Sjómannadagur

Jói Eiríks hélt eitt sinn sem oftar ræðu við hátíðarhöld sjómannadagssins hérna í gamla þorpinu, fjöldi bæjarbúa hlýddu á ræðuna í sjómannadags messunni þetta árið. Hófst hún á þessa leið:
,Góðir gestir, nú er sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um land allt. Vissulega hefur Ægir konungur fært okkur góðar gjafir á árinu, en við höfum þurft að færa honum miklar fórnir. Fljótt á litið telst mér til að annar hver maður hér inni hafi drukknað á árinu sem leið!"
Jú hér á árum áður voru miklir mannskaðar á sjó og Jói kom þessu rækilega til skila í þessari messu.

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá

Segðu okkur frá fólkinu

Við viljum endilega fá að heyra sögur, fá myndir og efni um sem flest fólk sem hefur glætt líf okkar allra í gegnum áranna rás.

Sendu okkur efni á drangey@skagafjordur.net