Ort um Lúlla Bjarna
Þessar sendi Hjalti Gísla Lúlla Bjarna:
Ýmsar listir Lúlli kann
lífs í stræti þröngu.
Marga drjúgan drykkjumann
dró hann burt frá Möngu.
( Hjalti, Óli Láru og fleyri komu stundum í heimsókn til Margrétar Kristjáns og var þá oft glatt á hjalla.
Lúlli sá þá oft um að koma þeim heim.)
Önnur um Lúlla:
Reytir ull af rýru fé
rakin bullurokkur.
Lét mér fullum tál í té
téður drullusokkur.
Bæta við ummælum
Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.
Innskrá