Víxill
Hér kemur ein góð af snildar setningum frá Jónasi Tobbu. Hrólfur frá Felli var starfsmaður hjá Hamar og Sög byggingafyrirtæki sem Deddi á Melum rak hér á Hofsósi. Hrólfur lenti fyrir því óláni að handleggsbrotna og sagan fréttist út í saltfiskverkunina Árver, í einum kaffitímanum barst saga Hrólfs á góma og Óli Láru spyr hvað kom fyrir Hólf í Felli afhverju handleggsbrotnaði hann? Jónas var ekki lengi að svara í gríni eins og hann átti alltaf til. Það féll á hann víxill frá Dedda. Á þessum árum þekktist jú víst að fyrirtæki og einstaklingar voru með víxla í umferð.
Bæta við ummælum
Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.
Innskrá