Mikið sárnaði mér

Ein úr Árveri, Sumar eitt eins og mörg önnur voru bátar úr þorpinu á þorskanetum og lögðu upp aflan hjá Árversmönnum Hafdís SK var einn af þessum bátum sem var á netum þetta haustið, menn notuðu 6 tommu riðil í netin og af þeim sökum barst mikið af smáfiski í land sem var seint unnin og verðlítill, strákur nokkur úr Lyngholti var vinna í fiski þetta haust, en hann varð fyrir því óláni að handleggsbrotna þó ekki við vinnu. Valur Friðvinsson úr Árbakka kom út í Árver rétt eftir að guttinn brottnaði og spyr Óla og Jónas hvort þeir viti af hverju drengurinn hafi brotnað? Jónas verður fljótur til svars og segir ,,að hann hafi orðið undir fiski af Hafdísinni“ hvernig gat það gerst spurði stráksi, ja sagði Jónas fiskurinn bara fór útum sponsgatið á karinu og hann varð fyrir honum. Sponsgat er ca. 2 tommur. Bragi Vilhjálms átti Hafdísina og var skipstjóri á henni, Bragi var indælismaður og sagði ekki margt og aldrei stigðarorð um einn né neinn, seinna um haust var vertíðarlok og Bragi eins og aðrir fengu sér aðein í staupið í vertíðarlok, kaffistofan í Árveri var mikill samkomustaður þar komu menn saman og ræddu um það hvernig vertíðin hafi gengið, smáfiskaveiðin á bátunum bar þar á góma og að guttin í Lyngholti hafi brottnað við það að verða fyrir fiski af Hafdísinni ,, þá sárnaði mér sagði Bragi“

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá

Segðu okkur frá fólkinu

Við viljum endilega fá að heyra sögur, fá myndir og efni um sem flest fólk sem hefur glætt líf okkar allra í gegnum áranna rás.

Sendu okkur efni á drangey@skagafjordur.net