbjörnsdóttir og ? með hvort þetta sé Anna Guðbransdóttir Hólakoti eða einhver systranna frá Hólkoti. endilega leiðréttið þetta ef þið getið borið kenns á þetta. Sennilega er þessi mynd tekin í Skallagrímsgarði í Borgarnesi.

Fólkið
745

Björn Níelsson / Bjössi Nílla eins og hann er kallaður.

Fólkið
746

Níels Hermannsson. Við gömlu þorpararnir munum eftir Nílla shjoppunni sem var við hliðina á gamla pósthúsinu. Mikið væri gaman að fá mynd af shjoppunni hanns ef einhver á hana til.

Fólkið
747

Hermann Níelsson

Fólkið
748

Hér er Garðar skólastjóri að tékka á hvort allt sé ekki með feldu í tjaldbúðunum

2021 748 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
749

Garðar skólastjóri, myndin er tekin í skólaferðalagi til Þingvalla og Borgarness. Það muna flestir eftir Gulu og hvítutjöldunum allavegan þeir sem fæddir eru fyrir 1966

2021 749 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
750

Hópmynd úr skólaferðalagi, myndin er tekin á Þingvöllum eða í Skallagrímsgarði.

2021 750 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
751

Hermann og Björn Níelssynir

2021 751 / 1079 Athugasemdir (0)
Mynd yrxtnxnc
752
Fólkið
753

Ég er illa svikinn ef ekki er verið að spila brids, frá vinstri Snorri í Ártúni, sr. Sigurpáll, Kristján Björn, og Alda á Sleitustöðum.

Fólkið
754

Loftur á Melstað og Geiri á Bakka

2019 754 / 1079 Athugasemdir (0)
Þorrablót
755

Gísli Óskarsson / Gílsli í Þúfum, Svanahildur Guðjónsdóttir og Friðbjörn Þórhallsson

Fólkið
756

Hér má sjá Gunnar Baldvinsson / Gunnsa Balda. Berg Baldvinsson / Begga Balda. Jón Guðmundsson / Nonna Stebbu og á hestinum er Steinn Guðmundsson / Steini Stebbu mér sýnist á félaganum að hann sé farinn að dotta á hestinum, gangnapelinn sennilega búinn.

2017 756 / 1079 Athugasemdir (0)
Þorrablót
757

Gísli Óskarsson / Gísli í Þúfum. Geir Gunnarsson / Geiri á Bakka og Páll Magnússon / Palli Magg. Á svip Gísla og Palla þá er Geiri að segja eitthvað mjög fyndið.

Berlín
758

Hér má sjá Kristján Guðmundsson / Stjána í Berlín og ef þið stækkið myndina má sjá konu með hvíta svuntu, þetta var klæðnaður kvenna hvort sem er að ræða bædakonur eða vinnukonur. Einnig má sjá skúrinn sem hýsti rafstöðina í Berlín.

Fólkið
759

Þessi mynd er tekinn í skólaferðalagi af vini okkar Snorra heitnum Pálu. Þarna er Beggi Stebbu að komast á hippatímabilið. Páskagetraun veit einhver blómarósin er við hlið hanns?

Fólkið
760

Hér er verið að eiga við einhverja ótemju, nú er spurning hvort þetta sé mjólkurbíll frá Snorra í Ártúni eða flutningabíll frá Pétri Bolla, varla K15 kaupfélagsbíllinn.

Fólkið
761

Ég veit ekki hver er þarna á myndinni með Svenna á Sælandi.

Fólkið
762

Alltaf kátir og hressir þessir tveir Beiji og Beggi Balda

2008 762 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
763

Bragi Vill. Sissi Péturs. Bassi og Kjartan Ívars.

Æskan
764

Þessi mynd er tekin niður í Básum á henni eru ?

2010 764 / 1079 Athugasemdir (0)
Æskan
765
2010 765 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
766

Jón Stefánsson oftast kenndur við Hvamkot Þessi mynd er tekin við Sæland, það er ekkert farið að byggja við eða gera Kirkjugötuna.

2010 766 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
767

Hér er Gunnsi að ferja menn yfir Hofsá. Reipitog á sjómannadag

Fólkið
768

Rúnar Gísla og Villi Steingríms nágranni minn, hér er bara nokkuð skemtileg frásögn sem Villi er að ryfja upp fyrir Rúnar allavegana er Villi hressilegur.

Fólkið
769

Sennilega er þetta tekið á þorrablóti, Beii alltaf kátur, þarna er Agga og Elsa

Fólkið
770

Þessi frétta mynd úr Morgunblaðinu fer að verða gömul

Fólkið
772

Leifur á Miklabæ og Fríða Eyólfs.

Fólkið
773

Guðmundur Örn þetta er á dansleik í Höfðaborg

Fólkið
774

Einar Jóa og Sillu Kobbi

Fólkið
775

Silla Palla og Heddu.

Fólkið
776

Geiri á Bakka

Þorrablót
777

Þarna er ma. Uni og Jónas Tobbu.

Mynd 5urlg95l
778
2008 778 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
779

Þessi er tekin útí Berlín, þarna er Eiríkur faðir Jóa Eiríks en Jói rak Shéll bensínstöðina í gamla þorpinu okkar þarna er hann með konu sinni Ingunni frá Naustum, á myndinni eru þau með 2 af 4 sonum sínum. Þess má geta að Eiríkur var frá Krossstekk úr Mjóafirði. Ef rýnt er í myndina má sjá að á skiltuna á húsinu stendur BERLÍN 1904

2005 779 / 1079 Athugasemdir (0)
fólkið
780

Aftari röð frá vinstri: 1. Guðríður Jóhannsdóttir ( Gaua ) 2. Konkordía Sigmundsdóttir (Día á Melum,) 3. Sigurbjörg Tómasdóttir frá Felli, 4. Emma Hansen 5. Aðalbjörg Jónsdóttir (Ebba ) 6. Fjóla Ísfeld. 7. Anna á Sælandi. Fremri röð: frá vinstri 1. Anna Gunnlaugsdóttir 2. Efemía Jónsdóttir. 3. Guðný Ágústsdóttir 4. Konkortdía Rósmundsdóttir. 5. Elísabet Júlíusdóttir 6. Friðfríður Jóhannsdóttir. 7. Una Þ. Árnadóttir 8. Anna Bogadóttir 9. Helga Helgadóttir 10. Svava Antonsdóttir. 11. Sigurlaug Pálsdóttir frá Laufskálum.

2021 780 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
781

Þessi er tekin við eldhúsborðið í Ásbyrgi. Doddi, Geiri, Bubbi.

Fólkið
782

Þessi mynd er frá stofnfundi Nafar h/f 1969 frá vinstri Palli Pálu, Bjössi á Grund, Eyólfur Konráð þigmaður, Valgarð læknir, Þorkell Hjörleifsson og Þorsteinn Hjálmarsson

Æskan
784

Þessi mynd er tekin 1961 Guðný, Anna Jóna og Kristján

Feðgar
785

Mynd af okkur feðgum er númer 300 í þessum flokki bæjarbúa, þarna erum við á face time mynd símtali við að leggja lokahönd á 1. útgáfuna af þessari síðu. Takk Ægir þessi aðstoð verður seint greidd, það er ekki hægt að meta þessa hjálp.

Konráð
787

Áramótagleði Konráðs

2013 787 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
789

Það er ekki úr vegi að sýna þessa sem var aftan á útfaraskránni hjá Beia, þar sem fjöldi allur mynda er af Beia á þessari síðu. Þarna eru þau hjón hann og Elsa ung með sennilega tvö elstu börnin

sjórinn
790

Verðum við ekki að hafa þessa? þarna var síðueigandi að tékka trúnni og gá hvort hann gæti gengið á vatninu eins og kristur. Þessi mynd er tekinn suður á Matthildi. Matthildur er karfableiða suður á Reykjaneshrygg.

2017 790 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
791

Simmi og Hedda kannski þetta sé á þorrablóti

2019 791 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
793

Svona leit þessi hljómsveit út um tíma . Guðný, Beggi, Addý og Stjáni

2021 793 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
794

Hér er mamma Skafta á Nöf, og með henni eru systur Skafta.

Fólkið
795

Uni að fylgja gæslunni á loft, þarna var Uni á heimavelli bæo hann og gæslan sátt. Þarna er meistari Óli láru einnig.

Fólkið
796

Þarna eru forvitnir þorparar

Fólkið
797

Nunna Björns gaman væri að fá að vita við hvaða tækifæri þetta er tekið.

2021 797 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
798

Steinunn Ágústsdóttir Bjarkalundi

2021 798 / 1079 Athugasemdir (0)
Æskan
799

Það er vitað að Maggi Sig er einn af þessum pjökkum, þekkir einhver hina?

2021 799 / 1079 Athugasemdir (0)
unglygarnir
800

Veit einhver hver þessi erÐ kannski er þetta Lilla frænka

Fólkið
801

Þarna eru menn bara ungir og grannir

Fólkið
802

Þetta er ekki Gin eins og afi hanns Steinn Sigvalda var ginkeyptur fyrir

Fólkið
803

Á tímum línubygginga frá Andarkíl norður að Brú í Hrútafirði

Fólkið
804

Einn þreittur línumaður Beggi Stebbu

Fólkið
805

Svo breittist allt þegar menn flytja á mölina

unglingarnir
806

Svona var hippa tímabylið hjá gömlum þorpsbúum

Fólkið
807

Villi í saumavéla viðgerðum

Fólkið
808

Villi Geirmunds.

Fólkið
810

Upplýsingar eru fengnar úr niðjatali. Björn Björnsson, f. 17. jan. 1906 í Göngustaðakoti, Svarfaðardalshr., Eyf. Frystihússtjóri á Hofsósi. Björn gerðist nemi við Hólaskóla 1925 og útskrifaðist þaðan 1927, enn þar kveiknaði ást þeirra Steinunnar og Björns. Á sumrin voru þau Björn og Steinunn á ýmsum stöðum sem vinnufólk, til Hofsós komu þau um haustið 1928 og þar vinnur Björn sem verkamaður. Björn stofnar verkamannafélagið Ársæll um 1930 með Kristjáni Ágústssyni og Pétri frá Þangsstöðum, Björn var ritari félagsins. 1932 kaupa þeir Jón Ágústsson, mágur Björns trilluna Valbjörninn og róa á honum og salta fiskinn, þeir áttu líka árabát sem þei réru líka á. Ýmislegt vann Björn á með á vetrum við uppskipun og annað hjá Kaupfélagi Austur Skagfirðinga. 1940 seldu þeir Jón og Björn Valbjörninn. 12. júní 1940 réðist Björn sem frystihússtjóri hjá Kaupfélaginu. Björn var fyrsti frystihússtjóri hjá K.A.S.H., þá var farið að frysta fisk, Björn var líka alla tíð sláturhússtjóri. Björn sagaði fryst kjöt ofaní Hofsósingja og sveitina þar um kring, allt með handsög fyrstu árin. Björn var í þessum störfum í 31. ár, eftir það fór hann á skrifstofu hjá Frystihúsinu og sá um allt bókhald fyrir það í nokkur ár, þá var Björn orðin 75. ára og hætti þá d. 25.des.1998 á Sauárkróki.

2007 810 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
811

Sigmundur Baldvins.

Dansiball
813

Steina og Siggi í Bræðraborg

Vertíð
815

Hjalti Gísla

Vertíð
816

Hér má sjá Einar Jóa og Svein á Hugljótsstöðum, myndin er tekin á vertíð sennilega í Keflavík

Fólkið
818

Bjössi Jóa og Deddi

2017 818 / 1079 Athugasemdir (0)
Upplyfting
819

Hluti Upplyfringar um tíma Stjáni og Ingi

2007 819 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
820

Venni niður í Básum.

2008 820 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
821

Steini í Bæ.

2007 821 / 1079 Athugasemdir (1)
Fólkið
825

Stebba Jóns þarna er hún að snúast í kringum okkur krakkakvikindin á næstu mynd.

2017 825 / 1079 Athugasemdir (0)
réttir
826

Bjössi Jóa og Gunnsi á stóðhestaréttum.

2017 826 / 1079 Athugasemdir (0)
Ísbjörn
827

Þessi mynd er tekin í frægri Ísbjarnaferð með sjónvarpsmenn út í Haganesvík þegar ísbjörn kom þar á land, Bjössi í Langhúsum skaut dýrið, mikið gekk á við að koma fréttamyndum suður Ómar Ragnarsson festi flugvél í krapa á Höfðavatni þegar hann ætlaði að lenda á ísnum til þess að sækja myndir fyrir fréttastofu rúv.

Æskan
828

Öddi Stebbu og Óla í Grænumýri þarna var bara gaman.

Æskan
829

Þau vöru vel útbúin borgarbörnin þegar þau voru send í sveitina, Gísli hefur verið sendur með hjálm, enda var krívarpið vinsælt að heimsækja úti á flóa

Æskan
830

Það hefur verið dásamlegt fyrir borgarbörnin að koma norður á sumrin í gamla þorpið til afa og ömmu í Grænumýri, ér er Ólöf Sveinsdóttir

Æskan
831

Gísli Sveins

Æskan
832

Úti leikir, allt var svo gott og gaman á þessum árum og erfitt að fá börnin inn á kvöldin, hér er Guðmundur Örn Birkibeini að reyna við 0,70 cm. í hástökki tilþryfin engu lík.

Æskan
833

Hér eru krakkarnir að leik í leggjabúinu í Grænumýri

Fólkið
834

Hér er Stebbi að fara heim í kaffi úr beinaverksmiðjunni enda stutt að fara.

Fólkið
835

Stefán í Grænumýri

Fólkið
836

Hér er frú Ólöf í Grænumýri

snillingur
837

Hér svífur ungmannfélags andinn yfir vötnum

snillingur
838

Halli Öldu

2006 838 / 1079 Athugasemdir (0)
snillingur
839

Haukur Ingólfs

2007 839 / 1079 Athugasemdir (0)
snillingur
840

Marteinn Sigmundsson / Matti í Árbakka oft var hann kenndur við Árbakka

2007 840 / 1079 Athugasemdir (0)
snillingur
841

Anna / Anna fína var hún kölluð

snillingur
842

Einar Halls

Dansiball
845

Hér er Anna Sigmunds að taka létt spor. skagfirska sveiflan

Þorrablót
846

Það er bara stuð, Dóra, Sigga og Steina

Þorrablót
847

Garðar og Gunna á þorrablóti frú Guðrún sneiðir hákarlinn bara sis svona.

Þorrablót
848

Feðgarnir að hita upp fyrir þorrablót, Björn og Siggi í Bjarkalundi

Dansiball
850

Hér er ansi þétt í hringdansinum

Afmæli
852

Steini Stef, Lára Árna og Jónas á Melum

2006 852 / 1079 Athugasemdir (0)
Kárastígur
853

Hér er ein veislan þessi er eflaust tekin á Kárastíg 13

2007 853 / 1079 Athugasemdir (0)
skólaferðalag
854

Allavegana þekkist Bassi Ívars á þessari mynd.

2010 854 / 1079 Athugasemdir (0)
skólaferðalag
855

Sennilega er þetta á Laugum frekar en í Reykholti ? kennslanefndin kemst að því.

2010 855 / 1079 Athugasemdir (2)
skólaferðalag
856

Hofsósingar í skólaferðalagi Þetta er gamalt og öll tjöld hvít.

2010 856 / 1079 Athugasemdir (1)
Ártún
857

Sveinn Jóhanns heldur hér utan um Rúnu og Laugu.

Ártún
858

Friðrik Jóns, Guðrún Sigurðardóttir, barn og Lauga Halls

Ártún
860

Geirmundur í Grafagerði Ókunnugur, systrunum Pálu og Önnu

réttir
861

Frændur og bræður. / Stebbi, Steini og Svenni

Æskan
862

Þessi mynd er tekin niður á Hvammkotseyrum, Stína og Didda Björns ásamt Maju Þorsteinsd.

réttir
863

Sölvi og Steini í Berlín

réttir
864

Alltaf gaman í réttum Beggi Balda var alltaf kátur á gangnadegi. frá vinstri eru Óskar á Skuggabjörgum, Bergur Baldvinsson, Hartmann í Brekkukoti og Þorgrímur í Hjarðarholti

kerlingarnar
865

Systurnar í Brautarholti Jóna og Margrét Þorleifsdætur. Magga Sen leigði hjá þeim. (Takk Svenn.) góð ábending.

Æskan
866

Utanbæjarliðið / utan við ána hérna er ungt fólk frá Bræraborg, Byrkihlíð, Ásbyrgi og Lyngholti. Lilla og Anna Steinun voru oft að passa litla orminn úr Ásbyrgi, gaman væri að fá að vita hver stóri strákurinn er á myndinn sá sem ekki er á reiðhjóli.

mennirnir
867

Óli Láru þekkist hvar sem er.

Æskan
868

Heiða í Nýjabæ

Æskan
869

Hér eru allavegana Gylfi og Elvar + hver ?

2008 869 / 1079 Athugasemdir (0)
Æskan
872

Hér eru ungmenni Hofsóss niður í Básum á góðviðrisdegi

Afmæli
874

Kátt á hjalla, nú vantar fleyri nöfn.

Vertíð
875

Myndin er tekin í Keflavík, Fríða að hengja þvott út á snúrur, er hún ekki í svonefndum Hagkaupsslopp?

göngur
876

Fáum árum seinna.

Ritning
877

Hér er Halli að fara með ritninguna Góði Guð gefðu mér gott að borða

Vertíð
879

Hemmi Ellu, Gísli Kristjáns og Jónas Tobbu.

Bryggjan
881

Konan með slæðuna er örugglega Silla á Þönglabakka, Sigmundur Baldvinsson var oftast með hvíta derhúfu á þessum árum þannig að það er örugglega hann sem horfir í myndavélina, þessi lengst til vinstri er óþekktur þegar þetta er sett inn. vinsamlegast berið kennsl á hann.

2021 881 / 1079 Athugasemdir (0)
Brekkan
884

Jakob Símonarson smiður, Hús sem hann m.a. byggði var Sunnuhvoll Goðmunduhús

Brekkan
885

Bjargey á Brekku

Brekkan
886

Einar á Brekku

Brekkan
887

Einar á Brekku

2019 887 / 1079 Athugasemdir (0)
Brekkan
888

Bjargmundur

Berlín
889

Steini í Berlín / Þorsteinn Kristjánsson

2019 889 / 1079 Athugasemdir (0)
Æskan
890

Stefanía og Indriði

Lyngholt
892

Tvíburarnir í Lyngholti Hulda og Hildur

Æskan
894

Úti á Brekku

Brekkan
895

Kristbjörg Pétursdóttir / Bubba

2019 895 / 1079 Athugasemdir (0)
Braut 1
896

Það er létt yfir þeim Þórði og Hrefnu

2021 896 / 1079 Athugasemdir (0)
Þorpið
897

Þetta er Hólmfríður Ármannsdóttir, ( Fríða Gauju )

2021 897 / 1079 Athugasemdir (0)
veisla
901

Á þessari mynd eru eins og segir í commentinu hér að neðan. Jói Páls, Raggi og Svana í Lyngholti. Guðrún Ágústdóttir og stúlkan sem er í forgrunni er Manna Hönnu eins og hún var alltaf kölluð. Til gamans má geta þess að Ragnar og Svana byrjuðu sinn búskap í kjallaranum í Ásbyrgi.

2021 901 / 1079 Athugasemdir (0)
skólinn
904

Gæti verið Hanna Nílla

Æskan
905

Þessi er eflaust tekinn einhvern sjómannadginn

Sunnuhvoll
906

Hér er Bubbi Magg í einhverri framkvæmd í Sunnuhvoli / Goðmunduhús.

Afmæli
907

Þessi mynd er tekin í afmæli út á Kárastíg ca 19

Hvað gamall temur
908

Jói Kobba og ?

sjórinn
909

Villi vélstjóri Geirmundsson

sjórinn
910

Bragi Vill.

Nöf
911

Skafti á Nöf.

Nöf
912

Þessi mynd er tekin af Skafta Stefánsyni ( Skafti á Nöf ) Skafti var fæddur í Málmey en var útgerðarmaður hér og síldarverkandi á Siglufirði. Togarinn okkar Skafti SK 3 er skírður í höfuðið á honum.

Fólkið
913

Hér er mynd af Manna,

konur
914

Gaman væri ef einhver gæti sent mér af hvaða tilefni þessi mynd sé tekin, einnig bera kenns á þessar konur, þarna má allavegana sjá sennilega Sigurlínu á Hofi, Effu, Pálu, Díu á Melum og fl.og fl.

2021 914 / 1079 Athugasemdir (0)
Mæðgin
915

Svona var þetta bara börnin höfð með á planið, hérna er Klara með Rabba og hann hafur í forsælu ekki mátti hann sólbrenna, svo segir hann.

Æskan
917

Bræðurnir Lilli og Rabbi Klöru. Það hefur komið snemma inn að vera með sítt að aftan.

skólaferðalag
918

Unglingarnir í skólaferðalagi

skólaferðalag
920

Hér er eflaust Einar Mannskaði, Kúskur í dag 2021 og Pálmi Þórðar.

skólaslit
921

Á nikkunni er Stjáni í Ártúni og föngulegur hópur stúlkna, mig vantar nokkur nöfn en þarna má sjá Möggu Hönnu, Hönnu Nílla, Valbjörgu, fljótastelpurnar Lindu Haralds og Gyðu í Haganesi og fl og fl. nöfnum verður bætt við þegar upplýsingar berast. vinsamlega sendið mér skilaboð.

skólaslit
922

Hvað ætli Beggi Stebbu sé að flytja? kannski er hann að glugga í einkunnirnar sínar.

skólaslit
923

Hér vantar hjálp með nöfn á piltunum

Vertíð
924

Hér er Hjalti örugglega að hripa niður góða vísu

Vertíð
925

Jón Steinþórs. ? hver, Gísli Kristjáns og Kiddi í Bræðraborg

Vertíð
926

Siggi Björns, Bragi Vill og Gísli Kristjáns

Dansleikur
927

Steina Ingva og Gísli Kristjáns

sjómannadagur
929

Hér eru mögnuð tilþryf hjá Kalla Bergmann í pokahlaupi.

2009 929 / 1079 Athugasemdir (0)
sjómannadagur
930

Mikil keppni í tunnuhlaupi hér má sjá Matta og Diddý í sitthvoru liðinu.

sjómannadagur
931

Hér er Beii að þræða nál í naglaboðhlaupi

sjómannadagur
934

Tunnuhlaup var ein keppnisgreinin á sjómannadaginn Nonni í tunnunni.

sjómannadagur
935

Menn gáfu allt í reipitogið, hér er Nonni Stebbu á kaðlinum og gefur ekker eftir.

sjómannadagur
937

Það var mikil keppni milli landmanna og sjómanna í gamladaga og þá var reipitogið alltaf yfir ána, Gussi Balda var oft fenginn til þess að dæma hvort liðið hefði betur þarna stendur hann upp á traktornum og gefur merki.

Rarik gamli
938

Ekki man síðu eigandi hvar þessi er tekin en eflaust á þeim tíma þegar kappinn var hjá Rarik gamla, allavegana er Jón Mannskaði þarna og bíllinn Monsa

Bretinn
939

Hér er nokkrir vaskir Hofsósingar sem ætluðu í stríð við Breta útaf landhelgisdeilu, frá vistri, Sveinn Jóhanns, Jonas Tobbu, Bubbi Magg, Gunnsi Balda, Óli Láru, Gími og Sigurbjörn Tobbu.

Heiðrað
940

Þessi mynd er tekinn þegar Einar Jóa var heiðraður af Slysavarnafélagi Íslands.

2014 940 / 1079 Athugasemdir (0)
Heiðrað
941

Hér er síðu eigandinn með tveimur eðal sjómönnum, Hjalta og Nonna Gíma, þarna var verið að heiðra þá með heiðurskrossi á sjómannadag fyrir vel unnin störf.

Staðurinn
942

Hallfríður og Vilhelm Baldurshaga með börnin sín. Þarna má sjá son þeirra sem seinna varð prestur í Vatnsfirði sr. Baldur mesti húmoristi allra presta á Íslandi.

Staðurinn
943

Anna Jónsdóttir og Þorbjörg Pálmadóttir

Æskan
944

Á þessar mynd er Maggi Sigurbjörnsson í Ásbyrgi, bátinn smíðaði Sissi Péturs, svona til fróðleiks leigðu Ásta og Pétur foreldrar Sissa neðri hæðina í Ásbyrgi. Pétur var vélstjóri í frystihúsinu.

Kaupfélagið
945

Hér er Stína Björns að afgreiða Stjána í Berlín í kaupfélaginu.

Kaupfélagið
946

Þessi er tekin við mjólkurkælinn í kaupfélaginu, starfsstúlkurnar á myndinni eru Stína Börns og Helga Friðbjörns

Kaupfélagið
947

Hér eru menn að skoða vöruúrvalið í kaupfélaginu KASH hér má sjá Stebba Ásmunds og Frímann í Ártúni

Shéll
948

Þjónustan hjá shéll /Jóa Eiríks var alltaf eða oftast á persónulegu nótunum hér er þakkað fyrir viðskiptin með handarbandi á myndinni er Jói og kúnnin er Bettý og Bubbi á Landrovernum sem alltaf bar skráningarnúmerið K 130

Bakkinn
949

Geiri á góðum degi, ætli Pálína sé ekki upp á húddinu á Volvonum

2007 949 / 1079 Athugasemdir (0)
Bakkinn
950

Hér eru þeir feðgar að flytja Brautgröfu til Siglufjarðar Feðgarnir stofnuðu gröfyfyrirtæki með Nonna á Sleitustöðum sem þeir skírðu Lyftir

2007 950 / 1079 Athugasemdir (0)
Bakkinn
951

Einn úr bílaflota Bakkafeðga

2007 951 / 1079 Athugasemdir (0)
Bakkinn
952

Geiri og Ebba í skoðunarferð við Strákagöng

2007 952 / 1079 Athugasemdir (0)
Bakkinn
953

Geiri á Bakka á yngri árum

2007 953 / 1079 Athugasemdir (0)
Bakkinn
954

Geiri var með bílnúmerið K 200 á sínum flestum bílum hér er einn þeirra.

Bakkinn
955

Hér eru Bakkafeðgar í vörufluttningum til Siglufjarðar ásamt einhverjum Siglfirðingi.

Bakkinn
956

Hluti af bílaflota Bakka feðga.

Bakkinn
957

Yngri feðgarnir Geiri og Gunni Geira

Bakkinn
958

Feðgarnir Gunnar gamli og Geiri. Gunnar að koma með mjólkurflöskuna úr fjárhúsunum ( fjósahverfinu )

Vegavinna
959

Svavar á Molastöðum, Geiri á Bakka og Sölvi Jóns ( Siglufjarðarvegur )

Vegavinna
960

Geiri á Bakka og Matti í Árbakka ( Siglufjarðarvegur )

Dansiball
963

Kristrún í Veðramóti í félagsheimils kjallaranum

Dansiball
965

Ææ Deddi og einhver framlá.

Dansiball
966

Bassi Ívars og Siggi í Bræðraborg

Þorrablót
968

Geirmundur kaupfélagsstjóri og frú

Dansiball
969

Póstmeistarinn í góðum hópi kvenna.

Dansiball
970

Bjössi á Sælandi og Dóri á Hofi í stuði

Frúnnar
971

Dóra í Bræðraborg, Magga Þorgríms frá Hjarðarholti og senniglega Gaua konan Geirmundar í Grafagerði

Kjallarinn í Höfðaborg
973

Gísli Kristjáns, Óttar í Enni, Raggi Odds og Þórður Kristjáns

Æskan
974

Snorri og Jón Geirmunds

Æskan
975

Snorri Pálu og Steinþór Viðar

Manni
976

Mannaverkstæðið sem brann sést hér vel í bakgrunni

Knattspyrna
977

Fótboltalið á sjómannadag 1965 myndin framkvölluð 1966 frá vinstri Villi, Beii, Einar, Bassi, Bragi og Jónas krýpur. Í bakgrunni myndarinnar má sjá Mannaverkstæðið sem brann síðar.

Knattsp.
978

Lið Blöndhlíðinga og Pálmi R.

Knattspyrna
981

Aftari röð, Bjössi Jóa, Bragi Vill, Palli Pálu, Gísli Kristjáns og í fremri eru Fúsi í Gröf, Tommi í Hjarðarholti, Jón Steinþ. Nonni Gíma og Bjössi Nílla.

Frændur
982

Frændurnir Björgvin Stebbu og Sveinn á Sælandi

2010 982 / 1079 Athugasemdir (0)
Sæland
983

Friggi á Sælandi ga,mli handavinnukennarinn.

2010 983 / 1079 Athugasemdir (0)
Stóra Brekka
984

Magnús afi eiganda heimasíðunnar Hofsósingur.is

2019 984 / 1079 Athugasemdir (0)
Sunnuhvoll
985

Goðmunda Jónsdóttir amma eiganda síðunnar Hofsósingur.is

2019 985 / 1079 Athugasemdir (0)
Hliðstöplarnir frægu
992

á myndinni eru syskynin Maja og Gestur Þorsteins ennig læknisdóttirin Magga Jóna.

Kaupfélagið
993

stungið saman nefjum í kaupfélaginu

2020 993 / 1079 Athugasemdir (0)
Handboltaleikur
995

Hér er ekki leikið á parketi eða dúk, nei hér var bara spilað á grasi

Handboltalið Höfðstrendings
997

Takk fyrir hjálpina Þórdís. En þessi mynd er tekin eftir leik við Siglfirðinga 1966 eða 67 leikurinn fór þannig ;) Á myndinni eru frá vinstri í efriröð. Anna Pála Þorsteinsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Ingimundur Ingimundarsson þjálfari, Fanney Friðbjörnsdóttir, og Anna Steina Guðmundsdóttir. Í neðri röð frá vinstri eru. Helga Friðbjörnsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Kristbjörg Óladóttir og Sigríður Garðarsdóttir.

Húnaver
998

Þorbjörn, Magga og Halli á útihátíð

2009 998 / 1079 Athugasemdir (0)
Húnaver
999

Unglingarnir úr gamla þorpinu á útihátíð í Húnaveri

Húnaver
1000

Guðmundur Örn og Stjáni Óla í Húnaveri

1000 / 1079 Athugasemdir (0)
Feðgar
1001

Bjarki og Árni Bjarka

1001 / 1079 Athugasemdir (0)
Íslandsmet
1002

Bettý, Svana og Dísa á Melstað sauma stæðsta Íslenska fánann sem saumaður hefur verið

1002 / 1079 Athugasemdir (0)
Á Þorrablóti
1003

Matti og Jóna á Bakkanum

1003 / 1079 Athugasemdir (0)
Shéll
1005

Steina Ingva við afgreiðslu hjá Jóa Eiríks

1005 / 1079 Athugasemdir (0)
Shéll
1006

Alda Jóa fyrir utan shéll sjoppuna

1006 / 1079 Athugasemdir (0)
Æskan
1007

Hér er Heiða Erlends að passa Sigma í Birkihlíð

2017 1007 / 1079 Athugasemdir (0)
Shéll
1008

Palli Pálu, Óli Láru, Bjössi Bjarna og Lilli Jóa fyrir utan Shéll shjoppuna

2017 1008 / 1079 Athugasemdir (0)
Shéll
1009

Kindurnar leituðu líka í shjoppuna Leiðilega hreyfð mynd en þarna sést hversu stutt var á milli bensínstöðva í þorpinu Shéll og Esso

1009 / 1079 Athugasemdir (1)
Shéll
1010

Jói Eiríks með afastrákana Hödda, Halla og Hólmgeir

1010 / 1079 Athugasemdir (0)
Fólkið
1011

Hér er Jói Páls eflaust uppá sitt besta ungur og sprækjur, en Jói hefur alltaf verið dugnaðarforkur.

2021 1011 / 1079 Athugasemdir (0)
Gími
1012

Þorgrímur Hermannsson fór nokkrar svokallaðar menningaferðir austur á land og hafði nokkra vaska pilta með í för Snorri í Ártúni var ökumaður.

1012 / 1079 Athugasemdir (0)
Á vertíð
1016

Þessi mynd er teki á vetravertíð á myndinni eru Haukur Ingólfs, Hafsteinn Friðriks. Bjössi á Grund. Og bræðurnir Venni og Matta í Árbakka.

1016 / 1079 Athugasemdir (0)
Braggar
1017

Þessi mynd af miklum meistara er tekin vestan við áburðarbraggana járnsmiðurinn Stebbi Ásmunds. sjá sögur og vísur á heimasíðunni hofsósingur.is

2007 1017 / 1079 Athugasemdir (0)
Heiðursmennirnir
1018

Hér eru miklir höfðingjar Stebbi Ásmunds, Dóri á Hofi og Steinn Sigvalda

1018 / 1079 Athugasemdir (0)
Ásbyrgi
1019

Bubbi rafvirkjameistari og frumburðurinn í Ásbyrgi

1019 / 1079 Athugasemdir (0)
Kór
1020

Hér er karlakórinn Þrestir stjórnandi var Páll á Þrastarstöðum

1020 / 1079 Athugasemdir (0)
Brekkan
1025

Kobbi og Gígja á Brekkunni

1025 / 1079 Athugasemdir (0)
Bubbi
1027

Bubbi Magg og jeppinn góði K 130

2009 1027 / 1079 Athugasemdir (0)
Mynd 30
1028

Það er efitt að bera kennsl á allan þennan hóp, þessi mynd er tekin í skólaferðalagi mig vantar ártal. Nonni á Sleitustöðum sagði mér að bílstjórinn sem er á þaki bílssins sé Elli Kristinns, ég hélt að bílstjórinn væri Jón á Sólbakka þar sem þetta er kaupfélagsbíllinn K 15 en á hann var sett boddý til fólksfluttninga. Hjalti Gísla er þarna í einum glugganum einnig þekki ég Gígju Odds á Brekkunni og Guðrúnu Árný úr Sunnuhvoli í hópnum. Fyrir nokkrum árum lagði ég í rannsóknarvinnu fyrir Gunna í Stóragerði til þess að finna hverjir eru á myndinni, vonandi er það til á safninu.

1028 / 1079 Athugasemdir (0)
Mynd 29
1029

Þessi mynd er tekin við Skjaldborg á 70 ára afmæli Halldóru. Á myndinni eru Níels og Ebba ( Hrefna ) Þorsteinn og Pála, Páll og Halldóra , Sveinn Jóhanns. Ármann og Gaua

1029 / 1079 Athugasemdir (0)
Reipitog
1031

þetta er eflaust fyrsta mynd sem til er af reipitogi í gamla þorpinu.

1031 / 1079 Athugasemdir (0)
Mynd 21
1034
1034 / 1079 Athugasemdir (0)
BÚR
1035

Hér er fréttamynd úr Mogganum þegar Snorri Friðriks tekur við nýjum togara hjá BÚR

1035 / 1079 Athugasemdir (0)
Dasiball
1037

Gísli og Kiddi

1037 / 1079 Athugasemdir (0)
Ferðalag
1041

Svana í Lyngholti með Bubbu á háhesti

1041 / 1079 Athugasemdir (0)
Ferðalag
1042
1042 / 1079 Athugasemdir (0)
Ferðalag
1044

kvennfélags eða frystihúskonur á ferðalagi

2006 1044 / 1079 Athugasemdir (0)
Ferðalag
1045

Día á Melum og Dóra í skemmtiferð um Skagafjörð

1045 / 1079 Athugasemdir (0)
unglyngur
1046

sennilega Geiri á Bakka á fermingardaginn

2007 1046 / 1079 Athugasemdir (0)
Shéll
1047

Jón Steinþórs og Jói Eiríks

1047 / 1079 Athugasemdir (0)
Upplyfting
1050

Hluti Upplyftingar á ferð fyrir vestan

1050 / 1079 Athugasemdir (0)
Unglyngarnir
1051

Biggi Óla og Snorri Pálu

1051 / 1079 Athugasemdir (0)
Æskan
1056
1056 / 1079 Athugasemdir (0)
Æskan
1057
1057 / 1079 Athugasemdir (0)
Æskan
1058
1058 / 1079 Athugasemdir (0)
Kaupfélagið
1059

Steini í Grafargerði og Bjössi Þórhalls.

1059 / 1079 Athugasemdir (0)
Kárastígur
1060

Jói Kobba

1060 / 1079 Athugasemdir (0)
Smiðir
1061

Austurgata 16 í smíðum Matti og Pálmi

1061 / 1079 Athugasemdir (0)
Vegavinna
1062

Gummi að finna fjölina sína.

1062 / 1079 Athugasemdir (0)
Frændur
1063

Biggi og Stjáni Óla. og frændinn úr Bröttuhlíð Kristján Birnu

1063 / 1079 Athugasemdir (0)
Shéll shjoppan
1064

Halli við afgreiðslu

1064 / 1079 Athugasemdir (0)
Göngur
1065

Beggi Balda. Magga Gunnsa og Gísli í Þúfum.

1065 / 1079 Athugasemdir (0)
Reipitog
1066

Sjómenn í reipitogi við landmenn, sjá má Hafstein og Nonna Gíma

1066 / 1079 Athugasemdir (0)
Reipitog
1067

Jón í Lindarbrekku, Eggert í Brautarholti, Bjargmundur, Ingólfur og Bobbi.

1067 / 1079 Athugasemdir (0)
Reipitog
1068

Bjössi á Grund, Hemmi í Háaskála, Mummi Stjána Nonni Gíma og Hafsteinn Friðriksson.

1068 / 1079 Athugasemdir (0)
Kór
1069
1069 / 1079 Athugasemdir (0)
K 15
1070

Hér er Jón á Sólbakka á kaupfélagsbílum K 15

1070 / 1079 Athugasemdir (0)
Vertíð
1071

Gústi Jóhanns á vertíð

1071 / 1079 Athugasemdir (0)
Leiksýning
1072
1072 / 1079 Athugasemdir (0)
Bubbi Magg og Stjáni í Berlín
1073

Hérna eru þeir Sigurbjörn Magnússon rafvirkjameistari og Kristján Guðmundsson frá Berlín.

2008 1073 / 1079 Athugasemdir (0)
Oddur og Dóri
1074

Bræðurnir Oddur á Brekkunni og Dóri á Hofi Dóri var oft kenndur við Hof, enda var hann ráðsmaður á þeim bæ um tíma, Dóri drukknaði í Hofsóshöfn eftir að hafa fallið milli skips og bryggju.

1074 / 1079 Athugasemdir (0)
Félagarnir Barði Steinþórs og Óli Láru
1075

Hérna er þeir félagar á vertíð í Keflavík og augljóst að Óli er kominn í gírinn og í spariskóna, ætli stefnan sé ekki á ball í Stapann

1075 / 1079 Athugasemdir (0)
Dansiball
1076

Hér má sjá Sigga Björns og Mumma Stjána leika fyrir dansi

1076 / 1079 Athugasemdir (0)
Æskufélagar
1077

Beggi Stebbu og Óli í Lyngholti

1077 / 1079 Athugasemdir (0)

1079 myndir skoðaðar

Takk fyrir að skoða Bæjarbúar

Skoða aðra flokka