Það stóð þannig á spori

Einar Halls var merkilegur karl og nokkuð sérstakur, mislyndur og nánast óútreiknanlegur. Sögumaður man hversu illa Einar var við það þegar þeir guttarnir voru að hlaupa yfir ána á þunnum ís niður við ósinn. Verst þótti honum það þegar þeir voru að hlaupa yfir ána á jökum sem voru að koma niður flúðirnar við brúna. Ef þeir hlýddu ekki reif hann leðurbeltið úr buxunum hjá sér og hljóp á eftir þeim og hótaði að berja þá ef þeir hættu ekki þessum glannaskap og auðvita tvístraðist hópurinn.

Einar bjó með Laugu systir sinni eins og við sem munum eftir þeim, dag einn var Einar að koma heim eftir rauðmagaróður úrillur og afundinn, strunsar hann inn ganginn í Laufási framhjá Laugu án þess að yrða á hana þar sem hún var að skúra ganginn. Einar stígur beint ofan í skúringafötuna hjá Laugu á leið sinni inn í herbergið sitt. Lauga segir eftir ósköpin af hverju stígur þú ofaní fötuna Einar minn? ,,Það stóð þannig á spori svaraði Einar‘‘

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá

Segðu okkur frá fólkinu

Við viljum endilega fá að heyra sögur, fá myndir og efni um sem flest fólk sem hefur glætt líf okkar allra í gegnum áranna rás.

Sendu okkur efni á drangey@skagafjordur.net