HOFSÓS - IN MEMORIAM - FLUTT Á ÞORRABLÓTI 1992

ENGINN FER AÐ FLÝJA BURT
FRÁ ÞVÍ SEM ÁÐUR VAR.
NÚ ERUM VIÐ AÐ ENDURREISA
ALDNAR BYGGINGAR.
EN VIÐ HEYRUM EKKI HÖNDLARANNA
HÖFÐINGLEGU RAUST,
NEITA ÞEIM SEM EKKI ÁTTU
INNI FRÁ Í HAUST.

TJÖRUBORNU BJÁLKAHÚSIN
BROTNUÐU FLEST Í MASK.
DANSKIR FÓRU AFTUR ÚT
MEÐ ALLT SITT HAFURTASK.
KAUPFÉLÖGIN KOMU HÉR
ÞÁ KÆTTUST MARGRA GEÐ.
ÞAU SÝNDUST MEIR EN SÆMILEG
SVONA TIL AÐ BYRJA MEÐ.

ÞÓ GAMLIR HÆTTIR BERIST BURT
ER BÆTT Í ÞEIRRA SKÖRÐ.
VIÐ HÖFUM EKKI HÖNDLAÐ BEINT
NEITT HIMNARÍKI Á JÖRÐ.
EN ÞAÐ MÁ HÚN MAJA EIGA
MANNI FINNST HÚN LÍTIÐ ÆST,
ÞÓ MENN SPYRJI ÞRÁSINNIS
UM ÞAÐ SEM EKKI FÆST.

PÁLMI FER MEÐ FJÁRMUNINA
FYRIR ÞIG OG MIG,
KENNITÖLU Á HANN ORÐIÐ
ÚT AF FYRIR SIG.
Í VERALDLEGUM VANDAMÁLUM
VEITIR HANN OKKUR LIÐ,
OG EF HANN ÞEGÐI ÞUNNU HLJÓÐI
ÞÁ BRYGÐI MÖRGUM VIÐ.

AÐ LIGGJA EINS OG LÚS VIÐ SAUM
ER LÍTIL GRÓÐAVON.
NÚ HEFUR ÞOKAST HELDUR UPP
HANN UNI PÉTURSSON.
HANN MIÐLAR STUNDUM ÖÐRUM AFLA
EFTIR GÖMLUM SIÐ,
OG TRILLUKARLA KLÖGUSKJÓÐUM
KEMUR ÞAÐ EKKI VIÐ.

NÚ ER ÁRVERS AFLINN TREGUR
AF HANN STUNDUM BAR.
EF AÐ MAÐUR MIÐAR VIÐ ÞAÐ
MAGN SEM ÁÐUR VAR.
HJALTI GAMLI GÍSLASON
SEM GEGNUM ÁR ÞAR VANN,
VILL EKKI TIL VANDALAUSRA
ÞEIR VERÐA AÐ FELLA HANN.

INN Í FRÆGUM DEILDARDAL
VAR DEILT UM RIÐU MEST.
ALLAR SKYLDU SKEPNURNAR
SKORNAR FYRIR REST.
BASSI Í VARNARVÍGLÍNUNNI
VÍGIN FREMSTU HLÓÐ.
EINS OG BJÖRN AÐ BAKI KÁRA
BÓNDINN ÓTTAR STÓÐ.

Í HAMSI MÖRGUM HITNAÐI
HÉR UM SVEITIRNAR.
EN ÞÆR DRÓGUST EKKI AÐ RÁÐI
EFTIRLEITIRNAR.
AÐ GERA SVO LÝÐNUM LÍKI
ER LÖNGU FULLKANNAÐ,
ENDA GUÐI ALMÁTTUGUM
EKKI TEKIST ÞAÐ.

RÉTT FYRIR UTAN HÖFÐAHÓLA
HANGIR LÓNKOTSMÖL.
ÞAR VAR ÁÐUR HÆGT AÐ HAFA
HEIMABRUGGAÐ ÖL.
Í ÞVÍ SEM Í ÖÐRUM MÁLUM
ENGINN SLÆR NÚ MET.
ÞAR SÝNIST ALLTAF SÚLDARLEGT
SÍÐAN TRYGGVI VAR OG HÉT.

NÚ ER LOFTUR LOKSINS ORÐINN
LÍTIÐ FYRIR NAUT.
EFTIR AÐ STÓRI STAFNSHÓLSBOLI
STANGAÐI HANN OG BRAUT.
ÞANNIG LAGAÐ VESEN VERÐUR
VARLA TALIÐ HAPP.
RIFIN BARA BRÁKUÐUST
EN BERANGURINN SLAPP.

MÖRGUM GENGUR HELDUR HÆGT
AÐ HALDA ÞESSUM STAÐ.
EN SÓLIN KEMUR ALLTAF UPP
Í AUSTRI FYRIR ÞAÐ.
Í VERULEIKANN VERÐUR EKKI
VANDI MINN AÐ SPÁ.
ÞAÐ ER FYRST Í FJARLÆGÐ
SEM FJÖLLIN VERÐA BLÁ.

Höfundur: Hjalti Gísla

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá

Segðu okkur frá fólkinu

Við viljum endilega fá að heyra sögur, fá myndir og efni um sem flest fólk sem hefur glætt líf okkar allra í gegnum áranna rás.

Sendu okkur efni á drangey@skagafjordur.net