Vísa eftir Hjalta Gíslason

Það er ekki úr vegi að 1. vísan á þessari síðu sé eftir Hjalta Gíslason, og það skemmir heldur ekki að hún er ort í tilefni þess að undirritaður var að flytja Hörpuskel úr Blátindi SK 88 þar sem Hjalti var skipverji. Forsagan er sú að eigendurnir á bátnum voru að efast um að hægt væri að vigta rétt aflan úr bátnum þar sem hafnarvogin tók einungis 12 tonn en vörubíllinn var 11,5 tonn tómur Aggi Sveins og Mannsi á Melstað fóru að rökræða þetta við mig, ég tjáði þeim að setja bara körin á bílinn og svo skildi ég vigta þetta, en alltaf efuðust þeir þar til ég sagði þeim að ég myndi vigta bílinn fyrst að fram og síðan að aftan, þetta hafi verið gert á Króknum til fjölda ára og enginn fundið að því þar. Hjalta þótti þetta góð tilsvör hjá undirritaða og ekki leiddist honum að ég stæði upp í hárinu á þeim félögum og kom með visu korn fáeinum dögum síðar, vísan er svona:

Að vigta það er lífssins list
lærð í mörgum sóknum
afturhjólin alltaf fyrst
eins og þeir gerðu á króknum.

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá

Segðu okkur frá fólkinu

Við viljum endilega fá að heyra sögur, fá myndir og efni um sem flest fólk sem hefur glætt líf okkar allra í gegnum áranna rás.

Sendu okkur efni á drangey@skagafjordur.net