Víxill

Hér kemur ein góð af snildar setningum frá Jónasi Tobbu. Hrólfur frá Felli var starfsmaður hjá Hamar og Sög byggingafyrirtæki sem Deddi á Melum rak hér á Hofsósi. Hrólfur lenti fyrir því óláni að handleggsbrotna og sagan fréttist út í saltfiskverkunina Árver, í einum kaffitímanum barst saga Hrólfs á góma og Óli Láru spyr hvað kom fyrir Hólf í Felli afhverju handleggsbrotnaði hann? Jónas var ekki lengi að svara í gríni eins og hann átti alltaf til. Það féll á hann víxill frá Dedda. Á þessum árum þekktist jú víst að fyrirtæki og einstaklingar voru með víxla í umferð.

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá

Segðu okkur frá fólkinu

Við viljum endilega fá að heyra sögur, fá myndir og efni um sem flest fólk sem hefur glætt líf okkar allra í gegnum áranna rás.

Sendu okkur efni á drangey@skagafjordur.net