Kemur þú þá með Gin

Bubbi Magg var með fyrstu mönnum til að eignast bíl í þorpinu. Þetta var forláta jeppi með tréhúsi K 130, en Bubbi var náttúrulega fenginn til þess að keyra mönnum ef þurfa þótti. Kvöld eitt þá er hann að keyra gömulum félögum á kendirríi, mig minnir að í för hafi verið Stebba Ásmunds, Oddur á Brekku og Steinn Sigvalda. Steinn var eitthvað afundinn þetta kvöldið og vildi ekki þyggja sjúss hjá þeim félögum og segist vera hættur að drekka. Dregur þá rafvirkinn Ginflösku undan bílstjórasætinu og býður Steina. "Nei kemur þú með Gin" sagði Steinn, en þar með var bindindinu lokið hjá félaganum.

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá

Segðu okkur frá fólkinu

Við viljum endilega fá að heyra sögur, fá myndir og efni um sem flest fólk sem hefur glætt líf okkar allra í gegnum áranna rás.

Sendu okkur efni á drangey@skagafjordur.net