Pottraunir

Hér má sjá vísur sem Kristjbjörg Bjarnadóttir frá Liltu-Brekku sendi Sigurbirni rafvirkja í Hofsós.


Fékk á páskum fínan pott
fannst þá batna hagur
ástandið nú orðið gott
óðum hækkar dagur.

Hækkar sól og hlýna fer
hleðst nú á mig þvottur
illa grunsemd um það ber
ekki hitnar pottur.

Sigurbjörn hvað með létta lund
láttu bíða þvottinn
setja er ég enga stund
element í pottinn.

Líður sumar líður haust
læðist að mér grátur
á kola eldi efalaust
allt má sjóða slátur.

Mín er orðin æðsta þrá
ef að lofar drottinn
svona um jólin sjái þá
Sigurbjörn og pottinn.

Það er augljóst eins og sjá má í eftirfarandi erindi að bíða hefur þurft eftir rafvirkjum þá eins og nú.

Í illu skapi oft ég ráska
upp á sker rak vonarfley
sá ég jól og síðan páska
en Sigurbjörn og pottinn ei.

Sigurbjörn með sæta brá
setti heim með pottinn
lokin skal þá ljóðaskrá
lofaður sé drottinn.

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá

Segðu okkur frá fólkinu

Við viljum endilega fá að heyra sögur, fá myndir og efni um sem flest fólk sem hefur glætt líf okkar allra í gegnum áranna rás.

Sendu okkur efni á drangey@skagafjordur.net