Sviðakjamminn

Þá má alveg segja sögur af góðum mönnum sem róa á öðrum miðum eftir að jarðvist lýkur.

Þegar Uni og félagar voru að kaupa frambyggða stálbátinn sem hét Berghildur SI 137 en hann var skráður á Siglufirð. Uni mætti til Reykjavíkur með áhöfnina því það skyldi fiskað á heimleiðinni. Þetta er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að það drógst að ganga frá kaupunum og dvöldu þeir félagar á Hótel Esju meðan beðið var eftir því að geta haldið í róður. Dagar liðu hver af öðrum og mönnum var farið að leiðast vistin á hótelinu og þá brugðu þeir sér í bæinn og skoðuðu næturlífið í borginni nokkur kvöld í röð. Allir nema Bragi Vill hann var ekki mikið að fara út á lífið en þess í stað var hann alla daga og allar nætur upp á herbergi, það dugði honum bara að fá fleyg við og við, hann nefnilega drakk og sofnaði á víxl. Eitt skipið þegar þeir félagar voru að koma heim eftir eina bæjarferðina segir Uni við strákana við verðum að kaupa eitthvað handa Braga til þess að borða, þá hafði Bragi ekki farið í mat í 1 - 2 daga. Félagarnir fóru þá niður á BSÍ og keyptu sviðakjamma og færðu Braga, þarna var klukkan 5 að næturlagi. Bragi var skýjum ofar við að fá kjammann og segir þessa frábæru setningu ,,getur þú sagt mér eitt Uni hvort er þetta hádegismatur eða kvöldmatur"

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá

Segðu okkur frá fólkinu

Við viljum endilega fá að heyra sögur, fá myndir og efni um sem flest fólk sem hefur glætt líf okkar allra í gegnum áranna rás.

Sendu okkur efni á drangey@skagafjordur.net