Kafbáturinn
Hann er að hlaða:
Öll vitum við að kafbátar þurfa að koma upp á yfirborðið til þess að hlaða byrðar lofti á kúta til þess að vera tímunum saman neðan sjávar. Ef gamlir menn heyrðu að verið væri að hlað kæmi ekkert annað til greina nema hlað byssur. Björn Jónsson útgerðamaður hér í þorpinu var einn af þessum gömlu sem vissi ekki betur, þetta var á stríðsárunum þegar hann var í róðri úti á Skagagrunni með tveimur skipverjum þeim Ívari syni sínum og Bubba Magg, Bubbi var nefnilega á sjó áður en hann lærði rafvirkjun. Þegar félagarnir eru að draga línuna á Skagagrunninu kemur kafbátur upp á yfirborðið og mönnum bregður við, sérstaklega gamla manninum. Ívar vissi nú allt um kafbáta og segir ,,hann er að hlaða, hann er að hlaða‘‘ Þá verður gamla manninum að orði ,,ætlar hann að láta það detta á okkur‘‘ það var alltaf talað um að láta það detta þegar menn voru bæði að skjóta seli eða fugl.
Bæta við ummælum
Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.
Innskrá