Kauptu bíl
Sagan er af tveimur skipverjum á togaranum Skafta SK 3 Jónasi Tobbu og Kristjáni Óla.
Félagögunum, eins og öðrum skipverjum á Skafta, var ekið milli Hofsós og Sauðárkróks fystu árin eftir að Skafti er keyptur og alveg framundir sameiningu Nafar við ÚS. Rúnar Gíslason sá oftast um akstur áhafnarinnar á milli staða, en eftir sameiningu var breyting á skípsrúmum hjá Hofsósingunum, þeir dreifðust á hin skipin líka Drangey og Hegranesið. Nema lengi voru þeir áfram á Skafta þeir Jónas og Kristján en í sparnaðarskyni voru rútuferðirnar lagðar af og menn sáu sjálfir um að koma sér á milli. Ekki kom mönnum saman um að sameinast í bíl eða bíla og Jónas, sem var kokkur á Skafta, átti á þessum tíma flottan grænan Skoda en Kristján átti 6 cl. amerískan kagga Plymont. Þetta þóttu allavegana flottir bílar. En oft var Stjáni að tuða í Jónasi í hverjum túr að nú þurfi hann að fara að kaupa sér almennilegan bíl, hann ætti ekki að láta sjá sig á þessum Skoda. Kaupa bíl, kaupa bíl sagði Stjáni alltaf. En Jónas vildi aldrei láta menn eiga neitt inni hjá sér og var oft beinskeyttur í svörum. Eitt skiptið er þeir félagar voru að koma í land á Krók leggur Stjáni af stað á Plimmanum þar sem kokkurinn átti eftir að ganga frá kostlistanum áður en hann færi af stað. Segir ekkert af ferðum Jónasar fyrr en hann kemur út fyrir Gröf er hann ekur fram á Plymmann hjá Stjána. Stjáni stendur fyrir utan bílinn og veifar í Jónas að stoppa sem Jónas gerir og skrúfar niður rúðuna. Kristján segir að það sé eitthvað að Plymminn og biður Jónas að kippa í bílinn og draga hann út á Pardus. Jónas segir þá við Stjána ,,Bíddu þangað til kemur bíll", skrúfaði upp rúðuna og ók heim.
Bæta við ummælum
Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.
Innskrá