Fæturnir á kúnni
Oddur á Brekku / Jóngrund var mikill meistari og hafði gaman af nágrönnum sínum. Oddur átti kú / belju en það vesta við belju greyið var að hún var mjög fótaveik og léleg til gangs. Magga á Brekku, mikill kvenskörungur og var nágranni Odds, var fótafráust kvenna hér í þorpinu. Létt á fæti og snör í snúningum. Dag einn var Magga að þramma eftir bakkanum og strunsaði mjög hratt framhjá Sunnuhvoli / Goðmunduhúsi. Þegar Oddi var litið upp og sá til Möggu varð honum að orði ,,Ja það vildi ég að fæturnir á henni Möggu væru komnir undir kúna mína"
Bæta við ummælum
Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.
Innskrá