Snaran
Didda frá Litlu - Brekku átti gott með að setja saman vísur. Eitthvað hefur hún verið farin að bíða eftir rafvirkjanum þegar hún sendi Bubba Magg þessa:
Óhapp hefur átt sér stað
og inn í taflið spilar
konum illa kemur það
ef ketil snúran bilar.
Viltu ekki ljá mér lið
og lækna hennar kvilla
öðlast ég þá andans frið
og ákaft mun þig hylla
En ef þú sýnir enga dáð
ertu líkur þvöru
Næst ég sendi nælon þráð
sem nota máttu í snöru
Höfundur Kristbjörg Bjarnadóttir / Didda í Litlu-Brekku
Bæta við ummælum
Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.
Innskrá