Fæturnir á kúnni

Oddur á Brekku / Jóngrund var mikill meistari og hafði gaman af nágrönnum sínum. Oddur átti kú / belju en það vesta við belju greyið var að hún var mjög fótaveik og léleg til gangs. Magga á Brekku, mikill kvenskörungur og var nágranni Odds, var fótafráust kvenna hér í þorpinu. Létt á fæti og snör í snúningum. Dag einn var Magga að þramma eftir bakkanum og strunsaði mjög hratt framhjá Sunnuhvoli / Goðmunduhúsi. Þegar Oddi var litið upp og sá til Möggu varð honum að orði ,,Ja það vildi ég að fæturnir á henni Möggu væru komnir undir kúna mína"

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá

Segðu okkur frá fólkinu

Við viljum endilega fá að heyra sögur, fá myndir og efni um sem flest fólk sem hefur glætt líf okkar allra í gegnum áranna rás.

Sendu okkur efni á drangey@skagafjordur.net