Kýrtussan

Í Gilsbakka bjó kona sem Fríða hét, hún átti kú sem hún þurfti að láta slátra, austan við Gilsbakka var fjós, við sem eldri erum munum eftir því. Jæja ekki gat Fríða slátrað beljuræflinum ein en út á brekkunni bjó Oddur í Jóngrund. Oddur var dugnaðarforkur og alltaf boðin og búinn til þess að hjálpa til í þorpinu ef þurfa þótti. Fríða leitaði að sjálfsögðu til Odds með að slátra kúnni, sem og hann gerði að sjálfsögðu, þegar Oddur er að verða búinn að hluta kúna í sundur og úrbeina það sem hirðanlegt var af beljunni. Sker þá Oddur kýrtussuna af beljuhræinu og segir við Fríðu að þetta sé nú það besta að kúnni og ekki væri það verra ef þetta lægi í súr í nokkrar vikur. Nema hvað um haustið þurfti Fríða á aðstoð við að ditta að fjósþakinu og auðvita var Oddur fenginn í verkið og það vannst vel, Fríða býður Oddi í mat eftir dagsverkið og það var vel útilátið hjá Fríðu hvað matinn varðar, en þegar Oddur stendur upp fá kvöldverðinum spyr Fríða ,, jæja Oddur minn og hvernig bragðaðist svo kýrtussan" Ekki segir hvernig viðbrögð Odds voru en Fríða vissi hversu hrekkjótur Oddur var og þegar hann hirti þennan hlut af beljunni ákvað hún þá að láta karlinn snæða herlegheitin þótt síðar væri.

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá

Segðu okkur frá fólkinu

Við viljum endilega fá að heyra sögur, fá myndir og efni um sem flest fólk sem hefur glætt líf okkar allra í gegnum áranna rás.

Sendu okkur efni á drangey@skagafjordur.net