Ort um Lúlla Bjarna

Þessar sendi Hjalti Gísla Lúlla Bjarna:

Ýmsar listir Lúlli kann
lífs í stræti þröngu.
Marga drjúgan drykkjumann
dró hann burt frá Möngu.


( Hjalti, Óli Láru og fleyri komu stundum í heimsókn til Margrétar Kristjáns og var þá oft glatt á hjalla.
Lúlli sá þá oft um að koma þeim heim.)

Önnur um Lúlla:

Reytir ull af rýru fé
rakin bullurokkur.
Lét mér fullum tál í té
téður drullusokkur.

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá

Segðu okkur frá fólkinu

Við viljum endilega fá að heyra sögur, fá myndir og efni um sem flest fólk sem hefur glætt líf okkar allra í gegnum áranna rás.

Sendu okkur efni á drangey@skagafjordur.net