Himnastiginn

Hingað í gamla þorpið var ráðinn prestur fyrir mörgum árum, meðhjálpari var Jóhann Eiríksson, fyrir þá yngri þá var þetta afi Hólmgeirs og þeirra barna af Kárastíg 9.

Jói fór fyrir sóknarnefndinni til að taka á móti klerki, sýnir honum kirkjuna og prestbústaðinn. Presti leist alveg ljómandi vel á þetta allt saman en hafði á orði að stiginn upp úr kjallaranum var býsna brattur. Ekki var Jói lengi að kveða klerk í kútinn og segir ,,sooo en himnastiginn er nú brattari“. Við sem eldri erum munum eftir soooinu hjá Jóa.

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá

Segðu okkur frá fólkinu

Við viljum endilega fá að heyra sögur, fá myndir og efni um sem flest fólk sem hefur glætt líf okkar allra í gegnum áranna rás.

Sendu okkur efni á drangey@skagafjordur.net