Pósturinn

Klukkan er 09.15 á sunnudagsmorgni sem er ekki svo snemmt nema eftir dansleik í Miðgarði, þá kemur pósturinn í Suðurbraut 5 við unglingarnir höfðum verið á balli í Miðgarði og einn af okkur var Rafn Sveinsson / Rabbi Klöru. Seint aðfaranótt sunnudags komum við heim af ballinu allir góðglaðir og sumir meira en aðrir þar á meðal Rabbi. Kl.09.15 eins og áður hefur komið fram var barið að dyrum á Suðurbraut 5 Klara kemur til dyra og sér ungan dreng með póstpoka á öxlinni á tröppunum hann spyr um Rabba sem var að sjálfsögðu sofandi, illa gekk Klöru að vekja piltinn, en að lokum dröslast hann frammúr og kemur til dyra lítur þá póstburðar strákurinn ofaní pokann og sér að það er enginn póstur merktur hvorki Rabba eða Klöru og segir með sínum einfalda og saklausa svip ENGINN PÓSTUR.
Póstburðar drengurinn var Ingólfur Hauksson / Ingi Eyglóar.

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá

Segðu okkur frá fólkinu

Við viljum endilega fá að heyra sögur, fá myndir og efni um sem flest fólk sem hefur glætt líf okkar allra í gegnum áranna rás.

Sendu okkur efni á drangey@skagafjordur.net