Kartöflugarðurinn

Haust eitt átti Óli Láru erindi í kaupfélagið og átti meðal annars að kaupa kartöflur fyrir mömmu sína. Á þessum árum voru kartöflur ekki vigtaðar í plastpoka eins og nú er í 2 kg. poka, nei þeir sem fæddir eru fyrir 1968 í þessu þorpi muna eftir því þegar fólk afgreiddi sig sjálft úr stórum hvítum kartöflukass með rennu sem opnað var fyrir kartöflurnar sem runnu þá á vigtina. Að sjálfsögðu voru kartöflurnar seldar eftir vigt. Eitthvað voru kartöflurnar illa þvegnar þetta haustið og talsvert var af mold á þeim, eins og er á óþvegnum kartöflum. Þetta þótti þorpsbúum ekki gott, að vera kaupa vöru sem var 70 % kartöflur og 30% mold. Óli Láru bregður sér með skítugar kartöflurnar inn á skrifstofu til nafna síns Óla Lyng Kaupfélagsstjóra og spyr hvort ekki sé hægt að kaupa kartöflugarðinn sér.

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá

Segðu okkur frá fólkinu

Við viljum endilega fá að heyra sögur, fá myndir og efni um sem flest fólk sem hefur glætt líf okkar allra í gegnum áranna rás.

Sendu okkur efni á drangey@skagafjordur.net