Gáfurnar Dóra á Hóli
Við Gömlu þorpararnir og sveitungar hér austan vatna, jú öll þekktum við Dóra á Hóli. Dóri var ferskur og léttur karl og talaði hátt. Axel í Litlu-Brekku var hið mesta ljúfmenni og sagði aldrei stigðaryrði um einn né neinn. Ég veit ekki hvort Dóri var að láta reyna á ljúfmennið Axel hvort hann gæti sagt eitthvað ljótt um nágranna sina, svo fór að reynda á þolrifin hjá Axel þar sem Dóri var alltaf að biðja hann að semja um sig vísu, og hún mætti líka vera ljót.
Axel lét til neiðast og samdi vísu um Dóra, hún er svona:
Allvel Drottinn í þig bar,
aðrir minn fengu.
Því allar góðu gáfurnar
gerði þú að engu!
Bæta við ummælum
Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.
Innskrá