Farðu til andskotanns
Sveinn Jóhannsson var útgerðarmaður hérna í gamla þorpinu. Hann byrjaði sinn búskap í veiðafæra og beitingaskúr út á Sandi en síðan byggir hann Suðurbraut 5 og flytur þangað með Klöru og tveimur af þremur sonum þeirra en sá yngsti fæðist á Suðurbraut.
Einar Halls, frændi söguritara, réri með Sveini til fjölda ára og var þeim vel til vina, en morgun einn verður þeim sundur orða rétt fyrir brottför í róðurinn sem endaði með því að Sveinn rak Einar og sagði honum að fara til andskotans. Einar bjó með Laugu systur sinni útí Laufási og eftir brottreksturinn fer Einar að sjálfsögðu heim og er heim var komið segir Lauga af hverju ert þú kominn Einar minn? Nú Sveinn rak mig og sagði mér að fara til andskotans. Til andskotans segir Lauga ,,og kemur þú þá til mín“.
Bæta við ummælum
Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.
Innskrá