Veran á Þerney

Jónas Tobbu var mjög orðheppinn maður og átti mörg gullkornin sem við eigum eftir að ryfja upp. Hér kemur ein stutt.

Steinn Pétursson / Brói Tása var sjómaður hérna í þorpinu einnig þvældist hann milli verstöðva víða um land eins og t.d. Vestmannaeyja. Sumum fannst hann vera laus við og skipta oft um skipsrúm. Vor eitt er hann laus og fór Brói þá að róa með Una bróður sínum á Þerney sem Uni átti með Árversmönnum Jónasi Tobbu, Óla Láru og Bassa Ívars.

Árversmenn áttu forláta Ferguson dráttarvél með kerru og hana notuðu þeir til þess að landa upp úr bátunum, þetta var ekkert nýtt hvorki vélin né kerran og dekkin undir kerrunni voru svo slitin að slangan í öðru dekkinu stóð út um eitt gatið sem var á því eins og æxli eða stór fótboltablaðra. Brói var eilíft að setja út á við Jónas sem oftast keyrði vélina að nú yrði hann að fara að kaupa ný dekk, það væri bara ekki sjón að sjá hann á þessu æki.

Jónasi var farið að leiðast þetta tuð í Bróa og sagði eitt sinn er hann var að hafa orð á þessu, svar jónasar var á þá leið ,, þetta endist veru þína á Þerney Brói minn“ Og viti menn dekkið var enn undir kerrrunni þegar Brói hætti á Þerney.

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá

Segðu okkur frá fólkinu

Við viljum endilega fá að heyra sögur, fá myndir og efni um sem flest fólk sem hefur glætt líf okkar allra í gegnum áranna rás.

Sendu okkur efni á drangey@skagafjordur.net