Blindi hundurinn Dóra á Hofi
Dóri á Hofi átti hund, það væri ekki í frásögur færandi nema það að hund greyið var blindur. Dóri kom oft í kaffi í Sæland til Önnu og Frigga sem og á fleyri staði í þorpinu. Dag einn var Dóri staddur á Sælandi og mikið spjallað svo mikið að Bjössi þá smá gutti leiddist þetta, fór hann út að leika við hund ræfilinn, eitthvað teygðist úr samræðunum við kaffiborðið þannig að Bjössi gleymdist úti, þegar Anna fór að gá að Bjössa, sat hann á tröppunum með hundinn í fanginu og segir við hund greyið, elsku karlinn við erum báðir jafn rangeygðir.
Bæta við ummælum
Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.
Innskrá