Sagaði bátinn í tvennt

Sagaður í tvennt:

Sveinn Jóhannsson var útgerðamaður hérna í þorpinu, hann var öðrum mönnum fremri í því að gera þá hluti sem til þurfti til þess að fá sínu fram, fiskinn lagði hann upp hjá Kaupfélaginu, ekki gat fiskkaupandinn misst bát úr viðskiptum þar sem þeir voru ekki of margir og Sveinn dugnaðar forkur að sækja sjó og fiskaði vel. Sveini dettur í hug að nú væri tilefi til þess að lengja bátinn sinn svo hann bæri meiri afla og gengur á fund kaupfélagsstjóra og biður um lán fyrir efni í lenginguna á bátnum, auralítið var Kaupfélagið að sögn kaupfélagsstjóra og enga peninga að fá fyrir timbri í bátinn. Fer Sveinn þá heim að fundi loknum og sækir sér trésög fer út á fjöru og sagar bátinn í sundur,, bara sagar hann í tvent‘‘ Þar með var kaupfélagið búið að missa þann bát úr viðskiptum og ekki mátti þorpið við því. Nú endalokin á þessu upp á taki Sveins urðu þau að nóg virðist ver til af aurum í Kaupfélaginu ,efnið fékk Sveinn samstundis í bátinn og hann lengdur í hvelli. Já Sveinn kunni að bjarga sér.

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá

Segðu okkur frá fólkinu

Við viljum endilega fá að heyra sögur, fá myndir og efni um sem flest fólk sem hefur glætt líf okkar allra í gegnum áranna rás.

Sendu okkur efni á drangey@skagafjordur.net